Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Blaðsíða 29
M.s. Mongolia, eitt nýjasta skipið, sem Burmeister i£ Wain hafa smíðað. — Ehnskipafélag Islands hefur nú samið við B. & W. um nýsmíðar vöru- og farþegaskipa. ekki tali um það hvernig hann togar í digran kaðal eða reipi. Þetta eru að vísu mjög góð og ómissandi skemmtiatriði. En betur má, ef duga skal. Það þarf að lýsa sjómannsstarfinu á hin- um ýmsu bátum og skipum betur. Það þarf að lýsa því þannig, að þeir, sem eiga ástvini sína þar við störf sín og bíða þeirra á landi, skilji betur hvað þar fer fram. Ég hefi heyrt menn og konur, sem farið hafa hafna á milli, lýsa átakanlega líðan sinni og af því aregið þá ályktun, að sjómannslífið sé hræði- legt. Já, slíkt fólk fær bara ekki skilið, hvers vegna nokkur sjómaður skuli vera til! Og það hljóti að vera hálfvitlausir menn, sem leggi slíkt fyrir sig! ítalska skáldið Tassó var eitt sinn á gangi með vini sínum eftir sæbarinni strönd og horfði út á æst hafið. Þá sagði vinurinn: „Mig undrar það, að nokkur skuli þora út á hafið, þar sem svo margir farast“. Tassó svaraði, ofur rólega: ,,En mig undrar það, að þú skulir þora að hátta í rúmið þitt, því að þúsund sinnum fleiri hafa dáið í rúmi sínu, en á hafi úti“. Já, svona talar sá, sem ekki þekkir sjómanns- lífið og sá, sem þekkir það. Víst er það raunar, að hættur búa á hafi úti. En fáir munu þeir sjómenn vera, sem ekki fara með sömu ró út á hafið, eins og þeir, sem hátta í rúmið sitt að staðaldri. Fyrir þeim eru ekki hætturnar á haf- inu aðalatriðið eða aðaláhyggjuefnið eins og þeirra, sem horfa á eftir þeim út á hafið. Sjó- mennirnir þekkja skapbrigði hafsins og kunna að taka þeim. Þeii' stælast í átökunum við brot- sjói og brimskafla. Þannig verða þeir hetjurnar, sem ekki hræðast hafið. En hafið býður þeim oft dásamlegar stundir. -----Kannist þið ekki við dæmi lík þessu: Skipið skreið út úr höfninni. Nokkru eftir að það var komið út fyrir andnes, tók það dálít- ið að velta. Nú kom matmálsstund. Hinir 25 farþegar settust til borðs með skipstjóranum. Meðan verið var að bera inn súpuna, sagði skipstjórinn: „Ég vona, að þið allir, þessir 25, fáið skemmtilega ferð og þessum 24 manna hóp auðnist að ná blessunarlega til hafnar. Ég horfi nú á þessi 22 andlit sem heimilisfaðir á fjöl- skyldu, því að ég er ábyrgur fyrir vellíðan yðar, þessara 17. Ég vona að þið, þessir 14, skál- ið að lokum við mig fyrir heillaríkri ferð. Það er von mín, að við, þessir 8, verðum góðir félag- ar og okkur, þessum þremur, auðnist að eiga margar ánægjulegar stundir saman á ferðinni. Þér og ég, kæri herra---------Halló, bryti! Komið með fiskinn og takið súpudiskana burt!“ Einn sat hann eftir, sjómaðurinn. En hvaða dóm skyldu þessir farþegar hafa lagt á sjó- mannslífið, þegar þeim loks auðnaðist að ná til hafnar? Það eru sjómennirnir sjálfir, sem þurfa að lýsa nánar lífi sínu og starfi. Þeii' vita það bezt, að þar eru ekki aðeins svartar hliðar, heldur einnig hvítar. Þar er ekki eingöngu svartnætt- isbarátta og sífelldar hörmungar. Þeir vita það bezt sjálfir. Konan, sem situr við gluggann, má ekki gleymast. Hennar mega sjómennirnir minnast, þegar þeir halda hátíðlegan sjómannadagmn. Þeir mega ekki láta aðra um það að kynna henni sjómannslífið, eins og það er, það geta engir aðrir en þeir. Ég vildi mælast til þess, að á sjómannadag- inn yrði henni helguð stund. Vissulega eru sjó- menn hetjur þess dags — en er það ekki líka dagur sj ómannskonunnar ? Sjómenn! Gleymið ekki á heiðursdegi ykkar að minnast konunnar, sem svo oft horfir út á hafið. í augum hennar lesið þið ást, von og þrá — en þar er svo oft ótti. V I K I N G U R 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.