Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Blaðsíða 7
„Botnvörpuskip
framtaöarinnar/y
Eins og kunnugt er, efndi Samtrygging íslenzkra
botnvörpuskipaeigenda, í tilefni 25 ára afmælis síns
til samkeppni um hugmyndir að teikningu af tog-
ara; skyldu teikningarnar auðkenndar „Botnvörpu-
skip framtíðarinnar". Fimm teikningar bárust frá
fjórum aðilum, en dómnefndin veitti aðeins tvenn
verðlaun, en engin fyrstu eða þriðju verðlaun.
Teikningar þær, sem hér birtast ásamt skýring-
um, fengu báðar önnur verðlaun.
Þórður Runólfsson:
Aðalmál skipsins: Lengd: 52,20 m.
Breidd: 8,50 m.
Dýpt: 4,30 m.
Rými nálægt 535 smálestir.
Gengið er út frá því, að skipið geti jafnt stundað
ísfiskveiðar og siglt með aflann til Englands eða
meginlands Evrópu, eða saltfiskveiðar við ísland og
nálæg fiskimið.
Fiskilestar skipsins eru f jórar að tölu og saman-
lagt rúmmál þeirra nál. 445 teningsmetrar. Lest-
arnar eru einangraðar, eins og venjulegt er ufn kæli-
rúm í skipum, svo að í þeim á að vera hægt að
geyma kulda. í lestaropunum er gert ráð fyrir að
komið sé fyrir sérstökum einangrunarhlerum, sem
eru fyrir neðan hina venjulegu lestarhlera, er ekki
ætlazt til að hlerar þessir séu notaðir fyr en búið
er að fylla lestina og kuldinn á að haldast í henni.
í vélarúmi skipsins er gert ráð fyrir tveim kæli-
vélasamstæðum, sem eiga að halda lestunum
köldum.
Skipið er allt með tvöföldum botni og vatnsjþétt
þil eru sjö í því.
Akkerisvindan er rafknúin, og er henni komið
fyrir uppi á hvalbaknum.
Undir hvalbaknum er komið fyrir lýsisbræðslu og
vélum til fiskimjölsvinnslu.
Til lýsisvinnslunnar er gert ráð fyrir að notuð
séu tæki vélsmiðjunnar Héðinn og auk þess nauð-
synleg tæki og skilvinda til eftirvinnslu á grútnum.
Fiskimjölsvélarnar eru af sérstakri gerð, sem
þarf lítið rúm, miðað við afköst. Þurkarinn er olíu-
kyntur með vendiklefa, sem gerir mögulegt að hafa
hann mjög stuttan. Vélarnar eru mataðar í trekt,
sem er komið fyrir aftan við þilið undir hvalbakn-
um. Vélar þessar er gert ráð fyrir að geti unnið úr
25—30 smál. af fiski og fiskúrgangi á sólarhring.
Til hliðar og framan við fiskimjöls- og lýsis-
vinnslurúmið er gert ráð fyrir allstórri veiðarfæra-
geymslu. Þá er einnig aftast undir hvalbaknum,
sitt hvoru megin, salerni og skápur.
Fremst í skipinu undir þiljum er fyrst stafnhylki,
þá keðjukjallari og síðan fiskimjölslest nál. 80
VlKlNGUR
ten.m. að rúmmáli. Fyrir aftan þessa lest er lítil
lest til veiðarfærageymslu.
Togvinda skipsins er rafknúin og getur verið svo
aflmikil, sem kann að þykja æskilegt, með því að
séð er fyrir nægilegri raforku til þess að fullnægja
þörfum hennar.
Hylki skipsins eru sem hér segir:
Fyrir neyzluvatn, veitivatn og til kjölfestu. Stafn-
hylki nál. 15 smál., botnhylki undir lestum nál 35
smál., botnhylki undir vélarúmi nál. 45 smál. og
hylki fyrir aftan öxulgang nál. 10 smál.; alls fyrir
vatn nál. 105 smál.
Fyrir eldsneytisolíu: Hylki undir fiskimjölslest
nál. 60 smál. Háhylki miðskips nál. 110 smál.; alls
nál. 170 smál., sem er nálægt 35 daga forða handa
skipinu í fullum gangi.
Undir öxulgangi er 2 smálesta hylki fyrir smurn-
ingsolíu.
Aftur í skut skipsins er nál. 25 smálesta hylki,
sem ætlað er fyrir lýsi. Er lýsinu ætlaður staður í
afturskipinu til þess að vega að nokkuru á móti
fiskilestunum og jafna hleðslu skipsins.
Vélabúnaður skipsins:
Aðalvélarnar eru tvær dieselvélar, hvor 500 hö.
með 375 snún. á mín. Knýja vélarnar sameiginlega
einn skrúfuás með tanndrifi, sem lækkar snúnings-
hraðann, svo að snúningshraði skrúfunnar verður
125 á mín. Vélarnar eru ekki gangskiftanlegar og
tengdar beint við tanndrifið. Með því að hafa vél-
arnar tvær fæst aukið öryggi og sparast rúm í skip-
inu, með því að hægt er að hafa vélarúmið styttra
en ella, ef vélin væri ein 1000 hö.
Skrúfan er af svo kallaðri ,,KAMEWA“-gerð, er
hún með hreyfanlegum blöðum, þannig að breyta
má sveigju hennar og hafa hana eftir því sem bezt
hentar í hvert sinn og bezt á við þann hraða, sem
siglt er. Er skrúfa af þessari gerð mjög heppileg á
botnvörpuskipi, með því að gangskilyrði skipsins,
þegar það er að toga, eru mjög frábrugðin því, sem
þau eru á venjulegri siglingu. Þá er skrúfan notuð
í stað þess að skifta gangi vélanna, þegar breytt
er um skriðstefnu skipsins. Er þá öll beiting fram-
kvæmd frá brúnni, við óbreyttan snúningshraða og
snúningsstefnu vélanna. Skeður þetta á jafn léttan
og auðveldan hátt og þegar handfang á vélsíma er
hreyft. Gefur þetta nokkra tryggingu gegn því að
miskilningur verði í beitingu vélanna. Að skifta
gangi frá fullri ferð ferð áfram til fullrar ferðar
aftur á bak tekur ekki nema 15 sekúndur.
Sveigjubreyting blaðanna framkvæmist sjálfkrafa
með vökvaþrýstingi.
Skrúfur með hreyfanlegum blöðum hafa að vísu
verið lengi notaðar 1 smáskipum, en búnaður sá, er
heldur ófullkominn og þungur í notkun. Það er
ekki fyr en nú fyrir nálægt fjórum árum sem „KA-
MEVA“-skrúfan var fyrst sett á hafskip, en er nú
notuð á 50—60 hafskipum og var á þessu ári sett á
159