Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Blaðsíða 9
Áhugi sumra sjómanna við aflabrögð er ein- stakur, og getur hann lýst sér með mörgu móti. Ég þekkti til dæmis skipstjóra, sem alltaf var glaður, þegar veiði var léleg, gekk þá langdekks — sem kallað var — og söng við raust, en und- ireins og fiskur varð ör, varð skipstjóri þessi óður og upvægur, hafði allt á hornum sér og þótti enginn maður nýtur; svo var honum mikið í mun að sem bezt notaðist tíminn. Um áhuga togaraskipstjóra eru til margar sögur og sumar skrítnar. Hér er ein, sem er nokkuð sérstæð, og veit ég á henni fullar sönnur: Eitt sinn var það, að skipstjóri, sem var mjög mikill aflamaður, komst í mannahrak. Það var fyrir þær sakir, að hann hafði ætlað sér á síldveiðar, en hætt svo við, þar eð gnægð var af stórum fiski, en hins vegar auðvitað undir hælinn lagt, hvort síldin mundi verða í handraða. En nokkrir af mönn- um hans voru búnir að fastráða sig í skiprúm til hausts, þegar hann ákvað að halda áfram að veiða þorsk í salt. Þegar síldveiðin hófst, reyndist ekki unnt að fá vana háseta í skarðið fyrir þá, sem fóru, og varð skipstjóri að ráða menn, sem engir höfðu verið á togurum, og sumir höfðu aldrei á sjó komið..*Þá er skipinu hafði verið stýrt á fiskimið og farið var að toga, var mönnum skipað til starfa. Skipstjóri var vanur að standa á stjórnpalli og leggja á sig miklar vökur við veiðarnar, en þegar liann hafði um hríð horft á vinnubrögð nýliðanna við fisk- aðgerð, stundi hann þungt og lengi og mælti síð- an — helzt að heyra þjáður: — Æ, ég þoli ekki að horfa á þetta! Það get- ur eyðilagt mig fyrir hjartanu! Hann fór svo niður og lagði sig, og hann var lítið í brúnni í þessari veiðiför. Hann þótti geta hottað á menn sína, en nýliðana lét hann samt hreinlega afskiptalausa — eða svo til. En þegar komið var í höfn, afskráði hann þá eins fljótt og við varð komið og ráðlagði þeim að spyrjast eftir því, hvort ekki vantaði vökukonur á Landa- kotsspítala, sem þá var eini spítali bæjarins. Skipstjóri lét svo úr höfn án þess að hafa fulla skipshöfn. — Nú er gott og rúmt á skipinu, sagði hann, þegar komið var út í sjó. Ekki heyrðist hann minnast á hjarta sitt það sem eftir var sumars, og lagði hann þó óvenju hart að sér við vökur. ★ Gamall skútuskipstjóri vestra var áhugamað- ur mikill og hörkutól með afbrigðum. Það var svo eitt árið snemma í aprílmánuði, að skip hans lá á fiski og hann og aðrir stóðu við færi. Veð- ur var kalt, en þó hægviðri. Fiskur var tregur, en eftir því sem leið á vaktina, jókst frostið. Fóru þá sumir hásetarnir að berja sér sem ákaf- ast. Þegar skipstjóri hafði horft á þessar að- farir um hríð, þar sem hann stóð sjálfur og dorgaði og hamaðist eins og hans var vandi, mælti hann hátt og af móði miklum: — Andskoti getur verið að sjá til ykkar, pilt- ar! Ég skammast mín fyrir ykkur alla leið nið- ur í kjöl! Er það nú vinnulag og herkja! Að þetta skuli vera Islendingar! Þið ættuð að sjá Franzmenn, uppalda í svoleiðis hita, að þar þarf ekki annað en setja kaffikönnuna út í sólina til þess það bullsjóði á henni eftir nokkrar mínút- V í K I N G U R 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.