Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Blaðsíða 63
Alyktanir
9. fAinyi 5
(Frh.)
f7m sófii sjávarafuröa.
9. þing F.F.S.I. lýsir óánægju sinni yfir því að ríkis-í-
valdið hefur ekki gefið F.F.S.Í. kost á því að tilnefna
mann eða menn til þess að standa að samningum þeim
við útlönd, er gerðir hafa verið um sjávarafurðir. Telur
þing sambandsins það fjarstæðu, að aðalframleiðend-
urnir fái ekkert að segja um þau mál, og virðist mega
skoða það sem lítilsvirðingu ríkisvaldsins á sjómanna-
stéttinni. Bændum landsins er gefinn óskoraður rétt-
ur til að verðsetja sínar afurðir, þó að skapað sé með
því ósamræmi í verðlagsákvæðum neyzluvara og aukin
dýrtíð í landinu. En sjómaðurinn fær ekki að hafa til-
lögurétt um sölu afurða sinna utanlands eða á inn-
lendum markaði.
Þetta ástand getur ekki ríkt lengur, að dómi F.F.S.Í.
og gerir 9. þing F.F.S.I. þær kröfur til ríkisvaldsins
að framvegis verði F.F.S.Í. gefinn kostur á að tilnefna
mann eða menn í þær nefndir, er fara með samninga-
gerðir um sölu sjávarafurða, og annara þeirra mála,
er varða sjómannastéttina.
Friðun Faxaflóa.
9. þing F.F.S.Í. skorar á ríkisstjórnina og Alþingi að
hlutast til um að Faxaflói innan beinnar línu frá
Garðskagavita að Malarrifsvita, verði fi'iðaður fyrir
botnvörpu- og dragnótaveiðum og öðrum tilsvarandi
veiðarfærum. Að séð verði fyrir fullkominni gæzlu á
hinu friðaða svæði og vísindalegar rannsóknir verði
framkvæmdar á því sviði, í samráði við fiskifræðinga,
svo að gengið verði úr skugga um, hvert gildi friðun-
in hefur fyrir uppeldi nytjafiska. Ennfremur skorar
9. þing F.F.S.Í. á ríkisstjórn og Alþingi að hlutast til
um, að rannsakað verði hvort ekki séu hér möguleikar
fyrir hendi um ræktun og uppeldi Jiytjafiska, hliðstæða
því, sem fram hefur farið að undanförnu í' Skotlándi.
9. þing F.F.S.Í. álítur nauðsynlegt að Faxaflói verði
friðaður nú þegar, innan landhelgi, fyrir dragnót og
hverskonar botnsköfu. Ennfremur önnur þau svæði
innan landhelgi, verði friðuð um ákveðið árabil, er
sérfræðingar okkar álíta beztu uppeldissvæði fyrir ung-
viði nytjafiska vorra.
Þingsálylctun um sameiginlegan borgararétt á
Norðurlöndum. Mótmseli,
9. þing F.F.S.Í. mótmæir því eindregið, að ákvæði
það um sameiginlegan borgararétt, sem staðið hefur í
sambandslagasáttmálanum við Dani, verði látið gilda
framvegis, og skorar á hið háa Alþingi og ríkisstjórn
að fela samninganefndinni að fella það burtu. Þingið
lýsir því sem ákveðinni skoðun sinni, að íslenzk land-
helgi eigi að vera fyrir íslendinga einvörðungu.
Matreiðsluslcóli fyrir sjómenn.
Áskorun um að stofnaður vei'ði fullkominn mat-
reiðsluskóli fyrir sjómenn við hinn nýja Sjómanná-
skóla.
Tillögur Henrys Hálfdánarsonar, sem fyrir lágu voi'U
samþykktar með nokkrum orðbreytingum, í þessari end-
anlegu mynd:
Við hinn nýja Sjómannaskóla verði stofnaður full-
kominn matreiðsluskóli. Skipaður verði skólabryti, er
hafi þar með höndum kennslu í sambandi við heimavist-
ir nemenda. Aðrir kennarar í þessum fræðum verði
skipaðir eftir því sem þurfa þykir.
Að matreiðslunemendum við skólann, verði fyrir ut-
an allan algengan matartilbúning; kennd næringarefna-
fræði, hagnýting matvæla, færzla búreikninga og leið-
beiningar um haganleg innkaup á hinum ýmsu nauð-
synjum. Einnig verði sárstök áherzla lögð á þrifalega
umgengni í búri og eldhúsi og snyrtimennsku við
framleiðslu.
Radtoskóli Islands.
Nefndin tók til athugunar tillögur Henrys Hálfdán-
arsonar um Radíóskóla íslands. Tillögurnar samþykkt-
ar með nokkrum breytingum, í svohljóðandi mynd:
9. þing' F.F.S.Í. ályktar að skora á hæstvirta ríkis-
stjórn og Alþingi að stofnaður verði riú þegar og rek-
inn af ríkinu, Radíóskóli íslands. Skóla þessum skal
ætlaður staður í hinum nýja Sjómannaskóla, eins og ráð
hefur verið fyrir gert. Nú þegar skal svo fyrir séð,
að minnsta kosti 1 herbergi í skólanum verði innréttað
með þeim leiðslum og öðrum útbúnaði er nauðsynlegur
er talinn fyrir slíka kennslu og við skólann ráðinn 1 fast-
ur yfirkennari. Sé hann loftskeytafræðingui' að mennt-
un eða hafi lokið fyrsta flokks loftskeytaprófi, sam-
kvæmt alþjóðalögum og starfað sem loftskeytamaður,
að minnsta kosti í 3 ár við viðurkennda loftskeytastöð.
Þessi fasti yfirkennari skal jafnrfamt verða skólastjóri
skólans. Aðrir kennarar við Radíóskólann skulu ráðnir
eftir þröfum, enda hafi þeir til þess fulla reynslu og
kunnáttu.
Fastir kennarar við Sjómannaskólann skulu eftir
því sem við verður komið, kenna í ýmsum sérgreinum
skólans, sem sérmenntun þeirra nær til. Pi'ófskilyi'ði
loftskeytamanna úr Radíóskólanum séu hin sömu og
krafizt er að alþjóða lögum, sem ísland er aðili að.
Námstíminn sé miðaður við, að tveggja vetra nám
þurfi til að standast próf sem annars flokks loftskeyta-
maður,fcen þriggja vetra nám til að útskrifast sem 1. fl.
loftskeytamaður, enda verði kennslunni þannig hagað,
að nemendur öðlist að námi loknu fullkomin útvarps-
virkjáréttindi. Til að fá inntöku í skólann skulu vænt-
anlegir nemendur hafa lokið hinu almenna gagnfræða-
prófi eða hliðstæðri menntun, eða uppfylla önnur þau
skilyrði, sem krafizt er við íslenzka framhaldsskóla.
Radíóþjónusta.
9. þing F.F.S.I. beinir þeirri eindregnu áskorun til
hæstvirtrar ríkisstjórnar, að hún beiti sér fyrir því,
að hraðað verði sem mest framkvæmdum varðandi
radíóþjónustuna og hlustvörzluna kringum strendur
landsins, á þeim grundvelli er settur hefur verið fram
af F.F.S.I., Slysavarnarfélagi íslands ög sem milli-
þinganefnd Alþingis, er falið var að semja heildai'kei'fi
V I K I N □ y R
127