Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Blaðsíða 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Blaðsíða 55
andvana frá auð burt vendi. Undarlegt er stríð lífsstunda. Þá er að minnast nokkrum orðum á Gunn- ar Pálsson. Það mun nú vera flestra manna mál, sem nokkuð þekkja til íslenzkra bókmennta á 18. öld, að séra Gunnar Pálsson hafi verið fremsta skáld síns tíma. Samt hafa kvæði hans aldrei verið gefin út, en liggja hingað og þangað í handritum enn í dag. Fáein kvæði einungis hafa birtzt á víð og dreif í blöðum og bókum. — Þetta er slíkur vansi, að naumast ,má við una lengur. Ætti einhver bókaútgefandinn að fá til hæfan mann, sem gæfi út Gunnar Pálsson í vandaðri útgáfu, og ritaði um skáldskap hans og samtíð. Hér kemur lítið sýnishorn af skáldskap séra Gunnars, tekið úr hinni nýju safnbók Snorra Hjartarsonar. Eru þá fyrst vísur úr kvæðinu um Eggert Ólaf sson: Allir tala um Eggerts skip, allir spyrja og sakna; við þann mikla sjónarsvip sannlega megum vakna. En hver mun eftir hann yrkja svo sem yrkja ber, ágætasta mann? Til þess ekki treysti ég mér, en treysti hver sem kann. Nú veit guð, hvort niður í sjá náði að grunni sökkva, þegar æstist aldan blá og ógnarveðrið dökkva, ella hefur hann skipi eða landi nokkru náð, neinn það greina kann; berjast mér í brjósti ráð um býsna tilburð þann. 'Vér þótt söknum vinir hans, vandamenn og frændur, vitum samt, að víst til sanns var hann engu rændur, en fluttur í fegri stað, allt hefur betra þegið þar, það var áformað; reiðubúinn að vísu var í vistaskiptið það. Enginn hlaut þar upp á sjá, að hann sjúkur lægi, enginn liðinn líta ná; listamaðurinn frægi heill frá heilum fór; enginn grafar grátur varð, gerzt sem hefði stór; leit ei ekkja skjaldar skarð, þau skildi ei land né sjór. Enda far nú, Eggert, vel eilífar lífs um stundir; ástmenn þína fús eg fel frelsarans geymslu undir og allan landsins lýð. Söknuður þinn er sár um stund, en senn gefst betri tíð. Hvern þitt tekst á hendur pund hamingjan styðji blíð. Ágæt er hin kunna vísa séra Gunnars, er hann heyrði ísland lastað, en hið mesta lof borið á Holland: Ef menn vildu Island eins með fara og Holland, held ég varla Holland hálfu betra en Island. Auðugt nóg er Island af ýmsu er vantar Holland. Eða hví vill Holland hjálpa sér við Island? Ekki skortir hljóm og hraða í vísuna um Goðaf oss: Goðafoss grjóti ryður, glymjandi klettar rymja, þröng hefur þar hinn strangi þungfær á bjargaklungri, þúsund naut þó að geysi, þar með öll hamratröllin, yfir þó eins hans gnæfir öskur, svo mönnum blöskrar. Eftirfarandi vísa er um Einar Sæmundsson, föður Látra-Bjargar, sjómann góðan: Fer Einar för sína, fram keipa-gamm hleypir hjá skipum í opið ákafur bláhafið, vel stýrir val ára, vað sætir aðgætinn, úrtöku árvakur, • á fiskinn þrágizkar. Loks eru hér hinar kátlegu Matrósavísur séra Gunnars Pálssonar: Eiríkur með hægðar hrós, hann er orðinn matrós, þótti betra en lærðra ljós að lifa og deyja matrós, V í K I N G U R 119
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.