Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Blaðsíða 1
SJÓMANNABLAÐIÐ
U I K I H G U R
ÚTGEFANDI: FARMANNA- OU FIS KIM AN N AS A M B A N D íSLANDS
VI. árg. 6.-7. tbl.
Reykjavik, júni-júlí 1944
Fyrsti lýðveldisforsefi Islands
fslenzkt lýðveldi stofnað á Þingvelli að Lögbergi við Öxará. Merkustu og ógleymanlegustu dagar
í lífi nokkurs núlifandi fslendings, eru liðnir lijá. Allir hefðu forfeður okkar viljað vera í okkar
sporum og lifa þessa dýrðlegu daga, þessi aldaskipti í viðreisnarsögu þjóðarinnar. Núlifandi
fslendingar hafa öðlast mikið hnoss,
sem þeim ber skylda til að gæta
vel. Mikið happ er það þjóð vorri, á
þessum viðsjártímum, að í mestu virð-
ingarstöðu þjóðarinnar skyldi veljast
jafn víðkunnur og viðurkenndur sæmd-
armaður og Sveinn Björnsson. Allir
sanngjarnir og réttsýnir fslendingar
hljóta að viðurkenna, að betur gat eigi
tekist til, enda svaraði sá hluti þjóðar-
innar, sem að Lögbergi var hinn eft-
irminnilega dag, er forsetinn var val-
inn, með svo ógleymanlegri hrifning,
að betra svar gátu þingmenn þeir, er
greiddu atkvæði, eigi fengið, um það
að þeir hefði valið að vilja fólksins. Þar
sló hjarta þjóðarinnar og ótvírætt með
hinum nýkjörna forseta og lýðveldinu.
í nafni sjómannanna, sem skipa Far-
manna- og fiskimannasamband fslands,
árna ég herra forsetanum allra heilla,
gleði og hamingja verði lilutskipti lians.
Heill fylgi störfum lians fyrir okkar
kæra föðurland. Á. S.