Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Blaðsíða 36
Gunnar M. Magnúss: Ur verinu að vestan i. Það eru langir júnídagar, sólarlitlir, — gráir af ryki í höfuðstaðnum. Svo koma dagar með steypiregni og stormi, þvottadagar náttúrunn- ar, og fólkið verður útþvælt eins og tuska í bala. — Já, sólarlitlir dagar, fáir sólvermdir vangar, augu fjöldans sljó, — stríð úti í heimi og um göturnar ganga grænklæddir hermenn í fylkingum, — framandi menn, sem bera með sér alvöru hinnar miklu óhamingju, sem yfir heiminn dynur. Það er töluvert vonleysi í höfuðstaðnum. Þó hyggja margir gott til kom- andi síldarvertíðar, aðrir búast að heiman til þess að leita lífsbjargar við þorskveiðar víðs- vegar um land. Og einn daginn stend ég í hópi sjómanna, sem hafa tekið þá ákvörðun að fara í samfloti til Norður- og Vesturlandsins til sjóróðra á smábátum í sumar. Bak við þessa ákvörðun eru ráð og örvun Fiskifélags íslands og ríkisstjórn- ar. — Eftir margskonar vafstur og snúninga eru menn tilbúnir. Nokrir sigla bátum sínum í fylgd með varðskipinu óðni. Hina bátana á flutninga- skipið Hekla að flytja til hafna fyrir vestan og norðan. II. Það er að hallandi degi. Hlýtt er í lofti, suðlæg átt, skýjarof á köflum og sólfar. I kvöld eigum við að leggja af stað með Heklu, sem liggur ferðbúin við hafnargarðinn í Reykjavík. Síðari hluta dagsins safnast litlu vélbátarnir, trillurn- ar svonefndu, að Heklu. Þar eru þeir einn eftir annan dregnir í gildum reipum upp með síðu stórskipsins. Sumum bátunum er rennt niður í lestar, aðrir eru skorðaðir á þilfari. Þetta eru sundurleitir farkostir, — eins og litlar skeljar í samanburði við hafskipið. Þarna vagga þessi litlu fley á mjúklátu og meinleysis- legu smásævi hafnarinnar. Sumir bátarnir eru snyrtilegir, nýmálaðir, — hvítir með grænni rönd eða hvítir með blárri rönd, — bjartir yfir- litum eins og unglingar, sem ganga vondjarfir og glaðir móti framtíð sinni. Aðrir eru skáld- aðir og skrámóttir; — þeir eru eins og maður í slitnum fötum, sem gegnir skyldu sinni en fæst hvorki um klæði né útlit; — enn aðrir líkj- ast örvasa gamalmenni, sem ekki hæfir að keppa við framgjarna og upplitsdjarfa æsku. Þeir eru hnýttir og brotnir af hnjaski áranna, enda ekki færir um langferð. Þarna er einn af þessari tegundinni dreginn upp, en hann þolir ekki þunga sinn í reipum, brak og brestir heyrast í súð, böndum og öldustokkum. Ogþegar hann leggst á hliðina á þilfari Heklu, er hann eins og sjúklingur, sem þarf að fara til læknis, enda er ráð fyrir því gert, að hann fari strax til skipasmiðs á Siglufirði, eftir komuna þangað. IJekla þarf að innbyrða 23—25 báta, og það tekst að koma þeim fyrir. En þetta verk tekur alllangan tíma. Kvöldið líður. Það dimmir í lofti og hvessir af suðri. Undir miðnætti er seinasti báturinn loks skorðaður og bundinn á þilfarinu. Þá hvín af stórviðri í reiða Heklu og regnið steypist áfergislega niður. Þreyttir og syfjaðir menn leita hvíldar í skýlum til og frá á skipinu. Menn ræða um ólætin í veðrinu, ferð- ina og framtíðina. Ætlar þú að verða í Húsa- vík eða Siglufirði, á Sauðárkróki, Drangsnesi eða í Súgandafirði ? — Menn þúast við fyrsta ávarp. Það er eitthvað sameiginlegt við alla þessa ferðalanga, eins og alla farmenn og sjó- menn, eitthvað hispurslaust og svolítið hrjúft, en jafnframt það, sem vekur traust á möguleik- um og framtíð mannsins og undir niðri fullt af hlýleika og duldum trega. Menn búast við brottför skipsins, en ekkert heyrist í akkerisvindum eða keðjuglamri, og brátt berast þær fregnir, að brottför sé frest- að vegna óveðurs, enda hvín nú stórfenglega í reiðanum. Ég er kominn undir þiljur með fjöl- skyldu minni, en svefnsamt er ekki. Mannamál og annar hávaði heldur fyrir okkur vöku. Ein- hverjir hafa fengið sér í staupinu og eru orðnir töluvert miklir menn, slá í þiljur og borð, tíunda afreksverk sín, taka lagið fullum hálsi, hætta í annarri eða þriðju ljóðlínu, byrja aftur á nýju lagi og fá hljómgrunn, — hærra og hærra rís söngurinn, þangað til allt springur í háa c-i, en þá hallar undan fæti og við tekur þunglyndis- söngur íslendingsins, — Yfir kaldan eyðisand. Um sexleytið eru þessar raddir þagnaðar, en stormurinn syngur í vírum og köðlum skipsins yfir sofandi lýðnum, — vökumenn skipsins eru V I K I N □ U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.