Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Blaðsíða 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Blaðsíða 57
flaut einungis á þeirri hleðslu. Allt ofan þilja var möl- brotið. Bolur skipsins var málaður svartur. Skutur skipsins reis hátt úr sjó, en stefnið og framhluti þess allt aftur að vindubjálkum var á kafi. Mest líktist það dauðum hval, með höfuðið í kafi en sporð og afturhluta upp úr sjónum. Reiðinn var allur í einni ólýsanlegri bendu. Af framsiglunni var aðeins stúfur eftir. Höfuð- bendur, dragreipi og stög höfðu annað hvort slungizt saman í hinar furðulegustu flækjur, eða dingluðu fram og aftur eftir því sem skipsskrokkurinn hreyfðist á öld- unni, eins og tuskur á risavaxinni, ömurlegri fugla- hræðu. Ég kallaði í Óla. Hann vaknaði, neri augun og kom auga á flakið. „Nú hef ég þó ■—■ —“ eins og hann kvað að, „aldrei séð hann svartaii. Þarna er svo sannarlega líkkistan siglandi!“ Ég ætlaði að fara að biðja um skýringu á þessum leyndardómsfullu orðum, þegar Óli, sem auðsjáanlega varð mjög felmt við að sjá skipið, greip aðra árina og sneri bátnum frá því, en reri síðan sterkum áratökum burt frá þessari sjón, sem hafði valdið honum svo mikl- um ótta. Við þessa afstöðubreytingu kom stjórnborð skipsins í ljós, og við sáum að þar lágu nokkrir fiski- menn frá Gilleleje í bátum sínum. Sennilega höfðu þeir fundið mannlaust skipið og voru nú að ráðgera hvernig fara ætti með þann happafeng. Óla virtist verða nokkru rórra við að sjá þá. Hann hætti að róa, hvíldi á árunum og spurði mig dálítið dræmt og hikandi: „Heldur herrann að allt sé með fellud með skipið þarna?“ Ég svaraði því, að ég væri sannfærður um að svo væri. Ég skýrði honum frá hugmyndum mínum um skipið, og því, að mér virtist að eins og nú væri komið, hlytu afdrif þess miklu frekar að vekja meðaumkun en ótta. Óli horfði á mig efablandinn, en þó nokkru rólegri. Nú sáust smágárar á haffletinum í vestri og innan stundar fundum við svalt og hressandi kulið leika um okkur. Ég gaf eftir á skautinu, Óli lagði inn árarnar og við fjarlægðumst meir og meir skipið, sem vakið hafði ugg hins hrausta gestgjafa míns. „Nú, Óli“, sagði ég þegar við höfðum setið þannig nokkra hrið. „Hvað var athugavert við skipið?“ „Ja, eins og herrann sjálfur sagði, þá held ég nú, að ekkert hafi verið athugavert við þetta skip. Þetta er vafalaust finnsk skonnorta, sem laskazt hefur í of- viðrinu, og áhöfnin hefur yfirgefið það þegar dælurn- ar höfðu ekki lengur undan. Svo hefur skipið rekið fyrir vindi og straumi á þessar slóðir. Hér hafa svo fiskimennirnir fundið það og eru nú að basla með það. Þetta liggur allt svona nokkurn veginn í augum uppi. En getið þér nú sagt mér, hvernig nokkur getur séð þessa sömu sjón tvisvar, nákvæmlega sömu sjón, án þess að trúa því, að það sé íraun og veru sama skipið. Já, ég get auðvitað ekki komið fyrir mig orði eins og lærðu mennimir, en ég meina bara það, að þegar ég kom auga á þetta flak, þá fannst mér ég vera aftur staddur við Kap Hatteras og sjá hina siglandi líkkistu á ný.“ „Segðu mér frá þeim atburði, þeirri siglandi lík- kistu“. „Já, gjarna, herra. Nú siglum við ljúfan vind það ssm eftir er, og þá er naumast öðru að sinna heldur en að reykja og teygja opann. En ef einhvers staðar skyldi finnast sherrylögg, hefði ég ekkert á móti því að væta tunguna áður en ég byrja." Ofurlítið tár kom í leitirnar, Óli vætti kverkarnar og hóf sögu sína. „Ég mun hafa verið rúmlega tvítugur þegar þetta gerðist, og var þá í þjónustu gamals og góðs útgerð- arfélags í New York. Ég hafði farið vestur yfir hafið með skipstjóra frá Dragör, en matarvisti-n á skútunni var ill og veggjalús í fletunum, og svo strauk ég þá af skipinu og lagði lag mitt við Kanana. Fjölda mörg skip, gömul og ný, voru í förum fyrir þetta útgerðar- félag. Á skrifstofum félagsins var stöðugur straumur af mönnum, ýmist til að ráðast í skiprúm eða til af- skráningar. Flest skipin sóttu timbur norður til Kan- ada og fluttu farminn til suðurhafna Bandaríkjanna. Á einu þessu skipi var stýrimaður, sem kallaður var „Svarti skógarmaðurinn". Hann hafði í fyrstu stundað dýraveiðar norður í hinum voldugu skógum, en svo hafði hugur hans hneigzt til hins salta lagar, og með því að hann bar gott skyn á timburverzlun, komst hann von bráðar í mjúkinn hjá útgerðarstjórninni. Útgerðar- stjóri gerði hann sem sagt að stýrimanni, þó náunginn væri ekki betur að sér í siglingafræði en flaskan þarna. Þetta var í raun og sannleika glæframaður og framdi öll hugsanleg axarsköft og heimskupör, en af því hann gætti þess jafnan að hafa útgerðarstjórnina sér hlið- holla, þorði enginn að amast við honum. Einu sinni átti skipstjórinn hans að flytja hleðslu af plönkum til Charleston, þar sem verið var að byggja höfn, skipasmíðastöð eða eitthvert þess háttar stór- virki. Nú, jæja, fírinn var kominn um borð í skipið, hleðslunni lokið og allt búið til brottferðar. Skipstjór- inn og nokkrir hásetanna undu samt enn þá á knæp- um við að tæma glösin sín. Skógarmaðurinn bíður nú nokkurn tíma, en þegar piltinum fer að leiðast biðin, spyr hann einn hásetann og vikadrenginn, sem komnir voru um borð, hvort þeir séu reiðubúnir að sigla með honum, án þess að hinir skipverjarnir komi um borð. í fyrstu héldu þeir, að þetta væri aðeins gamanmál, en þegar þeir höfðu fengið sér vel í glösin af groggi, undu þeir samt upp akkerið og lögðu frá landi. Og nú atvikaðist svo, að þeir fengu hagstæðan vind og rekur nú frekar en sigla suður til Charleston. Þar var timbur í geypiverði og selur nú snáði allan farminn og auk þess annað siglutréð af skipinu. Og enn lætur hann frá landi og hlýtur hagstætt leiði til suðurs og lætur nú slag standa, unz hann nær alla leið til Vestur- Indía. Þar var verð á timbri ennþá hærra en í Char- leston, og nú selur hann, svei mér þá skútuna alla, sem var nýbyggð og úr bezta viði. En hann selur ekki skipið allt í einu, heldur lætur hann rífa það og selur planka, járn, kopar og kaðla sitt í hverju lagi. Þegar hann kom heim úr ferðinni varð einn herjans gauragangur á skrifstofunni. En Svarti skógarmaður- inn sneri sig út úr öllu. Auðvitað sagði hann engri lif- andi sálu frá því, hvað allur gróðinn af fyrirtækinu var. Sagði bara að verðlagið hefði verið hagstætt þar syðra og svo hefði hann selt hvert tangur og tetur, og auðvitað að eins með hagsmuni útgerðarinnar fyrir augum. Svo lagði hann fram reikningsskil, og þegar V I K I N □ U R 121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.