Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Blaðsíða 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Blaðsíða 50
Þorvaröur íijörnsson: Ný legufæri í fiskibáta Legufæri báta þeii-ra, er keyptir hafa verið frá Svíþjóð, eru mjög frábrugðin legufærum, sem hér hafa tíðkazt. Eru þau því talin ónot- hæf, og munu margir eigendur bátanna hafa þegar keypt eða gert ráðstafanir til að fá legu- færi, sem hér eru lögboðin. Fyrir nokkru hitti ég sænskan skipstjóra, og bað hann um upplýsingar um þessi legufæri og hvernig þau væru notuð. Fer lýsing hans hér á eftir: Skip það ,er hann var síðast með, var 84 tonn brúttó. Það hafði stokkakkeri er vóg um 90 kg., mjög aðkreppt, þannig, að 13 tommur voru milli spaða og leggs, en bilið mætti jafnvel vera 11 tommur og spaðinn nokkuð stór. Við akkerið kom 1” keðja um 5 faðmar á lengd, eða nákvæmlega lengdin frá spili og fram að akker- is- „klussi“ bátsins. Þar við kemur 200 faðma langur 2” vír og í hann er svo lásað 3 hlekkjum af l’’ keðju. í miðhlekkinn kemur baujareipi úr 3/8” keðju og á því bauja með tveimur botn- um, víðust um miðjuna. Stærð baujunnar er um 300—400 lítrar. Við hlekkina kemur svo 30 faðma langur vír, sem báturinn liggur í þegar veður er gott. En sé veður slæmt er 30 faðma löng 11” grastrossa lásuð í vírinn og 1 faðm- ur af 1” keðju. Síðan kemur bauja á þau sam- skeyti, og má hún vera nokkuð minni, um 200 1. með tveggja faðma baujureipi, tveggja faðma 3/8” keðju, og ligur svo báturinn í trossunni með 12—15 faðma af 2” vír. Skipstjórinn kvaðst hafa stundað fiskiveiðar í æðri heimi æ mun starfa, eitthvað börnum guðs til þarfa. Kannske hann þaðan sæki sjó, á nýjum bát með rá og reiða? rekkur mundi fús að veiða, — aflalöngun aldrei dó. Fylgi þér í fegri heimi friður guðs, þér aldrei gleymi, horfni vinur, Hofi frá. Alla þrenging yfir hafinn, alkærleikans geislum vafinn, sértu góðum guði hjá. Þórður. bæði hér við land og eins í Norðursjónum, og alltaf hafa legið fyrir þessum legufærum á mið- unum í hvaða veðri sem hefði verið, og hefði skipið aldrei rekið. Legufæri af þessari lengd má nota á allt að 80 faðma dýpi. Baujurnar hafa tvennskonar hlutverk. f fyrsta lagi að halda legufærunum uppi, og um leið að taka af alla rykki, er koma af hreyfingu skipsins, svo að þeir nái ekki til akkerisins og kippi því úr botni, og í öðru lagi brotnar aldan á þeim og eyðist og liggur skipið því tiltölulega á kyrrum sjó og fer vel um það. Þegar fiskað er með dragnót, eru legufæri þessi notuð þegar voðin er dregin. Vírinn þarf vanalega að endurnýja einu sinni á ári, en tross- una oftar, því að hún slitnar frekar, og eru alltaf hafðar tvær trossur með. Ef öll legufærin eru notuð, tekur um 15 mínútur að draga þau inn, þegar menn eru orðnir vanir að nota þau, en miklu skemmri tíma að leggjast fyrir þeim, 6—8 mínútur. Skipstjórinn kvaðst vera undrandi yfir að við værum ekki þegar farnir að nota þessa gerð legufæra, og því kvaðst hann ekki trúa að við tækjum þau í land sem ónothæf. Ef við aðeins byrjuðum að nota þau, myndi hver einasti skip- stjóri losa sig við þau gömlu. Þannig fórust skipstjóranum orð. Og virðist ekki annað hægt en trúa orðum lians. En það er sjáanlegt, að legufæri þessi er ekki hægt að nota þar sem þrengsli eru, eða á litlum höfnum, því skipin þurfa mikið svigrúm. Það kemur þó ekki að sök, því allir bátar munu nú liafa sér- stök legufæri (mmmingar) í heimahöfnum til að liggja við, nema þá á fáum stöðum, þar sem þannig hagar til, að þeir geti legið við bryggjur. Aðalkostur þessara legufæra er sá, að við þau má liggja á tiltölulega djúpu vatni og í slæmu veðri, og svo eru þau miklu léttari og meðfærilegri en hin eldii. Þegar bátar eru að dragnótaveiðum, liggja þeir fyrir legufærum þessum á veiðistöðum ef frátök eru eða þeir hvíla sig, og geta því ávallt verið á sama stað, án þess að nota vél eða halda sér við á seglum, og er það bæði sparnaður og hagræði. Þegar hvessir þurfa bátarnir að leita til lands í skjól, og getur það oft verið volk- 114 V I K I N G U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.