Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Blaðsíða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Blaðsíða 37
ög minkaði, — varð þrjú hundruð, — tvö hundr- uð, eitt hundrað metrar. Svo var hann kominn að stýflunni og greip sundurnagað stýrishjólið. En varla hafði hann náð tökum á því, þegar hjarðir af maurum, öskureiðum, þustu yfir hann allan. Hann tók að snúa hjólinu, og áður en hann hafði snúið því einu sinni, var maurafjöldi kominn á andlit hans. Leningen hamaðist við hjólin eins og brjál- aður maður, hann herpti varirnar saman, — ef hann opnaði þær til þess að anda, — þá. .. . Hann snéri og snéri hjólinu, hægt og hægt stýflaðist fljótið, stýflan seig, unz hún nam við fljótsbotninn. Þegar flaut vatnið út yfir bakka ytri skurðsins. Það þurfti aðeins mínútu enn og þá mundi fljótið beinast úr farvegi sínum al- gjörlega. Það hafði þegar byrjað að flæða yfir ekrurnar Leningen sleppti hjólinu. Nú í fyrsta skipti varð hann þess var, að hann var alþakinn maur- um frá hvirfli til ylja. Þrátt fyrir benzínið voru föt hans full af þeim, margir höfðu komist á líkama hans eða voru á andlitinu. Nú, þegar hann hafði lokið starfi sínu fann hann sársauk- ann um allan líkama sinn frá bitum og stingjum hinna grimmu skordýra. Öður var hann af sársauka og það mun- aði engu að hann steypti sér í fljótið. — Til þess að fljótaskötur og krókódílar rifu hann í sig? Hann var þegar kominn á harðasprett á leið- inni til baka. Hann sló maurana af hönzkum sínum og jakka, sópaði þeim af blóðugu andlit- inu, kramdi til bana þá, sem voru innanklæða á honum. Eitt kvikindið beit hann rétt fyrir ofan gler- augun, þó hann gæti svift því burtu, enn sárs- aukinn af bitinu og eitur það, sem maurinn spjó, hafði sín áhrif á augntaugarnar. Hann sá nú gegnum blóðrauða hringi inn í mjólkurhvíta þoku, hann hljóp áfram um stund, því nær blindaður og vissi, að ef hann dytti, — þá .... Ekki virtist brugg gamla Indíánans vera allt of sterkt og gott, það sljóvgaði eitrið örlítið, en losaði hann ekki við áhrif þess. Hjarta hans barðist, eins og það ætlaði að bresta, það var suða fyrir eyrum hans, það var eins og risa- vaxnir hnefar berðu hann á brjóstið. Svo fékk hann sjónina aftur, en logandi ben- zínhringurinn virtist svo óralangt í burtu, hann kæmist aldrei hálfa leið að honum. Ýmsar myndir svifu fyrir hugskotssjónum hans, atvik úr lífi hans komu og fóru, en í einhverjum öðr- um hluta af heila hans var kaldur og áhyggju- laus áhorfandi, sem lét þetta maurétna, dauð- þreytta flykki, sem nefndist Leningen, vita, að svona sýnir úr fortíð manns sjást ekki nema sið- ustu augnablikin fyrir dauðann. Hann hrasaði um stein, hann féll.... Hann var of veikburða til að standast þá hrösun. . . . Hann reyndi að standa upp aftur.... Hann hlaut að liggja undir kletti.... Þetta var ó- mögulegt. . . . Það var ekki einu sinni mögu- legt að hreyfa sig hið minnsta. . . . En þá sá hann allt í einu einkennilega skýra og risavaxna mynd hjartarins, þakinn af maur- um, hjartarins, sem hann hafði skotið daginn áður, til þess að lina þjáningar hans. Hann sá hann riða í dauðans angist, þetta stóra stolta dýr. Og eftir sex mínútur voru beinin ein eftir! — Guð minn góður ,hann gat ekki dáið þannig. Hann gat það ekki. Og eitthvað utan hans sjálfs virtist draga hann á fætur. Hann fór aftur að skjögra fram á leið. Gegnum logandi benzínhringinn stökk vera, sem óglöggt varð séð nokkurt sköpulag á, og um leið og hún kom inn fyrir, féll hún endilöng og lá hreyfingarlaus. Um leið og Leningen stökk gegnum logana, missti hann meðvitund í fyrsta skipti á æfinni. Og þarna lá hann með starandi augu og sundurtætt andlit og líktist engu frek- ar en manni, sem gröfin hafði skilað aftur. Indíánar hans þustu að honum, sviftu af honum hverri spjör, rifu af honum maurana, sem höfðu bitið hann svo að allur líkami hans virt- ist eitt sár. Sumstaðar sá í ber beinin. Þeir báru hann inn í íbúðarhúsið. Þegar logagirðingin lækkaði var hægt að sjá í stað maurafylkinganna samfellt stöðuvatn. Fljótið, sem stíflað var af Leningen, hafði flóð yfir ekrurnar og borið á brott með sér allan mauraherinn. Vatnið hafði safnast saman í dældinni fyrir neðan hæðina, sem húsin stóðu á, en á meðan höfðu maurarnir reynt að kom- ast að hæðinni og húsunum yfir skurðinn. En logandi benzínið hafði rekið þá til baka. Og þannig urðu endalok hersins hins óvíga. Hann lenti þarna milli elda og vatns og hvarf í gyn þeirrar gjöreyðingar, sem var hans guð. Og við fjarri enda skurðarins, þar sem ann- að skarð var í steinvegginn, sveipaði flóðið hin- um týndu herskörum út í hina miklu á. Þar hurfu þeir að eilífu. Logahringurinn dvínaði, er vatnið steig upp að benzínskurðinum og slökkti hina dvínandi elda. Flóðið reis hærra og hærra, vegna þeirra greina og braks, sem það hafði borið með sér. Yfirborð þess þurfti nokkurn tíma til þess að komast yfir neðri enda steinsteypugarðsins og spúa yfir hann leyfum maurahersins ofan í straumþungt fljótið. Og vatnið steig hærra og hærra yfir nagaðar ekrur og runna, þar til það var komið hátt upp á hæð þá, þar sem húsin stóðu, og þar sem hinir umsetnu höfðu aðsetur sitt. Nokkra stund VÍKINGUR 189
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.