Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Blaðsíða 35
ferð gerði Indíánana viti sínu fjær af hrifningu.
Þeir klöppuðu saman höndunum, æptu og döns-
uðu um. Ef þeir hefðu ekki borið óttablandna
virðingu fyrir húsbónda sínum, þá hefðu þeir
vafalaust tekið hann og borið hann á gullstól.
Það leið nokkur stund, áður en allt benzínið
í skurðinum var brunnið, og loga og reykjar-
veggurinn tók að lækka. Maurarnir höfðu hörf-
að nokkuð fyrir þessum ægilega eyðanda, en
öskuhrúgur með fram ytra barmi skurðarins
sýndu að logarnir höfðu breiðst þaðan út í fylk-
ingarnar hinu megin og gert þar ógurlegan usla.
En árásarkjarkur mauranna var langt frá því
þrotinn, það virtist jafnvel svo að hver ósigur
aðeins stælti hann. Steypan kólnaði, logarnir
slokknuðu, benzin úr öðrum geymi fyllti skurð-
inn, — og maurarnir réðust fram til sóknar að
nýju.
Það sem áður hafði skeð, endurtók sig nú,
nákvæmlega eins, nema að því leyti, að minni
tíma þurfti til þess að brúa skurðinn en áður.
því nú lá þegar öskulag ofan á benzíninu. Aft-
ur hörfuðu maurarnir undan, aftur var benzíni
hleypt í skurðinn í stað þess, sem fuðrað hafði
upp. Skyldu kvikindin aldrei læra að þessar
sjálfsfórnir væru algjörlega unnar fyrir gýg,
Auðvitað var það fyrir gýg? Já, auðvitað, —
ef verjendurnir hefðu ótakmarkaðan benzín-
forða.
Þegar Leningen kom auga á þá staðreynd,
fann hann í fyrsta skipti síðan maurarnir komu,
að traust hans var að svíkja hann. Það fór
hrollur um hann, hann varð að losa um háls-
bindið. Ef þessir djöflar kæmust yfir skurðinn,
þá var algjörlega úti um hann og menn hans.
Og það var ekki sérstaklega þægilegt útlit, —
að verða étinn lifandi.
I þriðja skiptið gerðu logarnir út af við marg-
ar árásarsveitir, og benzínið í skurðinum fuðr-
aði upp og brann. Samt réðust maurarnir fram,
eins og ekkert hefði i skorizt. Og í millitiðinni
hafði Leningen gert uppgötvun, sem gerði hon-
um ískalt. frá hvirfli til ilja, -— það kom ekkert
benzín i skurðinn lengur. Eitthvað hlaut að
stífla pípurnar úr þiáðja og síðasta geyminum,
— dauður höggormur eða rotta? Hvað sem það
var, þá var ekki hægt að halda maurunum í
skefjum lengur, nema að með einhverju móti
væri hægt að koma benzíni úr geyminum í
skurðinn.
Þá mundi Leningen, að tvær ónotaðar bruna-
dælur væru í útihúsi einu þar nærri. Duglegri
enn nokkru sinni áður á æfi sinni, drógu menn
hans þær úr húsinu, settu dælur þeirra í sam-
band við geyminn, greiddu úr þeim og voru að-
eins nógu fljótir til þess að beina benzínbunu
að fylkingu af maurum, sem þegar var komin
yfir og reka þá öfuga aftur yfir um skurðinn.
Einu sinni enn varði olíufylltur skurðurinn varn-
arliðið, einu sinni enn var mögulegt að halda
stöðvunum, — augnablik. —
En það var auðsýnt samt, að þetta síðasta ráð
gat aðeins frestað ósigri og dauða. Nokkrir
af Indíánunum féllu á kné og fóru að biðjast
fyrir, aðrir ráku upp brjálæðiskennd óp og
skutu af skammbyssum sínum á hinar svörtu
óbifanlegu fylkingar mauranna, eins og þeim
fyndist örvænting þeirra nógu aumkvunarveri)
til þess að hægt væri að sveigja forlögin sjálf
til meðaumkvunar.
Að lokum gáfu taugar tveggja mannanna eft-
ir. Leningen sá nakinn Indíána stökkva yfir
skurðinn að norðan og annan strax á eftir hon-
um. Þeir hlupu áleiðis til fljótsins með ótrúleg-
um hraða. En flýtirinn bjargaði þeim ekki.
Löngu áður en þeir náðu flekunum, voru þeir
þaktir af maurum.
I kvölum sínum þustu þeir beinlínis út í ána,
þar sem biðu þeirra enn verri óvinir. Ögurleg
hljóð dauðaangistarinnar sögðu áhorfendunum
að krókódílar og sverðtenntar fljótaskötur væru
ekki ógráðugri en maurarnir, og jafnvel fljótari
að hremma bráðina.
Þrátt fyrir þessa blóðugu viðvörun sýndu nú
æ fleiri af mönnum Leningens að þeir væru að
hugsa sér að reyna að komast til fljótsins. Hvað
sem var, jafnvel það að berjast úti í fljótinu
gegn krókódílum var betra en að bíða varnar-
lítill þess að vera étinn lifandi.
Leningen hugsaði og braut heilann eins og
hann hafði aldrei á æfi sinni gert. Var enginn
möguleiki, engin athöfn á jarðríki, sem gat kom-
ið þessum maurum, þessu djöfulsins afkvæmi
aftur í það víti, þar sem þeir áttu heima?
Þá brá út úr þessu víti ruglingslegra hugs-
ana einum ógurlegum innblæstri. Mannvitið
sagði einu sinni enn til sín, þótt ógnþrungin væri
myndin, sem það brá upp. Ein von var eftir enn
og aðeins ein. Það var möguleiki á því að stífla
fljótið algjörlega, svo að flóð þess fyllti ekki
einasta skurðinn neðri, heldur allar hinar sviðnu
ekrur, allt nema hæðina, sem húsin stóðu á.
Hinn bakki fljótsins var svo hár, að fljótið
gat ekki flóð yfir hann. Og milli fljótsins og bú-
garðsins var hinn hái steinveggur. Eini stað-
urinn, sem fljótið gat flóð úr farvegi sínum,
var þar sem stærri skurðurinn var grafinn frá
því, og ef það væri stíflað þar, yrði hinn mikli
straumur neyddur til að yfirgefa farveg sinn,
því garðurinn hélt honum líka í skefjum. Á
hálfri klukkustund, jafnvel á skemri tíma,
myndu allar ekrurnar standa undir vatni, sem
skolaði burtu öllum innrásarhernum.
Ibúðarhúsin og úthýsin stóðu á hæð, svo
VlKINGUR
187