Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Blaðsíða 3
Hvcrnig Bretar sökktu Scharnhorst
Eftir C. S. FORESTER
Grein þessi er samin eftir upplýsing-
um frá flotamálaráðuneytinu brezka.
Ekki er vitað hvort Þjóðverjum hafi verið
kunnugt um ensku skipalestina, sem stefndi til
Múrmansk um jólaleytið. Scharnhorst lét úr
höfn í Noregi á jóladagskvöld. Ef til vill hefir
honum verið ætlað að fara í víking í von um
að hitta óvinaskip. En svo vildi til, að með
morgunsárinu næsta dag, varð hann skipalest-
arinnar var, eða öllu heldur varnarskipanna,
sem fylgdu henni.
Orustubeitiskipið Scharnhorst var fært í flest-
an sjó, og mikið höfðu Bretar lagt í sölurnar
til að koma því fyrir kattarnef. Það var 26.000
smál. og gekk 29 sjómílur á vöku. Það var búið
9 fallbyssum 11 þumlunga víðum, og auk þess
sæg af minni byssum. Það var því hraðskreið-
ara en nýju orustuskipin brezku, og hafði meiri
skotþunga en nokkurt brezkt beitiskip. Með
skotbúnaði sínum gat það, ef færi hefði gefizt,
sökt eða grandað flutningaskipum örara en full-
orðinn refur grandar hænuungum. Scharnhorst
var stjórnað af varaaðmírál Bey.
Skipalestin var að sögn um hálf miljón smá-
lestir, eða um 50—60 skip. Hér var því til mik-
ils að slæjast. Stýrði hún í austurátt og var um
150 sjómílur norður af Nord Cap. Hringur af
smáherskipum, korvettum og tundurspillum,
var henni til verndar gegn kafbátum. Til varn-
ar gegn árásum ofansjávar voru 3 beitiskip:
,,Belfast“, Norfolk“ og ,,Sheffield“, undir stjórn
Allir, bæði þeir sem í landi búa og þeir sem
sjóinn stunda, þurfa að leggjast á eitt um að
vinna sigurvisst að framtíðarvelferð ættjarðar-
innar. Látum eigi gamlar og úreltar venjur eða
hindurvitni hindra oss frá því, að taka upp nýj-
ar og bættar vinnuaðferðir. Gamlar úreltar að-
ferðir geta valdið horfelli í fleirum en einum
skilningi, ef eigi er rétt sett á, en enginn sem
vill vinna og getur unnið, þarf að vera atvinnu ■
laus eða líða nauð í okkar landi, því að verk-
efnin eru nóg, ef rétt er á haldið.
Allir sannir Islendingar ganga gunnreifir til
verks og horfa hugdjarfir móti framtíðinni.
A. S.
admíráls Burnett. Þau sigldu suðaustanvert við
skipalestina, og úr þeirri átt kom Scharnhorst.
1 6 mílna fjarlægð ui’ðu brezku beitiskipin
hans vör með miðunartækjum sínum. Hér er
lítil dagsbirta á þessum tíma árs. Hlustunar- og
miðunartækin eru því hið alsjáandi auga, sem
eftir er farið. Tækin sýndu að hér var skip á
ferð og hvert það stefndi. Það hlaut að vera ó-
vinaskip. Fallbyssurnar voru hlaðnar og hafðar
til taks. Skipalestin var látin breyta stefnu, 'en
beitiskipin snérust til varnar. Afstaðan var
þannig, að Scharnhorst gat skotið af annari
hliðinni, (Broadside) meiri kúluþunga en öll
beitiskipin til samans. Og svo kröftugar voru
kúlur hans, að ef þær hittu beitiskipin á miðju
mundu þær tæta þau sundur í agnir. Hinsvegar
var brynja Scharnhorst svo sterk, að kúlur
beitiskipanna mundu ekki saka hann nema í ná-
vígi. Reikningslega gat þetta því orðið ójafn
leikur, en beitiskipin tóku upp vörnina eigi að
síður.
1 hálfrökkri heimskautadagsins nær sólin ekki
upp fyrir sjóndeildarhringinn. En freyðandi
bógbylgjan á Scharnhorst kom í Ijós þó hin
dökkmálaða reisn hans yrði ekki greind.
Stjörnukúlu var nú skotið frá beitiskipunum,
sprakk hún yfir Scharnhorst og lýsti hafflötinn
á fermílusvæði. Á meðan hún hékk í loftinu í
fallhlíf, sem henni fylgdi, hófu öll beitiskipin
skothríð. Norfolk hafði 8 þumlunga byssur en
hinir 6. Á Norfolk þóttust menn sjá græna
blossa á Scharnhorst þar sem kúlurnar höfðu
hitt. Það voru því líkur til að á hefði komið.
En Scharnhorst snérist á hæli og hélt undan.
Næstu kúlur náðu honum því ekki. Hann komst
‘fljótlega úr ljósbarmanum og hvarf í rökkrið.
Aðmíral Bey er nú látinn, og það verður
aldrei upplýst hvers vegna hann tók það ráð að
halda undan. Það er engan veginn líklegt að
nokkur maður gæti náð þeirri tign í þýzka hern-
um að verða varaaðmíráll, sem væri lífhræddur.
Sennilega hefir aðmíral Bey fylgt fyrirfram
gerðri áætlun. Erindi hans var að komast að
skipalestinni. Nú vissi hann hver aðalvörn
hennar var, og gat því með nokkurri nákvæmni
reiknað út, hvar flutningaskipanna var að leita.
Hann gat nú farið í króka í dimmunni og ráð-
ist á úr annari átt.
Aðmíral Burnett á beitiskipinu Belfast varð
VÍKINGUR
155