Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Qupperneq 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Qupperneq 19
: Kíkisstjóri heiðrar fánann. Vilhjálmur Þór, Sigurjón Á. Ólafsson, Kjartan Thors og Ásgeir Sigurðsson skipstj. Síðan fór fram afhending verðlauna fyrir björgunarafrek á sjó og hlaut þau Þorsteinn Jóhannesson skip- stjóri á v.b. Jóni Finnssyni og skipshöfn hans fyrir frækilega björgun skipshafnarinnar á v.b. Ægir 12. febr. s. 1. Síðan var afhending verðlauna fyrir ýmsa keppni í íþróttum dagsins, og unnu skipverjar af Helgafelli það fágæta afrek, að vera sigur- vegarar í þeim öllum. Ávarp Friðriks Ölafssonar skólastjóra. F.h. húsbygginganefndar Sjómannaskólans leyfi ég mér að bjóða hina háttvirtu gesti henn- ar og aðra, sem hér eru, velkomna, til að vera við stadda þá athöfn, sem næst á að fara hér fram. Ríkisstjóri Islands ætlar nú að leggja horn- stein hinnar miklu skólabyggingar, sem hér er verið að reisa fyrir íslenzka sjómannastétt. Sú ráðstöfun hefir verið gerð í sambandi við þessa athöfn, að láta skrá á skinn aðaldrætti í sögu byggingarmálsins og geta þar þeirra manna, eins og venja er til, sem fara með völd i land- inu, þeirra, sem veitt hafa forstöðu þeim stofn- unum, sem þessarar byggingar eiga að njóta í framtíðinni og nokkurra þeirra, sem fram- kvæmd verksins hafa með höndum. Skýrsla þessi ásamt uppdráttum byggingarinnar, verð- ur nú lögð í blýhólk og geymd í hornsteini bygg- Ríkisstjóri flytur ávarp. ingarinnar um ókomnar aldir, til fróðleiks fyrir komandi kynslóðir. Megi skólar hinnar íslenzku sjómannastéttar eflast og blómgast innan þessara veggja, stétt- inni til frama og gengis, en landi og lýð til gagns og blessunar. Skýrslan er svohljóðandi: ,,Hús þetta er reist yfir sérskóla sjómanna- stéttar Islands. Stýrimannaskólann i Reykja- vík, Vélskólann í Reykjavík og aðra vélfræði- skóla, loftskeytaskóla og skóla fyrir matsveina, og nefnist Sjómannaskóli Islands. Eru nú liðin 54 ár frá stofnun Stýrimanna- skólans, 29 ár frá stofnun Vélskólans og 26 ár frá því er fyrst var farið að veita kennslu í loft- skeytafræði hér á landi, en Matsveinaskóli mun hefja starfsemi sína í þessum húsakynnum. Hornsteinn hússins var lagður af Ríkisstjóra Islands hinn 4. júní 1944, á sjómannadaginn. Ríkisstjóri var þá: Sveinn Björnsson. Ráðherrar voru þá: Forsætisráðherra dr. juris Björn Þórðarson, atvinnumálaráðherra Vil- hjálmur Þór, dómsmálaráðherra dr. juris Einar Arnórsson og fjármálaráðherra Björn Ólafsson. Forseti sameinaðs Alþingis: Gísli Sveinsson sýslumaður. Borgarstjóri i Reykjavík: Bjarni Bene- diktsson. Skólastjórar stýrimannaskólans hafa verið þessir: Markús F. Bjarnason frá byrjun til árs- ins 1900, Páll Halldórsson frá 1900 til 1937 og Friðrik V. Ólafsson síðan. VlKINGUR 171

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.