Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Blaðsíða 26
Sjómannadagurinn á Patreksfirði 1944.
Sjómannadagsins var minnzt hér á Patreksfirði
með langri dagskrá, og fór hann hið bezta fram.
Dagurinn hófst með því, að klukkan 8,30 f. ,h.
voru fánar dregnir að hún á fánastöngum þorpsins,
og hafði aldrei annar eins fjöldi fána sést hér við
hún í einu.
Kíukkan 10.30 var messa í Eyrarkirkju. Sóknar-
presturinn, séra Einar Sturlaugsson, messaði, og
var fjölmenni sjó- og landmanna. Því miður voru
báðir botnvörpungarnir, Gylfi og Vörður, fjarver-
andi, annar að veiðum en hinn í Englandsferð.
Klukkan 13 hófst skrúðganga sjómanna frá
barnaskólanum, og var gengið um þorpið og niður
á íþróttavöll. Var þar saman komið mikið f jölmenni.
Þar flutti Friðþjófur Ó. Jóhannesson stutt ávarp,
en síðan hófst knattspyrnukappleikur á milli sjó-
manna og landmanna, og var keppt um silfurbikar,
sem vélbátaformenn höfðu gefið Sjómenn höfðu
sigrað tvö undanfarin ár, en í þetta skipti sigruðu
landmenn með 3 mörkum gegn 0, eftir fjörugan ogr
drengilegan leik. Því næst var reiptog milli liðs af
togaranum Verði (þeir sem heima voru frá Eng-
landssiglingu) og vélbátamanna. Varð harður og
skemmtilegur leikur, sem endaði með jafntefli. Þá
var kaffihlé til klukkan 4,30.
Þá hófst kappróður á tveim bátum, og höfðu 6
sveitir gefið sig fram til þátttöku. Ein sveitin, Út-
víknamenn, gat því miður ekki mætt vegna brims
hjá þeim, en í þeirra stað buðust nokkrir piltar úr
skátafélaginu hér, allir 16 ára að aldri, að mynda
sveit og keppa. — Þau óvæntu úrslit urðu, að yngsti
flokkurinn, skátadrengirnir, unnu glæsilega, með 4
sek. yfir næsta lið, og þar að auki einróma dæmdur
fallegasti róðurinn. Keppt var um silfurbikar, er
Verzlun Ó. Jóhannesson h.f. hafði gefið, og höfðu
áður unnið hann lið frá b/v. „Gylfa“ og lið frá vél-
bátum.
Um kvöldið klukkan 19 hófst svo borðhald í sam-
komuhúsinu „Skjaldborg", og var þar saman kom-
inn mikill fjöldi gesta. Tveir botnvörpungar komu
hér þennan dag, annar frá Reykjavík, hinn frá Fær-
eyjum, og var allfjölmennt frá þeim báðum í hóf-
inu, og létu þeir hið bezta yfir þeim móttökum, sem
þeir höfðu fengið, þar sem þeir komu báðir óvænt,
en fengu strax boð um að mæta sem flestir.
Undir borðum var skemmt með ræðum, upplestri
kvæða og söng, og að lokum var stiginn dans fram
eftir nóttu, og skemmti fólk sér hið bezta.
Veður var all-gott um daginn, en nokkuð hvasst.
Fjölmenni var viðstatt alla dagskrárliði, þar á meðal
margt manna úr nærliggjandi sveitum. Var það ein-
róma álit allra, að dagurinn hefði verið hinn ánægju-
legasti, sem vera bar, þar sem hér var um hátíðis-
dag vinsælustu stéttarinnar í þjóðfélaginu að ræða.
G. P.
Einar
Sfeíánsson
skipstjóri
sextugur
Það leikur ekki á tveim tungum, að það sem af
er tuttugustu öldinni er eitt merkilegasta tímabilið
í sögu íslands byggðar. Það verður í annálum ókom-
inna alda sennilega kallað viðreisnartímabilið eða
einhverju öðru enn glæsilegra nafni.
Margt hefir að vísu verið merkilegt um hið fyrra
lýðveldistímabil, en séð af sjónarhóli nútímamanns
hefir ærið mörgu verið áfátt, svo að manni kemur
nálega ósjálfrátt í hug máltækið: „fjarlægðin gerir
fjöllin blá.“
En „okkar“ tímabil verður ekki síður sögulegt.
Og sögumennirnir munu „grafa upp“ úr annálunum
menn og málefni viðreisnartímabilsins og vega allt
og meta. Viðreisn sjávarútvegs og siglinga verður
þeim óefað hugleikið rannsóknarefni; því um ann-
að eins Grettistak finna þeir hvergi áður skrifað á
spjöld sögunnar.
Þá verður margra mætra manna að minnast, og
orð skáldsins: „Feður lands á sætrjám svámu ....
o. s. frv.“ verða endurvakin.
Margir þeirra manna, sem segja má um, að hafi
staðið í fremstu víglínu fyrstu áratugi þesarar ald-
ar, eru nú sem óðast að hverfa af starfssviðinu.
Einn þessara manna er Einar Stefánsson skipstjóri.
Hann varð að láta af störfum fyrir tæpum tveimur
árum vegna vanheilsu, og er nú sestur í helgan stein
sem kallað er. Einar verður sextugur þann 9. júlí i
sumar. Efast eg ekki um, að þeir verða margir
meðal sjómanna, sem senda honum hlýjar kveðjur
á þesum tímamótum. Einar Stefánsson var fullan
aldarfjórðung happasæll skipstjóri á skipum Eim-
skipafélags íslands við góðan orðstír og virðingu
hinna mörgu samstarfsmanna. Sjálfur á ég margar
góðar endurminningar frá 15 ára samstarfsárum
okkar Einars.
Einar var fyrst og fremst sjómaður, — glöggur,
þrekmikill og ósérhlífinn á meðan kraftar entust.
Þess vegna varð hann happasæll skipstjóri og öðr-
um á margan hátt til fyrirmyndar. Honum ber því
virðulegur sess í annálum íslenzkrar sjómanna-
stéttar.
178
Hallgr. Jónsson.
VÍKINGUR