Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Page 21
og svo hefur hin snögga þrýstiaukning skaðleg
áhrif á ýmsa hluti mótorsins, einkum legin.
Fyrir hendi eru margar einkaleyfisverndaðar
úrlausnir á því, hvernig eigi að ná „mjúkum
gangi“ með beinni innspýtingu eldsneytisins,
t. d. með því að nota innspýtingu á tveimur stöð-
um. En þetta reyndist þó ekki svo auðvelt, og
uað er ekki fyrr en nú hin síðari ár að tekizt
G. mynd. Atlas-Diesel’s bylgjudempari í olíuþrýstipípu.
7. mynd. Atlas-Diesel’s eldsneytisloki.
hefur að ná takmarkinu með einföldum búnaði,
án þess að draga úr sparneytni og án þess að
olíu-,,spíssarnir“ stíflist.
Erfiðleikinn lá í því, að geta náð hægri
brennslu, án þess að gasið, sem fyrst myndað-
ist, næði til fjarlægari staða í strokknum og
með því truflaði lokainnspýtinguna og aðal-
brennsluna, sem fer fram í útjöðrum bruna-
hólfsins. Jafnframt varð að gæta þess, að skil-
yrði til þess að hindra „leka“, væru fyrir hendi.
Það var engri tilviljun að þakka, að það tókst,
án þess að missa gangmýkt eða í sparneytni, að
brenna olíurn með „Cetantal“ allt niður í 20.
Árangur af margra ára tilraunum er líka sá.
að nú er hægt að nota sömu ,,spíssa“ fyrir allar
tegundir af olíu. Með öðrum orðum, það hefur
tekizt með sérstökum umbúnaði að bæta úr þeim
truflunum, sem „hægbrennsla“ veldur. Þessi
umbúnaður, sem er sýndur á mynd 6 og 7, er
bylgjudempari. í honum er tvöfaldur loki, sem
hleypir bylgjunum í olíuleiðningunni fram hjá
og hindrar að þær endurkastist á þrýstilokann.
Ennfremur eldsneytisloki, sem opnar við olíu-
þrýsting sem er aðeins hærri en það, er sam-
anþjappaða gasið nær í strokknum, en snögg-
lokar síðan við þrýsting, sem er allmikið hærri
in mesti brunaþrýstingurinn.
Mynd 8 sýnir sveiflulínur í olíu-þrýstipípum.
Efri myndin er af gamla innspýtingskerfinu
með „hraðbrennslu“, en sú neðri sýnir hvernig
brennslan verður með bylgjudamparanum á
mynd 6 og eldsneytislokanum á mynd 7. Þá sýn-
ir 9. mynd samtímis teknar sveiflulínur úr
brennslurúminu.
f hraðgengum tvígengis-Dieselvélum með til
baka skolun, veldur smurolían erfiðleikum, sem
menn eru að mestu lausir við í öðrum tegundum
Dieselvéla. Við lágan meðalþrýsting er út-
streymishitinn tiltölulega lágur, og aukið skol-
loft í tómgangi og litlu álagi kælir strokkinn
verulega. Getur þetta að vísu verið kostur, en
hefur þó þann ágalla, að olían, sem berst með
útstreymisgasinu, brennur ekki, en safnast fyr-
ir í útstreymisopum og pípum og getur komið
þar að stað „eftirbrennslu“. Það er því mjög
áríðandi að hafa góða skraphringi. En þó olíu-
notkunin sé ekki meiri en 1 g/EHKT, safnast
olíuskán í útstreymisopin ef vélin gengur lengi
með litlu álagi. Til þess að koma í veg fyrir
þetta, notar Atlas-Diesel einskonar mótstöðu
(Drövleorgan) í þrýstileiðningu skolloftsblásar-
ans, sem er stjórriað af olíudælustillinum í sam-
bandi við álag vélarinnar. Á þennan hátt er
hægt að fá nálega jafnan útstreymishita þó
álagið breytist, en með því losnar maður við
olíulagið í útstreymisopunum. Þessi umbiuiað-
ur, sem einungis er nauðsynlegur við jafnan
hraða, hefur ennfremur þann kost, að orku-
þörf skolloftsblásarans fellur með meðalþrýst-
ingnum.
J)
er r
J)
8. mynd.
D
D
9. mynd
8. mynd. Sveiflulínur ur olíuþrýstpípu. Efri myndin:
Gamals innspýtingakerfi. Neðri myndin: Atlas-Diesel’s
innspýtingarkerf i.
9. mynd. Sveiflulínur ur brunarúminu. Efri myndin:
Gamalt innspýtingarkerfi. Neðri myndin: Atlas-DiesePs
innspýtingarkerfi. Línurnar D—D sýna Topp-dauða-
punktinn.
Með þessum búnaði hefur Atlas-Diesel tekizt
í stórum og meðalstórum vélum án „þrýstilofts-
ýringar“ að vinna með 8 kg./em.2 mældum með-
alþrýstingi, og svarar það til 6.5 kg./cm.2 virk-
V I K I N □ U R
53