Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Page 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Page 25
tfrchJeh AkipAtjcri Saga eftir Jul Nerland. Ragnheiður Vigfúsdóttir þýddi. Aronsen skipstjóri var undarlegur karl. Útlit hans vakti hjá manni þá hugmynd, að síðasta hálf öld væri enn óliðin, að hann væri eins konar fornleifar frá tíma skútualdarinnar. Að einu leyti minnti hann hins vegar á einhverja æðri apategund, — því engin núlifandi mannvera af hvíta kynþættinum gat státað af ríkulegri hárvexti en Aronsen skipstjóri, enda gerði hann í því efni enga tilraun til að ávinna sér útlit kristilegs fólks. Hið snjóhvíta hár flæddi niður um axlir hans eins og foss í vorleysingum, — og skeggið, — jafn fannhvítt, — féll í óstýrilátum bylgjum niður fyrir hið breiða brjóst. Þannig hugsar maður sér einmitt hina fornu víkinga: Um sex fet á hæð, með brjósthol, sem virtist myndi rúma heila sýrópstunnu, handleggi eins og gild- ar furugreinar, bláeygður, og svo stálhvasst augnaráðið, að líkast var sem gæti maður skorið sig á því. Ekki var örgrannt um að þeir brostu í laumi, nýsveinarnir, sem komu um borð í ,,Maríu“ og sáu skipstjórann í fyrsta sinn. En þeir vöndust brátt af að hlæja. Því að þótt Aronsen væri nokkuð sérstæður útlits, gat eng- inn um hann sagt að hann kynni ekki sitt verk. Aronsen skipstjóri var sjómaður, — sjómaður af lífi og sál, og brást aldrei sú list að stjórna skútu undir seglum. En á gufuskipum hafði hann mestu skömm. „Þessir bölvaðir fýludall- ar“, sagði hann. „Eitt reykhaf hvert sem iitið er. Nei, slíkt eru ekki skip handa sjómönnum. Meðan gufudallurinn spýr frá sér kolsvörtum mekkinum, svífur seglskútan skínandi hrem á öldum hafsins, yndisleg eins og ungmær, sem stígur dans við unnustann“. Og hann hrækti íyrirlitlega í átt til næsta gufuskips. Gamla „María“ klauf öldur Atlantshafsins á norðurleið frá Ástralíu. Enginn mannlegur máttur gat knúið Aronsen skipstjóra til að leggja leið sína um Suezskurðinn. Hann og „María“ máttu til að heilsa upp á Góðrarvon- arhöfðann í hverri ferð. Skæðar tungur sögðu, að á yngri árum hefði hann átt ótrúa unnustu í Höfðaborg, og að hann rifjaði þá upp gamlar minningar í hvert sinn hann sigldi þar hjá. En fólk skrafar nú svo margt, sem ekki er mark á takandi. Skútan var hvítfáguð eins og vanalega, — hún hafði aldrei sézt öðruvísi en nýþvegin alla þá tíð, sem Aronsen hafði verið skipstjóri. Alls- staðar var tandurhreint, skipsdrengirnir fengu ekki færi á að skilja eftir eitt einasta skot við hinar daglegu hreingerningar. Gufuskip þau, er á suðurleið voru, sigldu eins nálægt „Maríu“ og hægt var, þau urðu að fá að virða fyrir sér þessa ævintýralegu, hvítu draumsýn, er sveif þarna beint inn í kvöld- roðann. Ferðin hafði heppnazt vel að venju. Aronsen V I K I N G U R 57

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.