Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Blaðsíða 58
útgerðarherramir fengu meiri gróða í lúkurnar en þeir
höfðu búizt við, spurðu þeir ekkert frekar um hans
ágóðahluta. Nei, allt í lagi, og hann var álitinn maður
að meiri eftir þennan leik.
Svo hitti ég hann einn góðan veðurdag á krá, þar
sem skipstjórar og stýrimenn af skipum félagsins voru
vanir af svala þorsta sinum. Hann sezt hjá mér og
tekur mig tali, við fáum okkur gias saman og hann
segir mér hitt og annað af ævintýrum sínum í skóg-
unum norður frá, og að síðustu berst talið að núver-
andi starfsemi hans, og ég spyr hann svona rétt laus-
lega, hvort hann búist nú ekki bráðum við að ger.a eina
brelluna enn. En góði herra, nú megið þér treysta því,
að þetta er uppstökkur afglapi, og var litið um gefið
að heyra minnst á þessa hluti. Hann þýtur því á fæt-
og lemur í borðið og spyr, hvort ég sé að gera gys
að honum. Ég tek öllu með ískaldri ró, panta einn svart-
an til, og segi honum, að hann skuli bara tyila sér á
afturendann. Mér hafi einmitt virzt síðasta brellan
hans fjandi sniðug, og hann hljóti að vera skrattans
mikill karl í buxunum sínum að líðast svona verkn-
aður. Þá varð hann spakur aftur, settist hjá mér og
sagði-, að líklegast væri ég rétti maðurinn. Hann vildi
því koma með ofurlitla uppástungu. Ég vildi gjarn-
an heyra, hvað hann væri nú að brugga, og lét því
allt, gott heita, sem hann sagði. Fyrst ræddi hann um
það, að nauðsynlegt væri að græða peninga, svo hægt
væri að eiga góða daga, og það stæði reyndar alveg á
sama á hvern hátt menn græddu. Raunar væru-allir
menn jafnmiklir kiækjarefir í eðlinu, aðalatriðið væri
að vera nógu kænn fyrir sjálfan sig. Segja mætti, að
þá færi hann skynsamlega að ef honum tækist að
braska eitthvað fyrir sjálfan sig og græða á því, án
þes að útg.fél. hlyti eyri af hagnaðinum. Já, en hvernig
mundir þú helzt fara að því? spurði ég. Ég mundi losa
mig við skipstjórann í skollans nafni og láta svo sem
skútan væri mín eign og aldrei koma með hana aftur
til baka. Nú, þetta ætlar þú að gera, sagði ég og barði
hann beint framan í svarta smettið, svo hann datt aft-
ur á bak á gólfið, og þegar hann brölti á fætur aftur
og ætlaði að leggja í mig, gaf ég honum einn vel útilát-
inn Helsingeyrarskalla, svo að hann sneri skutnum
heint upp í loftið".
„Það var skrattans laglega gert, Óli! Varstu svona
vel að manni á þínum duggarabandsárum?“
„Já, skallað gat ég vel á við flesta aðra á þeim ár-
um, því má herrann treysta“, hélt gestgjafi minn á-
fram, um leið og hátíðlegur drýgindasvipur færðist
yfir veðurtekið andlitið. „En nú skuluð þér bara heyra
framhaldið".
„Þegar ég var búinp að skalla durtinn í gólfið tók
ég strikið beint á skrifstofu útgerðarinnar, náði í einn
af skrifurunum, og sagði honum alla söguna rétt eins
og hún gekk, og bað liann að skýra forstjórunum frá
því, sem Skógarmaðurinn hefði í hyggju. En þar hitti
ég þá líka á rétta manninn! Nei, þeir herrar báðu mig
ofur kurteislega að fara til fjandans, og sögðu, að
útgerðai-félagið hefði engan duglegri sjómann í þjón-
ustu sinni en einmitt Skógarmanninn, og ég skyldi bara
láta vera að rægja og klaga félaga mína. Já, já, hugs-
aði ég,gerið eins og ykkur þóknast og trúið því sem
ykkur líkar, en ég trúi því sem mér sýnist.
Nú leið þó nokkur tími, Skipið, sem Skógarmaðurinn
var á, hafði siglt til einhverra suðurhafna, hlaðið dýru
timbri. Þetta var á stormatimanum. Nokkur af skipum
félagsins höfðu farizt. Flest voru það gamlir kláfar,
hátt vátryggðir. Gamli bókhaldarinn var einmitt að núa
saman höndunum og reikna út í huganum hvað félagið
græddi á þeim skiptöpum. Ég átti að sigla þennan dag
og var staddur á skrifstofunni til þess að taka við ein-
hverjum fyrirskipunum. Á meðan ég er að tala við full-
trúann kemur maður, sem spyr okkui', hvort við höfum
heyrt fréttirnar af Skógarmanninum. Og svo segir
hann okkur, að til hafnar sé komið skip, sem bjargað
hafi háseta af skipinu þar sem Skógarmaðurinn var
stýrimaður.
„Nú“, segi ég, „er þá hrappurinn loksins drukkn-
aður?“
„Já, svona hér um bil það!“ segir maðurinn. „Nei, ó,
nei, Skógarmaðurinn hefur, að sögn hásetans, svikizt
að skipstjóranum og tveimur eða þremur hásetum, sem
honum fylgdu, og kastað þeim útbyrðis, og nú siglir
hann skipinu með aðstoð hins hluta áhafnarinnar, og
selur væntanlega allt, bæði skip og skipverja við fyrsta
tækifæri, ef hann hefur þá ekki gerzt sjóræningi."
Ég hleyp strax niður að höfninni og næ í hásetann,
og hann segir mér alla sólarsöguna eins og hún gekk
og var. Að því búnu fer ég rakleitt til forstjóranna
og spyr þá, hvað þeir hafi í hyggju að gera. Þetta voru
hyggnir karlar og reyndir, og vissu því upp á hár, að ef
þeir vísuðu málinu til yfirvaldanna, myndi geta liðið
bæði dagur og vika, þangað til nokkurt herskip færi
út eða að boð kæmust til varðskipanna, sem voru að
gæzlu. Þeir spurðu mig því, hvort ég vildi taka málið
í mínar hendur.
Nú vildi svo til að félgið átti lítið en prýðis gott skip,
reglulegan hraðsiglara, sem lá seglbúið. Þetta skip
sagði ég þeim að láta mig hafa ásamt vopnum og skot-
færum. Sjálfur skyldi ég sjá um áhöfnina, og merki-
legt mætti það heita, ef ég hefði ekki fljótlega hendur
í hári snáða. Þeir féllust strax á tillögu mina, og næsta
,moi'gun lét ég í haf með tuttugu harðduglega sjómenn
á skipinu, allt gamla kunningja frá fyrri ferðum, sem
brunnu í skinninu af löngun 'til þess að veiða Svarta
skógarmanninn.
Að morgni dags nokkru síðar vorrra við staddir und-
an Kap Hatteras. Við höfðum siglt . eð ströndum fram
og allsstaðar haldið spurnum fyrir u:n skipið en hvergi
fengið þær upplýsingar, sem að ha di komu. Síðustu
dagarnir höfðu verið stormasamir og við höfðum átt
fullt í fangi með að verjast áföllum og höfðum því ekki
staðið vörð til að njósna um skipið að staðaldri. Nú
hafði storminn lægt, við höfðum uppi flest segl, skipið
valt og hjó á kröppum öldunum. Ég stóð í lyftingunni
og skimaði út yfir hafið. Fljá mér stóð piltur, sem ég
hafði miklar mætur á. Hann var lista-skytta og var
einmitt að sýna hásetunum hvernig hann léki sér að
því að hæfa alla þá hluti, flöskur, krítarpípur og hvað
eina, sem þeir fleygðu útbyrðis. Já einmitt þá kom ég
auga á eitthvað út við sjóndeildarhringinn. Ég segi
piltunum frá því, og nú komu allir sjónaukar á loft,
og við leiddum ýmsar getur að því, hvað þetta gæti ver-
ið. Ég ákvað.að breyta stefnunrii lítið eitt til þess að
athuga þetta nánar. Hálftíma síðar vorum við allir
sannfærðir um, að þetta væri skipsflak, og meira að
segja álitu sumir, að þetta væri einmitt skipið, sem
122
V I K I N □ U R