Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Blaðsíða 21
fær þessi söknuður svarið og sár þessi bætur. Ó, hversu fegin ég fleygi því farginu, Guð minn! Ó, hversu fegin því fleygi eg í faðminn þinn djúpa. — 30 konur hafa misst menn sína. 78 börn í bernsku hafa orðið föðurlaus. Sú staðreynd talar alvarlegu máli. Sjómannastéttin er nú fátækari. Já, þjóðin öll er fátækari eftir fráfall þeirra, en þó á vissan hátt auðugri. Hún á fagra minningu um þá. Minningin um þá er fjársjóður, sem aldrei verður frá oss tekinn. Það er mælt um einn þekktasta málara heimsins (Michael-Angelo), að hann hafi fest kertaljós fram- an á húfu sína, er hann málaði, til þess að skugginn af honum sjálfum félli ekki á verkið, sem hann var að vinna. Ljómi hreystiverkanna, Ijómi afrek- anna á sjónum fellur að sjálfsögðu á þá, sem þau hafa unnið, á sjómannastéttina. Það kann líka að vera mannlegt og eðlilegt að fagna því, er ljómi verkanna fellur yfir þá, er þau vinna. Hitt er þó meira um vert frá sjónarmiði þess manns, sem elsk- ar starf sitt og vill fórna sér, að láta ekki skuggann af sjálfum sér falla á það. Þess vegna er sjómaður- inn áræðinn og djarfur, þess vegna fer hann út í stormana og hætturnar, þegar skyldan kallar hann. Þess vegna stendur hann fastur, þegar báran rís hæst, albúinn þess að gera sitt ítrasta, þótt hann jafnvel geti búist við því að brotsjórinn falli yfir sjálfan hann. ,,0g þegar kallið kemur, þá kem ég glaður um borð,“ segir í sjómannaljóði. Vér fögnum um þessar mundir nýrri frelsisöld. Vér höfum goldið frelsi íslands atkvæði vor. Hinir föllnu vinir áttu þess ekki kost, að greiða atkvæði á sama hátt og vér. En þeir hafa greitt atkvæði. Þeir hafa lagt þyngsta lóðið á vogarskálina. Þeir hafa fallið á víg- velli íslenzkrar lífsbaráttu, þar sem hættan var mest. Sá, sem mestu fórnar í trúu og dyggu starfi, vinnur bezt að sjálfstæði og frelsi lands síns. Fórnendurnir eru í dýpsta og sannasta skilningi frelsisgjafar þjóðanna. Sárt var að missa þá, og stórt var höggið og meir í sama knérunn en oft áður. Það er harmur — sár harmur — kveðinn yfir þeim, sem fórust af Max Pemperton, Hilmi, Nirði, Frey, Óðni, Súðinni, eða þeim, er út tók af skipum á hafi úti eða í skipakvíum og við landsteina. Hafið er þögult við spurningum og bænum hjartans. — En yfir útsænum mikla englarnir syngja. — — Vér erum lítil og máttvana fyrir þessu stóra, sagði einn af vinum ykkar sjómanna við mig nýlega. En, það er einn, sem heyrir og aídrei neitar. — „Sæl og signuð sól Guðs náðar sér í svip vort sálarstríð. Hvað er Guðs um geima gröfin betri en sær? Yfir alla heima armur Drottins nær. Föllnu, horfnu sjómenn! Félagar ykkar allir minnast ykkar í þakklæti og með lotningu, ástvinir senda ykkur kveðjur hjartans og þjóðin öll blessar minningu ykkar. Blómsveigurinn, sem nú er lagður á leiði óþekkta sjómannsins, er tákn um innilega minningar- og þakklætiskveðju íslenzkra sjómanna nær og fjær til ykkar — ástvina ykkar — já, allra íslendinga. Vér minnumst yðar nú öll sameiginlega, vér, sem hér erum, þeir, sem eru úti um landið, og félagar yðar úti á hafinu — minnumst ykkar á hljóðustu stund sjómannadagsins og biðjum Guð að vaka yfir ykkur og ástvinum ykkar öllum. Minnumst þess, að „Yfir alla heima armur drott- ins nær.“ Drottinn blessi sjómennina, sem hurfu oss fyrir hafsbrún dauða. Friður guðs sé með þeim. Kæða Kjartans Thors, fulltrúa útgerðarmanna. Þetta ár, sem nú er senn hálfnað, mun áreiðan- lega verða talið eitthvert hið merkasta, er íslenzka þjóðin hefir lifað, allt frá því að land byggðist. Minn- ing þess mun fyrst og fremst ætíð verða landsins börnum kær, sem ár frelsisins — þess frelsis, sem okkar fámenna þjóð svo lengi hafði þráð og bar- izt fyrir, en henni er nú að hlotnast til fulls. En samfara þessu happaspori, hafa einnig verið stigin önnur skref fram á veg, sem eflaust eiga eftir að vekja aðdáun eftirkomenda okkar, og áreiðanlega verða talin nægilega merkileg, ein út af fyrir sig, til að brotið verði í blað í sögu þessa árs, þeirra vegna. — íslenzkir sjómenn! Einn þesara merkis- viðburða hefir nú einmitt farið fram hér í dag. Á ég þar við vígslu þessarar fögru byggingar, sem verða mun framtíðarmenntasetur þeirra, sem sjó stunda á komandi árum. Hér eru að sönnu aðeins að rætast ára gamlar og eðlilegar óskir sjómanna- stéttarinnar, en allt er þá líka með þeim myndar- brag, að lengi mun sómi að þykja. Þið fáið nú bráðum til umráða skólabyggingu, sem óhætt má fullyrða að verði einhver hin allra fullkomnasta og fegursta bygging þessa lands — og efast ég ekki VÍKINGUR 173
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.