Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Blaðsíða 39
þar er sumarnótt björt, því að sólin þá skín. Sjáðu heilagan stað. Þetta er fósturjörð þín. III. íslaiul, þú fagra, hve fríð er þín grund, ég fell nú í skaut þitt á gleðinnar stund. Ég tigna þig, treysti þér, ástkæra fold, ég ann þér af hjarta, mín fósturmold. Ég lauga minn anda í ljóma frá þér. Ég lofa þig, Island. Ég sonur þinn er. IV. Vak þjóð: Vort blóð nú ört um æðar streymir. Með fót á fold, vor fósturmold, þér enginn sonur gleymir. Ei veil, vinn heil með liug á stóru starfi. Því þú átt þjóð þinn góða sjóð, ó, glata ei þínum arfi. V. Eylandið Island er arfurinn okkar, eign sú er fögur og dýrmæt í senn. (Jr úthafsins álum rís landið, sem lokkar. Fyrst litu það hetjur og hafsæknir menn. Norrænir kappar, sem ófrelsi ei undu, leitandi að frelsi, þá Isiand þeir fundu. Éandnemar fögnuðu frelsinu fyrst á fagurri ey í úthafi nyrzt. Um tíma var saga þín sorgleg, en sönn, þó stór hafir afrekin unnið, því sárt varstu leikin af tímans tönn, svo táp þitt, ó, þjóð mín, var runnið. Én landnemans blóð brennur æðum þér í, og brátt upp frá ófrelsi reistu á ný. Nú fagnar öll þjóðin frelsinu aftur, á fagurri ey býr hinn fornhelgi kraftur. Bláhvítur fáni, með bjarma af eldi, boðar þér frelsi, mín ástkæra þjóð. llvítjöklatindar rísa úr hafblámans veldi, liátign þín, Ísland, og eldfjallagióð. Sundin þín bláu í sólskini ljóma skaut þitt er vagga fegurstu blóma. Fáninn vor fagri, sem frelsið oss boðar, „Fjallkonu“-vanga með ársól nú roðar. Land vort nú lítum og lofum, af hjarta litkiæði fögiir og hátignarbrag. „Fögur er hlíðin“, með brosinu bjarta, börn þín þig blessa, hvern komandi dag, land, sem að ljómar við blikandi haf, ]»að land, sem að guð oss til blessunar gaf. Ástkæra Island, þig elskar öll þjóðin, og þér eru helguð öll dýrustu ljóðin. island er fagurt, sem fyrr á öldum, er frægustu hetjurnar litu þess grund, þó vegur þess minkaði af válegum völdum, og vofeifleg örlög þess biðu um stund, er „feðranna frægð ekki fallin í dá“, meðan frelsi er fagnað í sveit og við sjá. Nóttin er liðin, nú dagur ljómar, um landið vor þjóðfrelsissöngur því hljómar. VI. Ljóðið lifir. Landið yfir söngvar óma skært. Tónar þýðir til vor blíðir tala um landið kært. Feðra-landið, tosturlandið, börn þín erum vér. Þér af huga heitum duga, Island, heill sé þér. Upp til dáða, dug til ráða, djarfa, dyggg þjóð. Nú er dagur, dýr og fagur, fagna menn og fljóð. Viljann hertu, hugdjörf vertu. Hér er margt að vinna. Þróttinn áttu, því ei láttu hik neitt á þér finna. Áfram skaltu, stefnu haltu, markið settu liátt. Hetju-dáðir VÍKINGUR 191
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.