Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Blaðsíða 45
skipshofn Ægir ætlist hér til venjulegra launa
fyrir veitta aðstoð, sem var mikil og máske var
krafan um bankatryggingu nauðsynleg. En því
er hún það þá ekki í öllum líkum tilfellum. Allt
þetta eykur mjög kostnað við rekstur mála, sem
rísa út af aðstoð og björgun og væri æskilegt að
úr þessu væri dregið.
Tryggingar skipa á íslandi, eru, þegar á allt
er litið, ekki ungt fyrirbrigði. Um eða laust eftir
miðja nítjándu öld (1853), var á Isafirði stofn-
að ábyrgðarfélag fyrir þilskip, en hætti starf-
semi nokkru síðar. Upp frá því fór svo að vakna
áhugi fyrir þörf slíks félagsskapar. Skipaá-
byrgðarfélag Vestmannaeyja var stofnað 1862
og starfar enn með miklum blóma. En líklegt
má telja að starfsemi þess hafi oft verið háð
erfiði þar sem áhættusvæði þess er eitt hið
mesta er þekkist og er það undrunarvert hvaða
árangur þar hefur náðst og iðgjöld verið lág.
Mér er sagt að iðgjald hafi eitt ár (líklega 1941)
komist niður i 21/2% þegar tekið er tillit til end-
urgreiðslu iðgjalda það ár. Hér hefur náðst lofs-
verður árangur þegar tekið er tillit til hættu-
svæðisins, sem raunar fer minnkandi með batn-
andi hafnarskilyrðum, en þau eru all hraðstíg í
Vestmannaeyjum. Er ekki hægt að læra eitt-
hvað þarflegt af Eyjaskeggjum á sviði sjó-
trygginga? Það virðist svo vera, þegar litið er
á þann árangur, sem náðst hefur þar, innan hins
staðbundna félags, og ekki sýnist minnsta á-
stæða úr þessu að grípa fram í fyrir þeim. Þeir
hafa klifið brattann hjálparlítið í máli þessu
enn sem komið er og sennilega náð örðugasta
hjallanum, og geta nú vegmóðir tyllt sér nið-
ur og litið yfir farna leið, sem er til sóma og
fyrirmyndar.
Eg vil þá að endingu benda á, að æskilegt
væri að iðgjöld fengjust lækkuð til muna varð-
andi sjótryggingu, en slíkt verður aðeins þó
framkvæmanlegt, að allir verði samtaka um að
gæta varúðar í öllu, sem snertir meðferð skipa
og báta í höfnum og á sjó úti og keppt verði
að því að treysta sem bezt legufæri og hvað eina
sem til öryggis má telja.
Þetta er framkvæmanlegt með sameiginlegum
átökum skipshafna og skipaeigenda; stærri og
smærri skipa og báta. En fyrir sparað fé af
þessum ástæðum mætti kaupa skip, helzt ný,
en allir verða sammála um að þeirra sé þörf.
Norðfirði, 5. apríl 1944.
Gísli Kristjánsson.
■Þorv. Þorsteinsson:
SANDKORN
Sumarvertíð er nú að hefjast í Ólafsfirði. Bátar,
sem gerðir verða út hér á þessari vertíð, munu
verða um 20 opnir bátar og 8 bátar yfir 12 smál.
í vetur hafa 4 bátar verið á vertíð við Suðurland,
í Keflavík og Sandgerði, og um 100 manns héðan
hafa verið við atvinnu á Suðurlandi, bæði sjómenn
og landvinnufólk. Hefir sjaldan eða aldrei áður far-
ið svo margt fólk héðan í atvinnuleit á einum og
sama vetri. Þá hafa 2 bátar héðan gert út frá
Siglufirði seinni hluta vetrar. Trillubátar hafa róið
hér nokkuð mánuðina marz og apríl og aflað sæmi-
lega, þegar á sjó hefir gefið, en gæftir hafa verið
slæmar.
Mikið hefir verið rætt og ritað um hafnarmál
Ólafsfjarðar nú í vetur og vor, enda hefir þess verið
full þörf.
Eg býst við, að flestum sé það kunnugt orðið,
hvernig því máli var tekið af sýslunefnd Eyjaf jarð-
arsýslu, og mun ég því ekki rekja það hér. Hitt
þykir mér rétt, að flytja þakkir þeim mörgu, sem
sýnt hafa því máli skilning og velvilja ásamt að-
stoð til að málið næði fram að ganga, þar á meðal
þingmönnum, ríkisstjórn, vitamálastjórn o. fl.
Hafnarmál Ólafsfjarðar er ekkert hégómamál,
heldur er það lífsnauðsynjamál Ólafsfirðinga. Þar
er um að ræða heilbrigða þróun atvinnulífs og lífs-
skilyrði íbúanna, eða gereyðing staðarins.
Eining og samhugur Ólafsfirðinga í þessu máli
sýnir mjög greinilega hvers virði samhugur og sam-
starf er öllum málum.
Það er nú séð, að hægt verður að hefja verkið í
sumar vegna þess, að allir Ólafsfirðingar eru fúsir
að leggja málinu allan þann stuðning, sem þeir geta.
Þetta er gleðiefni fyrir okkur Ólafsfirðinga, þótt
það ef til vill kunni að hryggja hina umhyggjusömu
og velviljuðu sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu, sem bar
svo mikla og föðurlega umhyggju fyrir þessu oln-
bogabarni sínu, Ólafsfirði, að jafnvel þótt þeim
sýslunefndarmönnum væri fullljós nauðsyn málsins,
og að atvinnulíf Ólafsfirðinga og afkoma þeirra
mundi bíða stórkostlegan hnekki, ef hafnarmálið
næði ekki fram að ganga, þá gátu þeir og þótti
skylt að leggja stein í götu þess.
Það er áreiðanlegt, að enginn Ólafsfirðingur mun
nokkru sinni hafa ástæðu til að þakka sýslunefnd
Eyjafjarðarsýslu þann hug og þá kveðju, sem þeir
sendu Ólafsfirðingum með afgreiðslu þessa máls á
sínum tíma.
Ólafsfirðingar vilja lifa og vinna að eflingu og
þróun sveitar sinnar. Þeir vilja reyna að bæta þau
VlKlNGUR
197