Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Blaðsíða 60

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Blaðsíða 60
flytja þangað fyrr eða síðar, enda er öll kennslan kost- uð af ríkissjóði. Nýsköpunaráform ríkisstjórnarinnar um skipakaup, hlutu einnig að auka þörfina fyrir fjölg- un kunnáttumanna á þessu sviði. Hér þurfti því að hraða störfum til þess ef hægt yrði að mæta auknum kröfum. Mótornámskeiðakennsla er að verulegu leyti verkleg, og lögðu því fulltrúar vélskólans það til, að fyrirhugað vélahús við Sjómannaskólann yrði byggt strax, og látið ganga fyrir öðru, sem frekar mátti bíða. Pjárveitingar til þessarar miklu byggingar, Sjómanna- skólans, komu dræmt, og er það út af fyrir sig afsakan- legt, enda fór allt fram úr áætlun eins og hér er venja. Það lá því næst að Ijúka því fyrst sem mest á reið, og hagkvæmast var fyrir ríkissjóðinn. Ekki er vitað hve miklu skólanefnd fékk ráðið sem heild um þessi mál, en svo mikið er víst að á fulltrúa vélskólans var lítið hlustað. Því er frestað að byggja vélahúsið og þar með útilokað að námskeiðin gætu flutt í skólann á síðastl. hausti þegar þar var hafin kennsla. í stað þess leggur Fiskifélagið í kostnaðarsama breyt> ingu á húsi sínu, til þess að geta mætt stórri aukningu mótornámskeiðanna og leigt ríkissjóði húsnæðið um stundarsakir. Skorti þó á um sumt, og vitað er að þrengsli í húsakynnum Fiskifélagsins torvelda mjög hina verklegu kennslu á námskeiðunum. I sambandi við þessa ráðstöfun gerði 9. þing FFSÍ eftirfarandi ályktun: „9. þing FFSI felur stjórn sambandsins að skora á ríkisstjórn og Alþingi, að hraða sem mest byggingu vélasals við Sjómannaskólann, sem vélskólanum er svo mikil nauðsyn að verði byggður hið allra fyrsta. Enn- fremur að leggja fram nægilegt fé til kaupa á áhöldum af fullkomnustu gerðum fyrir sk'ólann, á næstu fjáh- lögum ----- Þá leyfir 9. þing FFSÍ sér að mótmæla því kröftuglega, að nemendum úr öðrum óskyldum skól- um verði hleypt inn í Sjómannaskólann, þegar vitað er að 75 mótorvélstjóranemendur verða að hafast við í setuliðsbröggum niður við Skúlagötu." Vélskólanum er ætluð miðhæð Sjómannaskólans. Fjárveiting fékkst þó ekki, hefir mér verið sagt, til þess að fullgera kennslustofur vélskólans, nema með því skilyrði að gagnfræðaskóli fengi afnot mikils hluta þeirra um óákveðinn tíma. Sýnir þetta að hagsmunir véskólans eru látnir sitja á hakanum. Var þetta í fullri andstöðu við óskir fulltrúa vélskólans í skólanefnd, sem lögðu áherzlu á, að námskeiðakennslan yrði flutt í skól- ann strax. Þeir menn sem um langt skeið hafa haft áhuga fyrir bættri aðstöðu fyrir vélfræðikennsluna, vonuðu að með sameiningu sjómannanna um slcólamál- in, væru leyst úr læðingi öfl sem eftir væri tekið, og allir dragbítir af sorfnir. Þegar hið glæsilega skóla- hús reis af grunni, jók það vonir áhugamannanna um að nú væri flest fengið. Hér eftir gengi allt eins og í sögu um eflingu skólans. Það virtist kominn tími til, enda bersýnilega þörf á mikilli aukningu. Enn virðist þó langt í land. Nú um áramótin, þetta fyrsta ár sem starfað er í nýja húsinu, horfir málið þannig: Vélskólinn stai’far eins og hver önnur hornreka í sínum eigin húsakynn- um. Hann hefir engin tök, frekar en áður, til verklegra æfinga. Verulegur hluti húsnæðisins er leigður út um óákveðinn tíma, sennilega meðan verið er að byggja nýjan gagnfræðaskóla, sem getur dregist í nokkur ár. 124 Meira en ár er liðið síðan undirbúningur var hafinn að byggingu vélahúss fyrir skólann. Fyrst nú er verið að steypa veggi þess. Ekki er ósennilegt, að fjárveit- ing sú, sem skólanefnd hefir til umráða á þessu ári, verði þrotin áður en vélahúsið er komið upp og nauð- synlegur búnaður og kennslutæki fengin. Það lítur því svo út, að Fiskifélaginu sé ætlað enn um skeið, að hafa mótornámskeiðin undir sinni hendi, og, að því verði falið að sjá um húsnæði, sennilega fleiri „bragga" fyrir væntanlega aukningu, sem hlýtur að verða ef nægilega margir vélgæzlumenn eiga að vera fyrir hendi þegar nýju bátarnir koma. Fiskifélag íslands hefir á undanförnum árum unnið þarft verk með því að sjá um húsnæði og kennslukrafta fyrri mótornámskeiðin fyrir hönd ríkissjóðs, á meðan vélskólinn var á vergangi og húsnæðislaus. En nú, þeg- ar möguleikar eru að skapast fyrir því, að vélfræði- kennslan geti verið á einum stað við góða aðstöðu, er vitanlega hagkvæmast að hún verði sameinuð sem fyrst. Aðsókn að vélskólanum er nú vaxandi, en þó enn of lítil. Veldur því mikil og vel borguð verkstæðisvinna, sem togar nú fastara í ungu mennina en æfintýraþrá- in sem sjóvinnunni er samfara. Það heyrist heldur elcki eitt örfunarorð frá samtökum útvegsmanna né ríkis- stjórn hinna ungu manna, sem líklegir væru til þess að leggja inn á þessa starfsbraut. Það er eins og aukin vélaþekking og tæknimenning í landinu kæmi þeim að1- ilum ekkert við. Einn fulltrúi Fiskiþings segir í frétt- um af þinginu þannig frá: „A Fiskiþinginu var út- býtt skýrslu vélfræðiráðunauts félagsins. Skýrslan var aldrei tekin á dagskrá til umræðu, og engin minntist á hana, og ríkir einkennileg þögn um þessa hlið á starfsemi Fiskifélagsins.“ Slíkur er áhuginn fyrir þess- um málum þar. Það er ekki fyrr en vélskipin liggja hérna við hafnarbakkann og komast hvergi, af því að kunnáttumenn í vélgæzlu vantar, að farið er að kvarta. Og til þess að „skútan“ þurfi ekki að liggja, eru þeir teknir sem fást, og ekki meira um það fengizt. Af öllu þessu afskiptaleysi og sofandahætti ábyrgra aðila, verð- ur óhjákvæmilegt að manna hin miklu skip „nýsköp- unarinnar" annað hvort útlendingum eða íslenzkum „gerfimönnum“. Má hver, sem vill, trúa því fyrir mér, að það sé réttasta leiðin og hin hagkvæmasta fyrir ís- lenzkan sj ávarútveg. Fulltrúar vélskólans í skólanefnd hafa átt sinn þátt í undirbúningnum að byggingu Sjómannaskólans, og hafa eins og meðnefndarmenn þeirra unnið þar mikið starf og gott. Þeir hafa hinsvegar ekki getað komið íveg fyrir nokkur víxlspor, sem að þeirra dómi hafa verið stígin i skólamálinu. Þeir hafa ekki getað komið í veg fyrir það, að vélskólinn hefir verið sniðgenginn að ó- þörfu. Með tvískiptingu þeirri, sem enn er, og sennilega verður á vélfræðikennslunni, er eðlilegur vöxtur vél- skólans torveldaður um óákveðinn tíma, og kostnaður við skólahaldið sennilega aukinn um skör fram. Þetta verður að segjast, því hér er um mál að ræða, sem varðar almenningsheill. Eins og áður er á minnst, hefir Vélstjórafélag ís- lands oftast haft forgöngu um umbótatillögur á mennt- un vélstjóra. Það hefir nýlega samið tillögur um víð- tækari vélfræðikennslu, sem miðaðar eru við ástandið sem nú er. Hefir þeim verið komið á framfæri við þá ráðamenn í landinu, sem líklegastir eru til þess að V í K I N G IJ R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.