Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Side 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Side 27
JÓN E. BERGSVEINSSON: Brautryðjendur i. Flestir Islendingar munu sammála um það, að efling fiskveiðanna á síðari hluta 19. og fyrsta fjórðungi tuttugustu aldarinnar sé grundvöllurinn undir því mennnigarlífi, sem þjóðin lifði í lok fyrsta fjórðungs þessarar aldar, hvort heldur litið er á atvinnumál, við- skiftamál, menntamál, fjármál eða stjórnmál. Það mætti því ætla, að einhver hinna mörgu lærðu manna og rithöfunda hefðu haft hug- kvæmni til þess að rita eitthvað um þróun fiskiveiðanna í heild og þýðingu þeirra fyrir afkomu þjóðarinnar. En það lítur út fyrir að áhuginn fyrir þessháttar ritstörfum hafi ekki verið til staðar til þessa. Það hefir þó sannar- lega dregist helzt til lengi, að rita um helztu brautryðjendur í sjávarútvegsmálúm lands- manna, einkum þeim, er varða þorskveiðarnar á þilskipunum. Flestir hinna fyrstu frumherja þar, eru nú látnir og með þeim hefir margvís- legur fróðleikur í útvegsmálum tapast, til ó- metanlegs tjóns núlifandi og komandi kyn- slóðum. Sjómannablaðið Yíkingur vill nú gera til- raun til þess að halda því til haga, er mestu skiptir og upplýsingar fást um, er snertir út- veginn frá því um miðja s. 1. öld, til vorra daga. Vonar blaðið, að góðir menn og fjölfróðir í þessum efnum veiti liðsinni sitt til þess, svo þetta megi verða til sem mestrar nytsemdar. Ég hefi lofað blaðinu, að gera það sem í mínu valdi stendur til þess að safna þessu sam- an, eftir því sem ástæður leyfa og ég hefi vit og þekkingu til. Treysti ég því, að þeir sem eitt- hvað eiga í fórum sínum af prentuðum eða ó- prentuðum upplýsingum frá „skútuöldinni", sem mörgum eldri mönnum, er enn eru á lífi, er svo kær, láti mér slíkt í té, eða sendi það til ritstjórnar blaðsins. Ég tel vel viðeigandi, að byrjað sé á helztu brautryðjendunum og gefin sé stutt lýsing á þeim og starfsemi þeirra hvers um sig og því næst gefið heildaryfirlit um hvaða áhrif aukning fiskiveiðanna hefir haft fyrir þjóðina í heild á hverju tímabili. Það er hugsað, að fyrsta tímabilið byrji með þilskipaútgerðinni um 1865 og nái til 1904. Því næst verði sagt frá vélbátaútveginum, síld- veiðunum á hafi úti og togaraveiðunum, er hefjast um og eftir 1904 og að það tímabil sé rakið til og með 1925. Síðast verði svo minnst á útveginn frá 1925 til vorra daga. Þótt hugsað sé að skipta þessum molum fiskiveiðasögunnar í tímabil eins og hér er minnst á, verður ekki komist hjá því, að nokk- uð sé farið aftur og fram í tímann um hvert atriði fyrir sig. Fyrsti kaflinn í þessum greinaflokki verður um brautryðjendastörfin og hefst með stuttu æfiágripi Markúsar F. Bjarnasonar skóla- stjóra. Markús Finnbogi Bjarnason skólastjóri var fæddur að Baulhúsum í Arnarfirði 23. nóv. 1849. Afi Markúsar var Símon á Dynjandi, annálaður sægarpur þar vestra, einkum fyrir hvalveiðar og sela. Markús stundaði sjó- mennsku í Arnarfirði á uppvaxtarárunum, en fluttist til Reykjavíkur um 1865 og hugsaði sér að fá menntun í stýrimannafræði í höfuð- stað landsins. En þegar þangað kom, var enga menntun að fá, enginn íslendingur, er heima átti á Mandi hafði lært stýrimannafræði svo vitað væri og urðu þetta mikil vonbrigði fyrir hinn unga áhugasama sjómann. Til náms er- lendis skorti fé og varð Markús því að leggja áhugamál sitt til hliðar í bili og réðist sem há- 27 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.