Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Blaðsíða 12
Lúga er inn í borðsalinn fyrir aftan, en inngangur-
inn í það frá ganginum. Eldavélin er olíukynt.
3. Geymsla fyrir þurr matvæli er sb. megin í þil-
farsyfirbyggingu, beint á móti eldhúsi, en köld
geymsla með rafknúinni kælivél fyrir matvæli er
bb. megin fyrir framan eldhúsið.
4. Fatageymslu, aðallega ætlaðri fyrir hlífðarföt,
er komið fyrir sb. megin fremst.
5. Tvö W.C. með sturtubaði eru sb. og bb. megin
fremst í þilfarsyfirbyggingunni; er gengið inn í
þau frá þilfarsgangi.
6. Gengið er inn í þilfarsyfirbyggingu sb. og bb.
megin frá þilfari aftast. Er þessi inngangur lok-
aður með tveim hurðum (þ. e .venjulegri hurð og
þétti-hurð að utan)); er þéttihurðin til þess að hægt
sé að loka ganginum alveg, ef vont er í veðri. Tveir
gangar liggja aftur með vélareisn, en sameinast í
einn gang þar fyrir aftan. Frá þessum göngum er
gengið inn í íbúðarherbergi, matsal, eldhús, geymsl-
ur, W.C. og bað, niður til íbúða undir þilfari, og
upp á bátaþilfar, einnig inn í vélarreisn. Bb. megin
liggur gangur fram þilfarsyfirbygginguna, og úr
þeim gangi gengið inn í herbergi 1. vélstj. og 1.
stýrim., en áframhald gangsins liggur fram í her-
bergi togvinduvéla og upp til -stýrishúss. Þannig
er innangengt um allar íbúðir skipverja til mat-
salar, vélarrúms og stýrishúss.
7. Auk þeirra þriggja W.C. með sturtubaði, sem
talin hafa verið (sb. og bb. fremst á þilfarsyfir-
byggingu og hjá skipstjóra) er komið fyrir einu
W.C. í stýrishúsi bb. megin og einu í þilfarsreisn sb.
megin fremst.
Þilfarsvindur:
1. Togvindan.
Henni er komið fyrir á þilfarsupphækkun fyrir
framan þilfarshús. Það, sem á þilfarinu stendur,
er aðeins tromluöxull með tveim tromlum, sem
hægt er að kúpla að og frá, og tveir tvöfaldir tog-
vindukoppar. Sjálf drifvélin (rafmagnsmótor)
stendur inni í þilfarshúsinu fyrir aftan togvinduna,
en öxull í þétt lokuðum kassa, er einnig fellur utan
um drifás togvindunnar, liggur frá húsinu fram í
togvinduna. Hægt er að stjórna rafmagnsmótornum
með handföngum sb. og bb. megin á togvindunni,
þannig að sá, sem henni stjórnar, getur alveg fylgst
með allri hífingu.
Rafmagnsmótorarnir inni í þilfarshúsinu eru
tveir, hvor um sig ca. 130 HK. og er ætlazt til,
að þeir séu notaðir á víxl (kúplað inn til skiptis)
eða jafnvel hægt að skilja annan eftir í landi, ef
hann þarfnaðist stærri aðgerðar við, þar sem langan
tíma eða ca. 10—12 daga tekur að gera við meiri
háttar bilanir á slíkum mótorum. Rafmagnsmótor-
ar þessir fá orku sína frá tveim hjálparvélum, 160
HK., sem áður er getið.
2. Akkerisvindan.
Henni er komið fyrir ofan á hvaibak skipsinS
fremst; er þar sama fyrirkomulag og með togvind-
una, að rafmagns-drifmótornum er komið fyrir í
þéttlokuðu herbergi fremst undir hvalbaknum, en
uppi á hvalbaknum eru aðeins tvær keðjutromlur
og tveir einfaldir koppar. Gangi vindunnar er stjórn-
að frá hvalbak. Keðjutromlum er hægt að kúpla að
og frá, svo sem venja er.
í sambandi við akkerisvinduna skal þess getið,
að akkerin falla algerlega inn í bóga skipsins, þegar
þau eru uppi, svo að engin hætta er á að þau rekist
í, þótt skipið fari nálægt einhverju. Keðjustoppar-
arnir eru fyrir framan akkerisvinduna. Yfir keðju-
rörin, sem liggja niður til keðjukassans, er komið
fyrir sérstaklega útbúnum gúmmíhettum, sem
klemmast utan um rörin og fast að keðjunni til
varnar því, að sjór gangi í keðjukassa, sem oft
vill koma fyrir.
3. Þilfarsvinda á bátaþilfari.
Henni er komið fyrir aftan til við afturmastur,
og er hún ætluð til notkunar, þegar verið er að
binda skipið með vírum út úr afturkefum sb. eða bb.
megin við stýrisvélarhús, einnig til notkunar fyrir
bómur í afturmastri, ef með þarf. Þessi vinda er
bæði rafknúin og handknúin. Er rafmótor hennar í
þéttlokuðum kassa uppi á bátaþilfari. Vindan hefir
eina víratromlu og tvo einfalda koppa.
Lýsisbræðsla. — Eimketill.
1. Lýsisbræðslutækjum er komið fyrir í herbergi
í þilfarshúsi næst fyrir aftan togvindu-vélahús. Er
þar komið fyrir þrem bræðslukörum, kæligeymi og
skilvindu, einnig lifrarkassa fremst sb. megin. Inn-
gangur í húsið er frá sb. hlið. Hús þetta er þétt
smíðaður kassi, þannig að ekkert getur lekið frá
honum. Þarna er einnig komið fyrir lýsisdælum,
röraleiðslum til lýsisgeyma, hvort heldur er fyrir
lýsiskvoðu eða lýsi.
2. Eimkatli fyrir lifrarbræðslu og fiskimjölsvéiar
er komið fyrir í þilfarshúsi sb. megin fyrir framan
vélaruppgang, en bb. megin við ketilinn liggja púst-
rör frá vélarrúmi upp í reykháf. Ketill þessi er olíu-
kyntur.
Netageymsla og áhaldageymsla. Hvalbakur.
1. netalest er svo sem áður er getið fyrir framan
fisklest undir þilfari. Einnig er neta- og áhalda-
geymsla undir hvalbak á þilfari.
Hvalbakurinn er lokaður, en inngangurinn í hann
aftan frá. Beggja megin til hliðar og fyrir framan
eru geymslur, en niðurgangur til netalestar sb. meg-
in undir miðjum hvalbak.
2. Ofan á hvalbak er rekkverk allf í kring, nema
fremst, þar eru plötur á ca. 2 m. lengd. Landfesta-
kefum er komið fyrir ofan á og í þessa plötu, en
festipollar eru aftar á hvalbaknum. Tvö stk. víra-
rúllur eru aftast á miðjum hvalbaknum.
164
VÍKINGUR