Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Blaðsíða 4
Svo hagar til, hægt að fyrirskipa siglingu eftir tiltekinni boglínu að staðnum og annarri frá honum. Það liggur í augum uppi, að sendistöðvarnar verða að starfa allan sólarhringinn, og því mun margur spyrja, hvort þær muni ekki valda trufl- unum á hlustunarskilyrðum við aðrar útvarps- sendingar. Ótti við það mun þó vera ástæðu- laus, bæði hvað snertir „Radar“ og „Decca“. „Decca“-stöðvarnar senda á langbylgjum, 3000 metrum og þar yfir, en „Radar“ á svo stuttum bylgjum, að hvorugt mun heyrast í venjulegum útvarpsviðtæk jum. Ekki eru enn fyrir hendi glöggar upplýsing- ar um verð þessara tækja. Sennilega verða „Decca“-viðtækin annaðhvort leigð skipum með svipuðu fyrirkomulagi og talstöðvar Landssím- ans eru nú leigðar bátum, eða skipin kaupa tæk- in og greiða visst gjald á ári á sama hátt og fyrir útvarpsviðtæki. Hvorug leiðin ætti þó að verða notendum tilfinnanlega kostnaðar- söm, þar sem um svo nytsaman hlut er að ræða, sem án efa verður innan fárra ára kom- inn á markaði í fjöldaframleiðslu. „Radar“-tæk- in verða að vonum allmiklu dýrari, þar eð þar þarf bæði sendi- og viðtæki. Verð þeirra er nú áætlað frá 30—70 þúsund krónur fyrst í stað, eftir stærð tækjanna. Mikill áhugi er þegar vakinn hjá siglingaþjóð- um heimsins um öflun þessara tækja, og þá fyrst og fremst um samvinnu við að reisa sendi- stöðvar með hæfilegu millibili meðfram strönd- um samlægi'a landa. Nokkur lönd liafa einnig gert ráðstafanir til að fá sér hreyfanlegar sam- stæður sendistöðva til notkunar við sjómæling- ar, því aðferðin er svo nákvæm, að hún tekur langt fram öllum áður þekktum aðferðum við staðarákvarðanir á sjó. Af sömu ástæðu er álit- ið, að víða þurfi að endurskoða áður gerðar mæl- ingár og sjókort, svo að kortin samsvari hin- um nákvæmu staðarákvörðunum þeirra, sem þau eiga að nota. Eiga þar allar siglingaþjóðir mikið verkefni fyrir höndum. Hvað oss Islendinga snertir, munu stjórnar- völd landsins og ti'únaðarmenn þeirra að sjálf- sögðu fylgjast eftir föngum með framvindu þessara mála. Ekki verður enn sagt um það með vissu, hve mikið þurfi að reisa af sendistöðv- um hér á landi eða hve fljótt því verði komið í framkvæmd. En sé þess gætt, að meðan stóð á fyrstu prófun „Decca“-tækjanna, voru notaðar aðeins 2 kw. sendistöðvar og að árangurinn var mjög góður í allt að 550 sjómílna fjarlægð, má telja líklegt, að komizt verði af með eina sam- stæðu fyrir allt landið, þ. e. eina aðalstöð og 3 aukastöðvar. Um það, að hve miklu leyti þessi nýja tækni muni á komandi tímum útrýma eldri tækjum og 6B aðferðum við siglingar í lofti og á legi, verður engu spáð að svo stöddu. Hitt liggur í augum uppi, að reynist „Decca“-aðferðin svo sem fræðimenn telja, verður hún að sjálfsögðu mest notuð í framtíðinni, bæði vegna þess, hve að- ferðin er auðveld, og fyrst og fremst vegna þess, hve nákvæm hún er, þar eð áttavitinn kemur þar ekki til greina og veður eða hreyf- ingar skipsins eða flugvélarinnar hafa þar engin áhrif, gagnstætt því, sem er, þegar um radíó- miðanir er að ræða, sem teknar eru frá skipi eða flugvél. Ekki verður heldur hægt að svo stöddu að svara hér ýmsum nánar tilteknum spurningum, sem eðlilegt er, að vakni hjá mönn- um við tilkomu þessara nýju tækja. Aðalatrið- ið er, að hér eru komin fram ný og áður óþekkt siglingatæki, sem munu gjörbreyta til batnaðar aðferðum og öryggi þeirra, sem siglingar hafa með höndum á komandi tímum. (Að mestu þýtt og samandregið úr Berl. Tid. og uppl. frá Decca Record Comp. Ltd.) VEÐU RFREGIMI R Gagnlegar eru veðurfregnir og þá sérstaklega veðurspáin, ef byggt er á traustum grunni, enda munu margir festa sér hana í minni með það fyrir augum að athuga hvort hún er rétt eða getur staðizt í ljósi staðreyndanna. Sjómenn- irnir veita veðurspánni sérstaka eftirtekt, og er það að vonum, þar sem starf þeirra er nátengt öllu veðurfari. Starf veðurspámanna er mjög vanþakklátt og sjaldan metið eins og skyldi. Þó munu margir viðurkenna það, sem vel er gert, í því eins og öðru. Þessar fáu línur eru skrifaðar til þess að fara þess á leit við veðurstofuna, að hún sendi út með veðurfregnunum kvölds og morgna, vind- hraða og stefnu, miðað við þá hentugustu staði, sem til næst, t. d. Reykjanes, Vestmanna- eyjar, Portland, Hornafjörð, Papey, Langanes (Skálar), Grímsey, Horn, Látra, Snæfellsnes og Reykjavík. Það væri mikils virði fyrir okkur sjómenn að fá tvisvar á dag ýtarlegt veðuryfirlit frá einu eða tveimur útnesjum í hverjum landsfjórð- ungi. Ennfremur væri nauðsynlegt að fá fregn- ir frá skipum á hafi úti, jafnvel þótt þær væru ekki birtar nema einu sinni á dag. Slík fréttaskeyti ættu ekki að kosta annað en örlitla fyrirhöfn viðkomandi aðila. Að svo mæltu þakka ég starfsmönnum veður- stofunnar fyrir það, sem þeir hafa vel gert, og óska þess að aðstaða þeirra megi stórbatna á næstunni, svo að öryggi veðurfregna geti auk- izt. Vænti ég þess, að þeir sjái sér fært að verða við ofanritaðri beiðni. ÓL Magnússon. V í K l N □ u R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.