Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Blaðsíða 29
KTINNI
Maður nokkur mætti konu á götu og ávarpaði
hana þannig:
„Fyrirgefið mér glámskygni mína; þegar ég sá
yður álengdar, hélt ég, að þér væruð frændkona
mín; þegar þér komuð nær, þekkti ég, að það voruð
þér sjálfar; en nú sé ég, að það er systir yðar, sem
ég hefi þann heiður að tala við.
Mazarin kardínáli, sem var stjórnarherraFrakk-
lands á dögum Lúðvíks 14., var hataður af almenn-
ingi og ofsóttur af rithöfundum, sem létu prenta um
hann ljótar sögur. Þótt honum raunar stæði þetta
á sama, lét hann eins og hann væri fokreiður, gerði
þessi rit upptæk og fékk þau þannig hækkuð í verði,
með því að allir vildu ná í þau. Síðan lét hann
heimulega selja fjölda þeirra og græddi á því mikið
fé. Hann hló dátt að þessu.
★
Einu sinni sté Nasr-ed-in í ræðustólinn í tyrk-
nesku musteri og ávarpaði söfnuðinn þannig: „Ó,
þér rétttrúaðir, vitið þér, hvað ég ætla að segja yð-
ur?“ „Nei,“ svaraði söfnuðurinn. „Það er þá ekki til
neins að ég tali við yður,“ sagði hann og fór ofan
úr stólnum. I öðru sinni fór hann upp í stólinn og
byrjaði ræðu sína með þessari sömu spurningu. „Já,
vér vitum það,“ svöruðu nú áheyrendurnir. „Fyrst
svo er,“ mælti hann, „hví skyldi ég þá vera að
segja yður það?“ Og svo var ræðan búin. Þegar hann
í þriðjá sinn sté í stólinn, höfðu menn komið sér
saman um, hverju þeir ætluðu að svara honum.
Þegar hann því spurði, eins og hann var vanur,
svöruðu þeir: „Sumir okkar vita það, en sumir
ekki.“ „Gott og vel,“ mælti hann. „Látið þá, sem
vita það, segja hinum, sem ekki vita það.“ Og þar
með var ræðunni lokið.
★
MaeDonald var eitt sinn staddur í veitingahúsi
einu í London; gekk þá einn af gestunum til hans
og bað hann um peningalán. „Hvernig getur yður
komið þetta til hugar?“ svaraði MacDonald; „ég
þekki yður ekki.“
„Það er einmitt þess vegna, að ég leita til yðar,“
mælti gesturinn, „því enginn, sem þekkir mig, vill
lána mér nokurn hlut.“
★
Einn af viðskiptamönnum Jóns borgaði ekki
reikninga sína. Jón sendi honum því eftirfarandi
bréf:
„Herra! Hver keypti mikið af vörum hjá mér og
borgaði ekki? Þér! Hver lofaði að borga eftir sex
mánuði? Þér! En hver borgaði ekki eftir sex mán-
uði? Þér! Hver er þorpari, þjófur og lygari? Yðar
einlægur Jón Pétursson.
VÍKINGVR
Um síldveiðitímann streymir vélskipaflotinn víðs
vegar að til Norðurlandsins, til þess að moka upp
síldinni, gullvægi þeirra hluta, sem gera þarf landi
og þjóð til góðs.
Meðal merkilegra auglýsinga í útlendum blöð-
um má telja þessa auglýsingu:
„Af því að svo margir deyja nú um stundir, læt
ég yður hér með vita, hvort sem þér heyrið til hinni
ensku biskupalegu kirkju eða eruð presbyterianar,
endurskírendur eða Sveðenborgarar, kvekarar, me-
toristar, lúterskir, kaþólskir eða mormónar, Partar,
Medar eða Elamitar, — að ég er boðinn og búinn
til að halda líkræðu við greftrun yðar. Verðið er
óvenju lágt, sem sé: 1. líkræða, sem flutt er í tíu
mínútur, viðhafanarlaus, en áhrifamikil, kostar 4
kr.; líkræða í 20 mínútur með 2 hjartnæmum vers-
um, kostar 4 kr. Ditto, með heilum sorgar-
sálmi og nöfnum allra eftirlifandi ástvina, 12 kr.
Ræða, sem stendur yfir í hálfan tíma eða lengur,
með áður töldum kostum og ábyrgð fyrir því, að
líkfylgdin gráti, 20 kr. Allt annað, sem til þessa
heyrir, fæst með gjafverði hjá Jeremías Hooper,
presti „hins þjáða bræðrafélags í Galveston".
★
„Má ég kyssa á hönd yðar, ungfrú?"
„Hvað? Er eitthvað að andlitinu?"
★
Á s/s Lakewood hafði yfirvélstjórinn þann leiða
vana, að skamma undirmenn sína blóðugum skömm-
um að ástæðulausu. Eitt sinn réðist á skipið kynd-
ari; var hann negri og var skráður á frá Baltimoor.
Gekk nú svo langa hríð, að meistarinn skammaðist,
og kyndarinn kynti og lét skammirnar lítt á sig fá.
Að lokum var kyndarinn að hreinsa einn eld á fýr-
plássinu, og var komin góð glóð, sem negrinn var
að laga til. Vindur vélstjórinn sér þá fram á fýr-
plássið og byrjar að skammast og bölsótast. Þegar
negranum fannst komið nóg, þreif hann í hnakka-
drembið á meistaranum, kastaði honum inn á fýrinn
og lokaði. — Vélstjórinn hefir ekki skammað negr-
ann síðan.
★
íri hrapaði út um glugga á 50. hæð. Er hann fór
fram hjá glugga á 30. hæð heyrðu menn hann tauta:
„Allt í lagi enn þá, 20 hæðir eftir.“
181