Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Blaðsíða 48
MAGNUS E. SIGURÐSSOIM
SKIPSTJORI
m
inninaai'orc
Hann andaðist á Landsspítalanum 2. febrúar
síðastliðinn.
Magnús heitinn var Vestfirðingur að ætt,
fæddur á Suðureyri við Súgandafjörð 12. júlí
1918. Foreldrar hans voru Sigurður Hallbjörns-
son skipstjóri og útgerðarmaður og Ólöf Guð-
mundsdóttir kona hans. Var Magnús elstur
barna þeirra.
Magnús hóf snemma sjómennskuna. Sumarið
1923 var hann á reknetaveiðum með föður sín-
um á vélbátnum Skírni, þá aðeins 10 ára að
aldri, og sumarið eftir á m.b. Hermóði, en Sig-
urður hafði þá tekið við skipstjórn á þeim bát.
Árið 1927 fluttist Magnús heitinn með for-
eldrum sínum að Akranesi, þá á fermingaraldri.
Var hann það sumar á síldveiðum við Norður-
land með föður sínum, og upp frá því til árs-
ins 1934, er hann tók við skipstjórn á m.b. Báru.
Var hann þá rétt um tvítugt. Magnúsi fór
skipstjórnin vel úr hendi, og minnist ég sér-
staklega hinnar stöku reglusemi lians, sem var
öðrum til fyrirmyndar. Fyrir fjórum árum
kenndi hann sjúkleika, sem varð þess valdandi,
að hann varð að hætta við sjóinn. Gerðist hann
þá verkstjóri hjá föður sínum og gegndi þeim
starfa meðan heilsan leyfði.
1 ti
Ijj ■Ef; • 3
Magnús var einn af stofnendum Skipstjóra-
og stýrimannafélagsins Hafþór á Akranesi. Var
hann traustur og góður félagi, og þökkum við
félagar hans fyrir samstarfið.
Árið 1934 kvæntist Magnús eftirlifandi konu
sinni, Fanneyju Tómasdóttur, og eignuðust þau
fjögur börn, sem öll eru á unga aldri, hið elzta
13 ára en hið yngsta 6 mánaða. Magnús var sér-
staklega góður og umhyggjusamur heimilisfað-
ir. Hefur því sorgin orðið sár á heimili hans,
þar sem hann var kallaður svo skjótlega á brott.
En guð læknar allt og einnig sorgar sárin.
Blessuð sé minning þín.
Þökk fyrir samstarfið.
B. G.
Þjóðverjinn glotti og sneri sér frá. Bragðið liafði
heppnast. En áhættan hafði verið mikil, því enginn
hinna frönsku verkamanna sem viðstaddir voru, gat
komizt hjá að heyra hve frönsku-framburður hani var
hræðilegur. En smátt og smátt komst hann sér til hug-
arhægðar að raun um að engir svikarar höfðu verið
meðal vinnufélaga hans.
Þeir strituðu í þrettán langar klukkustundir sam-
fleytt. Þegar vinnan loks tók enda hafði Cain fengið
hroðalegan bakverk, og húðin á höndum hans var tætt í
sundur. En hans verki var ekki enn lokið.
Það leið að kvöldi. Kapteinninn beið unz almyrkt var
orðið. Hann reikaði um úti og skoðaði sig um. Það var
hættulegt, því sérstakt útgöngubann gilti á eynni. En
frá ieyniþjónustunni hafði honum borizt heimiiisíang
manns nokkurs. Þann mann varð hann að finna.
Loksins tókst honum það.
Það var læknir bæjarins, franskur föðurlandsvinur,
y sem mikið hafði starfað fyrir Bandamenn, og var fús
að halda því starfi áfram. Lækninum var kunnugt um
allar ráðstafanir Þjóðverja á eynni. Sá hlutur var ekki
til, sem hann vissi ekki skil á. Þegar Cain fór frá hon-
um, skömmu eftir miðnætti, haf<5i verk hans heppnast
vonum framar. Hann læddist niður til strandar, blés upp
gúmmíbátinn og reri frá landi, þangað sem turn kaf-
bátsins grillti í haffletinum. Fimm mínútum seinna var
Refsinornin á heimleið.
Þrem dögum eftir þetta lét löng runa af tundur-
spillum, togurum og landgöngubátum úr enskri höfn, og
héldu til Sark. Tundurduflasvæðunum kringum eyna
var nú nákvæmlega lýst á sjókortunum, og vandalítið
var fyrir flotann að komast gegnum þau, meðan flug-
herinn hélt Þjóðverjum í skefjum.
Árásin heppnaðist fullkomlega. Það var ekki ætlunin
að „hreinsa" eyna, en virkjunum og kafbátahöfnunum
var gereytt, kafbátunum sökkt, og tóku Englendir.gar
yfir 100 manns til fanga, þar á meðal þýzka höfuðs-
manninn, og fjölda franskra Kvislinga.
Þannig var flotahöfnin Sark eyðilögð fyrir Þjóðverj-
um.
nz
V í K I N □ U R