Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Blaðsíða 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Blaðsíða 41
JAFET SIGURÐSSON m uinnujCirorc Jafet Sigurðsson skipstjóri andaðist að heimili sínu, Bræðraborgarstíg 29, hinn 7. des. síðastliðinn. Hann var fæddur að Pálsbæ á Seltjarnarnesi 3. ág. 1874. Foreldrar hans voru þau Sigurður Einarsson frá Bollagörðum á Seltjarnarnesi, alkunnur heppnisfor- maður á sinni tíð, og Sigríður Jafetsdóttir kona hans. Þau hjonin hófu fyrst búskap sinn á Pálsbæ, en flutt- ist síðar að Seli í Reykjavík. Snemma hneigðist hugur Jafets að hafinu, og byrj- aði hann að róa með föður sínum um fermingu eins og siður var í þá daga. En hugur hans leitaði lengra út á víddir hafsins, en hann átti kost að kynnast af opnu skipi, sem var staðbundið við verstöð sína. Skútuöldin var um þetta leyti að hefja innreið sína á 'Suðurlandi. Opnaðist þar með ungum mönnum leið til meiri frama á sjónum en áður hafði þekkzt síðan siglingar lands- manna 'hinna fornu liðu undir lok. Jafet Sigurðsson var einn hinna ungu manna, sem fluttu sig yfir á þilskipin, og stundaði starf sitt á þeim í nokkur ár. Gekk síðan á Sjómannaskólann í Reykja- vík og tók þaðan burtfararpróf árið 1897. Árið 1898 hófst fyrst skipstjórn Jafets. Réðist hann þá skipstjóri á skozkan bát, sem Böðvar Þorvaldsson kaupmaður á Akranesi átti, og hét „Björn“. Næsta ár réðist hann til Th. Thorsteinsson kaupmanns í Reykja- vík og sigldi lengi á útveg hans, sem skipstjóri. Og hjá fleiri útgerðarmönnum starfaði hann. Einnig sigldi hann'skipum milli landa. Árið 1900 giftist Jafet Guðrúnu Kristinsdóttur, hinni mætustu konu. Hún lézt árið 1938. Þau eignuðust þrjú mannvænleg börn, tvær dætur og einn son. Þau eru öll gift og búsett hér í bænum. Gróa, gift Ásmundi Ás- Frá þesum stöðum er stundum sagnafátt til al- þjóðar, en hitt vita þeir, sem reyna, að „hollt es heima hvat“. Og þegar rætt ^r um róðurinn á þjóðarskút- unni gegn um brim og boða örðugleikanna, get- ur fólkið í strjálbýlinu víðsvegar um landið tek- ið sér í munn hið fornkveðna: Eigi mun skut- urinn eftir verða, ef allvel er róið fram í. (Erindi þetta er ritað haustið 1940 og flutt þá í útvarp). mundssyni, bakarameistara, Sigríður, gift Ólafi Magn- ússyni húsgagnasmið og Sigurður verzlunarm., giftur Ástu Guðmundsdóttur. Fyrir mörgum árum síðan, meðan Jafet stundaði enn sjóinn, reistu þau hjónin verzlun í húsi sínu, Bræðra>- boi'garstíg 29. Annaðist Guðrún kona hans rekstur verzlunarinnar í fjarveru manns síns. En þegar Jafet lét af sjómennsku hvarf hann að verzlun sinni, og stundaði hana sem atvinnu allt til dauðadags. Jafet Sigurðsson var heppinn maður og aflasæll, einkum fyrri hluta skipstjórnartíðar sinnar’. Hann var og frækinn sjómaður og kunni vel skil á öllu því, er að sjómennsku laut og hafði gott vald bæði á skipi og mönnum. Til þess var tekið, hve fallega (eða faglega) hann lagði skipi sínu í lagi í höfhum. Á dögum Skútu- aldarinnar var það oft miklum vanda bundið að fá góðan legustað fyrir skip á Reykjavíkurhöfn um ver- tíðamót, einkum á Lokadag og um Jónsmessu. Skipin voru þá bundinn þessum vertíðarmótum af ýmsum á- stæðum. Þau hrúguðust því til heimahafna sinna á nokkrum dögum. Þau, sem fyrst komu til hafnár, tóku eðlilega ætíð bezta legustað, en þau, sem síðast komu, áttu ætíð um lakasta legustaðinn að velja. Það þótti því ekki greitt aðgöngu fyrir síðustu skipin, sem komu til Reykjavíkurhafnar undir áður umgetnum kringum- stæðum. Höfnin full af skipum, allt frá Öffersey að vestan og inn á Rauðarárvík að austan og út á miðja ytri höfn að norðan, en skammt undan bryggjunum lá fullt af uppskipunarbátum, og skipin, sem grynnst lágu, rétt utan við þá. Það var því sem i myrkan skóg sæi að sjá yfir höfnina, skip við skip og skipamöstrin eins og stór tré í skógi. Forðast varð það, að leggjast of nærri skipi, því þá gat þeim slegið saman og þau brot- ið hvert annað. Einnig var mikil hætta á að sigla inn í þvöguna, því það gat orsakað hroðalega ásiglingu, því ekki voru skrúfur og vélar í skipum þessum, til þess að stilla gang þeirra, áfram eða aftur á bak. Sigla Varð á seglavængjum þöndum, og með því varð að reikna afstöðu alla. En um Jafet er það að segja, að hann var maður skjótráður og því fljótur að taka af- stöðu til hlutanna og gjöra sér grein fyrir þeim. Það gilti því einu hvernig á stóð, þegar hann kom á skipi sínu að höfninni. Hann sigldi og smaug í gegnum alla skipaþvöguna og tók ætíð góðan legustað á höfninni. Fáir munu þetta hafa eftir honum leikið, og það sýnir mikla hæfni mannsins í hlutverki sínu. Jafet var margt vel gefð. Hann var greindur maður og glaðsinna. Lundin var ör, hann gat því verið skjót- ur að skipta skapi ef svo stóð á. Hann hafði kýmni- gáfu ágæta, var hnyttinn í orðum flg orðheppinn á hvern veg sem var, og missti aldrei marks. Hann sagði sögur og sagði vel frá, og lék þær oft um leið. Hann var söngelskur eins og hann átti kyn til. Hann gat komið öllum í gleðiskap, því það var dauður maður, sem ekki gat að honum hiegið, þegar honum tókst upp, eins og það er kallað. Jafet Sigurðsson var einn hinna mörgu, sem að því unnu æfiskeið sitt, að leggja steina í undirstöðu þessa bæjar og þessa þjóðfélags, og hann var einnig með í því að byggja ofan á þann grunn. Nú er hann horfinn úr þessum jarðheimi — já, svona er lífsins saga, „vin- ir berast burt með tímans straumi og blómin fölna á einni hélu nótt“, kvað listaskáldið góða. V í K I N G U R 1G5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.