Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Blaðsíða 28
jón Kr. ísfeld:
Konan,
$em situr við glnggann
Séra Jón Kr. ísfeld, prestur á Bíldudal, hefur
áður ritaö í Sfómannablaðiö Víking. Grein sú,
sem hér fer á eftir, fjallar um sjómannskonuna
og hlutskipti hennar. Á síðasta sjómannadegi
flutti séra Jón erindi um þetta efni, ,er vakti
mikla athygli. Hafa ýmsir óskað þess að það yrði
birt. Höfundur taldi erindið þó of staðbundið
til þess að það birtist óbreytt. Hefur hann því
fellt úr þvi kafla.
Ritstj.
Ég minnist þess, að ég sá eitt sinn mynd af
ungri konu, sem sat við glugga og horfði út á
æst haf. En þar úti sást bátur undir seglum,
auðsjáanlega á landsiglingu, umgirtur freyð-
andi brimlöðri. Ást, von og þrá, en þó nokkur
ótti lýsti sér á ásjónu konunnar. Neðan undir
myndinni stóð: Sjómannskona.
Og það var einmitt um sjómannskonuna, sem
mig langaði til þess að fara nokkrum orðum.
Er hún ekki eitt hið dýrmætasta, sem sjómað-
urinn á? Er það ekki vegna ástvinar síns á haf-
inu, sem hún svo oft starir út um gluggann sinn,
út á hafið? En ég hefi fundið til þess, hversu
sjaldgæft það er, að sjá minnst á hana í blöðum
og tímaritum sjómanna, hvort sem þau hafa
verið íslenzk eða erlend. Sjómaðurinn stundar
starf sitt á hafinu, konan hans annast heimilið.
Samt eigu þau sameiginlega gleði, sameiginlega
baráttu. Sjómaðuririn berst oft við æðisgengn-
ar bárurnar, en konan berst oft baráttu örvænt-
ingarinnar, sem ást hennar krefur hana svo oft
um. Hún sér bátinn umgirtan brimlöðri. Ef til
vill berst hann þó aldrei að landi. Sjómaðurinn
treystir bátnum sínum betur en hún gerir. Þess
vegna er oft ótti á ásjónu hennar. Sannleik-
urinn er sá, að ótti sjómannskonunnar er oft
ástæðulaus. En af hverju stafar hann? Án
þess að misbjóða að nokkru leyti sjómannin-
^ um og sjómannslífinu, sem. ég hefi kynnst frá
blautu barnsbeini (svo að segja) eru það ekki
eintóm fangbrögð við dauðann í brimlöðri, sem
sjómaðurinn er sífellt í. En það má segja, að
konunum hafi verið talin trú um þetta. Og, því
miður, hafa sjómennirnir alltof lítið gert til
þess að draga úr þessari trú. Oftast eru það
einhverjar svaðilfarir, sem efst eru á baugi,
þegar sjómenn segja frá, hvort sem er í ræðu
cða riti. Þeir gera þetta ekki í neinum slæmum
tilgangi, síður en svo, en með því eru þeir nokk-
uð ógætnir gagnvart konunni, sem horfir vonar-
augum út á sjóinn. Hversu margar gleðistundir
gæfu þeir konunni sinni og sjálfum sér, ef þeir
við og við lýstu sem nákvæmast því sem fram
fer á hafinu? Nei, þeim finnst það ekki sögu-
legt, af því að það skeður svo oft, að þar sé
„fegurð, tign og ró“. Svo eru það þeir, sem
stundum tala og rita um sjómennina og sjó-
mannslífið. Þeir gera sitt til þess að gera sjó-
mennina brjóstumkennanlega með orðum, sem
nógu falleg eru álitum, en eru innantóm og sögð
af reynsluskorti. „Hetjur hafsins“, „hermenn
hafsins" o. fl. slík orð hafa oft ekki annað inni
að halda en það, að með því að vera sjómaður,
sé hann alltaf á ægilegum vígvelli og berjist —
berjist óaflátanlega við æðisgenginn óvin. Og
svo er þessum orðum látinn fylgja svo mikill
sannfæringarkraftur, að hann nær tökum á
þeim, sem ekki þekkja sjómannslífið, eins og
það í raun og veru er. Og svo koma í kjölfar
þessara orða orðin: aumingja sjómennirnir.
Sjómenn eru ekki klígjugjarnir, en mörgum
þeirra held ég að verði hálf-flökurt við að heyra
þau. Nei, sjómennskan er starf — starf, sem
oft útheimtir snarræði, dirfskuogfyrstogfremst
kunnáttu. Sjómenn þurfa að kunna til sinna
starfa, eins og aðrar stéttir þjóðfélagsins. Þeir
þurfa að tyinna að taka erfiðleikum. Slíkir eru
sannir sjómenn. Þeir eru virðingarverðir fyrir
það, að þeir kunna störf sín, að þeir kunna að
yfirstíga erfiðleika, að þeir eru snarráðir og
þrautgóðir. Það er þetta, sem þarf að gera sjó-
mannskonunni ljóst, en ekki sífelt að nöldra um
það, að ástvinur hennar sé alltaf að berjast
við brimlþður upp á líf og dauða. Það eru næsta
lítil kynni, sem sjómannskonunni eru gefin af
starfi manns síns með því að sýna henni hvernig
hann, kannske einu sinni á ári, heldur um árar-
hlumma eða hvernig hann „splæsir“, að ég nú
92
V I K I N □ U R