Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Blaðsíða 6
Óðinn, sem gat annazt landhelgisgæzluna. Hinsvegar var vitað, að erlendra togara í hundraðatali var von á fiskimiðin ki'ingum landið. Til þess að nokkur mögu- leiki væri til að takast mætti að verja landhelgina og veiðarfæri sjómanna fyrir ágengni hins væntanlega út- lenda togaraflota, var óhjákvæmilegt að fjölga varð- skipunum til stórra muna. Og þai' sem engir möguleik- ar voru á því að fá varðskip byggð í tæka tíð, voru ekki ' önnur ráð en að reyna að leysa málið í bili með því að kaupa eða leigja tilbúin skip. Þannig litu málin út, þeg- ar möguleikar opnuðust fyrir því að fá hraðbáta keypta frá brezka sjóhernum. Það var vitað, að hér var um að ræða gerð skipa, sem sjómenn hér. heima höfðu enga reynslu af. Hinsvegar var það vitað, að bátar þessir höfðu verið í ferðum á Norðúrsjónum og reynzt vel, enda þótt sjólag sé þar oft'sízt betra en hér við land. Líka var það vitað, að Bretar og Ameríkumenn höfðu báta af sömu gerð hér við land, meðan á stríðinu stóð, og notuðu þá í ýmis konar hernaðai'aðgerðum meðfram ströndum landsins. Voru þeir bátar þó um 50 smálestum minni en þeir, el' hér um ræðir. Einnig var það vitað, að bátar af sömu gérð ög sízt stærri eru notaðir til landhelgisgæzlu við ; Sþá-n,' Portúgal, írland, England og víðar. Þann kost höfðu bátarnir, sem telja verður þýðingarmestan, þeg- ar um varðskip er að ræða, að þeir voru ganghraðir. Bátarnir fengust fyrir lágt verð, og má í því sambandi geta þess, að vélar og áhöld í bátunum hafa verið virt af fagrrianni fyrir nálega helrpingi meira en bátarnir kostuðu. Að öllu þessu athuguðu var ekki annað sjá- anlegt en að hér væri ekki eingöngu um nothæf varð- skip að ræða, heldur á margan hátt heppileg. Og af því að hér var við völd athafnasöm ríkisstjórn, sem hafði vilja á því að leysa þetta aðkallandi vandamál á sem beztan hátt, voru bátarnir keyptir. / Varðbátarnir. Eins og áður er sagt, eru bátar þessir af annari gei'ð og byggðir á annan hátt en þann, sem tíðkast hér á landi. Bátarnir eru um 148 tonn hver og byggðir þann- ig, að súð og þilfar er úr tvöföldu mahogny með vatns- þéttu efni á milli. Innan á súð koma langbönd, sem ná á milli stafna. Innan á langböndin kemur svo stei'kleg stálgrind. Allur saumur er úr kopar, fjögur vatnsþétt skilrúm eru í hverjum bát, og er það langt fram yfir það sem þekkist hér heima. Virðist mjög vel og vand- lega frá öllu gengið og sérstaklega gott efni alls staðar. Ér auðséð, að allt kapp hefur verið lagt á að gera bát- aua sem léttasta. Hver bátur hefur þrjár skrúfur og þrjár aðalvélar, sem geta framleitt allt að 3 þús. hest- öfl, og geta þeir með því gengið 24—25 mílur á klukku- stund. Má fullyrða, að skip af sömu stærð, byggð eftir islenzkum smíðareglum, mundu hristast í sundur fyrir helmingnum af því vélarafli, sem hver varðbátur hefur og þó ekki ganga meira en 11—12 mílur á klukku- stund. Þegar skip er á ferð í stórsjó og æðandi alda kem- ur að því skeður annað af tvennu: Skipið lyftir sér upp á ökluna eða þá að aldan brýtur yfir það, og skemmir þá venjulega meira og minna af því, sem fyr- ir verður. Vill svo oftast verða með þungbyggð skip, meðan léttbyggðu skipin hafa alla möguleika á að lyfta sér yfir ölduna. Þess vegna er það, að þungbyggðum skipum er ætíð meiri hætta búin í sjógangi en þeim létt.- byggðu. Gott dæmi upp á þetta eru sementsskipin svo- kölluðu, sem voru byggð 1918. Súðin á þeim var marg- ar tommur á þykkt og hefði sjálfsagt fallið í smekk manna hér heima, en skipin reyndust svo þung og stöð- ug, að sjór gekki svo mikið yfir þau, að þilfarshús brotnuðu, enda þótt þau væru úr afar sterkum stálplöt- um. Varð af þessum sökum að hætta við hin þungu og traustu skip. Reynslan hefur ætíð sýnt, að léttbyggðu skipin kom^st leiðar sinnar, þó að hin þungu skip kom- ist það ekki. Þegar farið var að byggja skip úr járni, voru fyrst hafðar í þau þykkar járnplötur. Svo komu hinar þunnu og léttari stálplötur, og stöðugt er unnið að því að gera efnið þynnra og léttara. Fjöldi skipaverkfræðinga hjá hinum stóru siglingaþjóðum vinna að því að finna létt efni í skip og endurbæta lagið á þeim, til þess að þau lyfti sér sem bezt yfir öldurnar, og nái sem mestum hraða. Má segja, að síðasti árangurinn af þessari við- leitni skipafræðinga séu hinir svokölluðu hraðbátar. Er fullyrt, að þeir geti farið ferða sinna í hinum verstu stórviðrum, vegna þess hvað þeir eru léttir og fljóta þar af leiðandi vel yfir öldurnar, og varðbátarnir nýju eru einmitt nýjasta og stærsta gerð þessara hi’aðbáta. Þegar við berum samaU þróunina í skipabygg-ingar- málum hér heima og það, sem gerzt hefur í því efni erlendis, finnst mér vér standa ærið höllum fæti í þeim samanburði. Vér getum að vísu byggt skip upp í 200 lestir, en aðeins úr tré. Aðferðin við bygginguna og lagið á skipunum er svipað og var fyrir aldamót. Bönd- in í skipunum eru höfð sver og með litlu millibili. Ut- an á þau og innan á er svo sett 2—3 þuml. þykk súð og þétt boltað í gegn með járnboltum. Allt er þetta úr eik eða álíka þungu efni. Yfirleitt er kapp lagt á að allt efni sé sem sverast, en minna hugsað um gæði þess. Legufæri eru þannig, að 50 lesta bátar verða að dragast með margar smálestir af keðju fremst í skip- inu, alveg að óþörfu, því léttur vír kæmi að jafngóðum notum. Bátarnii' verða eins konar eintrjáningar, ósveigj- anlegir og þungir, sem sjór gengur yfir, en til þess að draga úr sjógangi á þilfari hafa upp á síðkastið verið settir hvalbakar á flesta bátana, sem auðvitað þyngja þá enn meira niður. Þegar hraðinn þótti of lítJ- ill, voru nýjar og aflmiklar vélar settar í gamla báta, sem auðvitað hristu þá fljótlega í sundur, en hraðinn jókst lítið. Er nú algengt að setja það stói'a vél í fiski- báta, að 3—4 hestöfl séu á hverja smálest, en bátarnir gengu lítið sem ekkert betur fyrir það, af því að bygg- ingarlagið leyfir það ekki. Þá var það ráð tekið að minnka bátana í sjó, gei'a línurnar fínni eins og það er kallað, en þá fóru þeir að verða valtir, og við það þættust auknar kröfur og aukin þægindi fyrir ski])- verja á þilfari, sem þýddi meiri yfirbyggingu. Útkoman er því orðin sú, að flestir hinna nýrri fiskibáta eru of þungbyggðir, of rýrir í sjó, en hafa alltof stóra yfir- byggingu, og eru þar með illa sjófærir nema með því að setja í þá mikla kjölfestu, og mun nú algengt að setja mörg tonn af sementsteypu í botninn á bátunum til þess að vega á móti hinni miklu yfirbyggingu, og eru þeir þá orðnir áþekkir hinum umtöluðu sements- skipum. Leikur grunur á, að sorgleg slys hafi af þess- um missmiðum hlotizt, og væri- óskandi, að ekki ættu eftir að hljótast fleiri. 70 V I K I N G U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.