Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Blaðsíða 19
: Kíkisstjóri heiðrar fánann. Vilhjálmur Þór, Sigurjón Á. Ólafsson, Kjartan Thors og Ásgeir Sigurðsson skipstj. Síðan fór fram afhending verðlauna fyrir björgunarafrek á sjó og hlaut þau Þorsteinn Jóhannesson skip- stjóri á v.b. Jóni Finnssyni og skipshöfn hans fyrir frækilega björgun skipshafnarinnar á v.b. Ægir 12. febr. s. 1. Síðan var afhending verðlauna fyrir ýmsa keppni í íþróttum dagsins, og unnu skipverjar af Helgafelli það fágæta afrek, að vera sigur- vegarar í þeim öllum. Ávarp Friðriks Ölafssonar skólastjóra. F.h. húsbygginganefndar Sjómannaskólans leyfi ég mér að bjóða hina háttvirtu gesti henn- ar og aðra, sem hér eru, velkomna, til að vera við stadda þá athöfn, sem næst á að fara hér fram. Ríkisstjóri Islands ætlar nú að leggja horn- stein hinnar miklu skólabyggingar, sem hér er verið að reisa fyrir íslenzka sjómannastétt. Sú ráðstöfun hefir verið gerð í sambandi við þessa athöfn, að láta skrá á skinn aðaldrætti í sögu byggingarmálsins og geta þar þeirra manna, eins og venja er til, sem fara með völd i land- inu, þeirra, sem veitt hafa forstöðu þeim stofn- unum, sem þessarar byggingar eiga að njóta í framtíðinni og nokkurra þeirra, sem fram- kvæmd verksins hafa með höndum. Skýrsla þessi ásamt uppdráttum byggingarinnar, verð- ur nú lögð í blýhólk og geymd í hornsteini bygg- Ríkisstjóri flytur ávarp. ingarinnar um ókomnar aldir, til fróðleiks fyrir komandi kynslóðir. Megi skólar hinnar íslenzku sjómannastéttar eflast og blómgast innan þessara veggja, stétt- inni til frama og gengis, en landi og lýð til gagns og blessunar. Skýrslan er svohljóðandi: ,,Hús þetta er reist yfir sérskóla sjómanna- stéttar Islands. Stýrimannaskólann i Reykja- vík, Vélskólann í Reykjavík og aðra vélfræði- skóla, loftskeytaskóla og skóla fyrir matsveina, og nefnist Sjómannaskóli Islands. Eru nú liðin 54 ár frá stofnun Stýrimanna- skólans, 29 ár frá stofnun Vélskólans og 26 ár frá því er fyrst var farið að veita kennslu í loft- skeytafræði hér á landi, en Matsveinaskóli mun hefja starfsemi sína í þessum húsakynnum. Hornsteinn hússins var lagður af Ríkisstjóra Islands hinn 4. júní 1944, á sjómannadaginn. Ríkisstjóri var þá: Sveinn Björnsson. Ráðherrar voru þá: Forsætisráðherra dr. juris Björn Þórðarson, atvinnumálaráðherra Vil- hjálmur Þór, dómsmálaráðherra dr. juris Einar Arnórsson og fjármálaráðherra Björn Ólafsson. Forseti sameinaðs Alþingis: Gísli Sveinsson sýslumaður. Borgarstjóri i Reykjavík: Bjarni Bene- diktsson. Skólastjórar stýrimannaskólans hafa verið þessir: Markús F. Bjarnason frá byrjun til árs- ins 1900, Páll Halldórsson frá 1900 til 1937 og Friðrik V. Ólafsson síðan. VlKINGUR 171
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.