Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Qupperneq 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Qupperneq 32
stjóri hefir haft hreinskilni til að viðurkenna: „Að uppeldið í landinu sé ekki í samræmi við raunverulegar þarfir þjóðarinnar og ekki í samræmi við landið og náttúru þess“, og sem hvetur til, ,,að hefja hið líkamlega starf, vinnuna, í æðra veldi í huga og hjarta upp- vaxandi kynslóða“, hefði vissulega átt það skilið að koma til greina, þegar blað nokk- urt fyrir skömmu, efndi til kosninga um fyrsta forseta íslands. Það eru menn með slík göfgandi áform, sem þjóðinni eru nauð- synleg fyrir leiðtoga. Hvað vinnuskólafrumvarpið sjálft snertir, í því formi sem það er borið fram á þing- inu, þá er það ómynd, og' sennilega mun eng_ inn vita það betur en höfundur frumvarps- ins sjálfur. En honum munu í fersku minni móttökurnar, sem hið fyrra frumvarp fékk, og því valið þann kostinn, að reyna að vinna þingmenn til fylgis við málið með því móti, að taka ekki skrefið nema til hálfs til að byrja með. En það er leiðinlegt og skaðlegt, að tekið skuli vera með slíkum vettlingatökum á jafn þörfu máli; því það er óhugsandi að það þurfi vinnuskóla fyrir þá unglinga, sem lík- legir eru til að sækja slíkan skóla af fúsum vilja. Þjóðræknisleg vinnumenning kemst ekki inn í meðvitund landsmanna fyrr en æskan hefir verið alin upp við hana í lögþvingaðri þegnskylduvinnu, en framkvæmd hennar á að vera þannig, að þjóðin ekki einungis sætti sig við, heldur og beinlínis fagni, blessun þessara ákvæða. Það getur varla verið til of mikils ætlast, þótt krafizt væri 6 mánaða vinnuskyldu af öllum unglingum, er náð hafa 16 ára aldri, jafnt piltum sem stúlkum, gegn vinnufötum og fæði, og jafnvel þótt þar að auki væru sett lög um þvingaða ráðningu í sveitavinnu um jafnlangan tíma, bæði fyrir pilta og stúlkur gegn lágmarkslaunum í þeirri vinnu, og þótt aðgangur að æðri skólum eða fram- haldsmenntun væri bundinn þeim skilyrðum, að lokið væri þessum skyldum. Síðara ákvæðið er nauðsynlegt vegna land- búnaðarins, til að tryggja nægan vinnukraft í sveitum, og unglingunum heilnæmt um- hverfi. Margir bændur hafa brugðizt jörð- inni, móður sinni, og lagt meiri áherzlu á að koma sonum sínum á mölina, í hina „döpru stétt flibba-öreiga, er háskólarnir skapa“, en að búa þá undir hið göfuga starf að yrkja landið og taka við búi eftir sig. Það hefir verið kaldhæðni örlaganna, að það skyldu einmitt vera bændurnir, sem felldu frum- varpið um þegnskylduvinnu 1903, og þannig mikla möguleika til að bæta landið og gera sveitirnar byggilegri. Það er náttúrlega ekki sama hvernig þegn- skylduvinna er framkvæmd, en í höndum valinna manna, þá hafa vinnuskólarnir alla möguleika til að gera æskuna að nýtari mönn- um og land.ð að betra landi. Starfsemi vinnuskóla mætti í sumu haga eftir tilhneigingu ungmennanna, þannig, að þeir, er hefðu hug á sjómennsku, fengju að læra tökin um borð í sérstökum skólaskip- um, er stunduðu veiðar eins og önnur skip, eða um borð í björgunarskútum og varðskip- um, en þar hefir alltaf verið tilfinnanleg mannekla um borð. Stúlkur fengju að læra að sauma, prjóna og matreiða, samfara lærdóms- vinnu í gróðurhúsum á jarðhitasvæðum ríkis- ins. Hér á landi er svo óendanlega mikið til af óleystum verkefnum, verkefnum, sem vel er hægt að koma í framkvæmd með þeim mann- afla, sem fyrir er. Hér er þörf á öðru vísi um að skipa. Það verður aldrei leyst úr neinum vandamálum, ef þau ekki eru rædd, og á þeim tekið, með fullkominni hreinskilni. — Uppeldiskerfi þjóðar vorrar virðist vera stór- um ábótavant. Hin uppvaxandi æska er harla ófróð um hin nauðsynlegustu störf og skyldur sínar gagnvart þjóðfélaginu, meðan fjöldi æskumanna þykizt til alls annars ófær en nema þann fróðleik, sem með lítilli fyrirhöfn er hægt að finna í alfræðiorðabókum. Fullyrðing gamla fólksins um „að bókvitið verði aldrei í askana látið“, sem flysjungs- hátturinn hefir snúið út úr og gert að at- hlægi, mun eiga eftir að fá sína viðurkenn- ingu. Því gamla fólkið meinti auðvitað bók- vitið tómt, án athafna. Sá, sem ekki vinnur VÍKINGUR 82

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.