Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Blaðsíða 15
Jón Otti Jónsson:
^4 fc4
um
ey
(fiAcin clci
Frá því að ég- fór fyrst til sjós árið 1909,
hefur mig langað til að sjá sandana í Vestur-
Skaftafellssýslu með eigin augum. Ég hef svo
oft hlustað á mér eldri sjómenn tala um þessa
hættulegu strönd og horft á hana úr fjarska
utan af hafi, séð brimið og hugsað um þau
mörgu skip, sem þarna hafa strandað, og síðast,
en ekki sízt, hefur mér orðið hugsað til sjó-
mannanna, sem oft hafa komizt lifandi í land,
en orðið að þola miklar raunir, áður en þeir
komust til bæja. En því miður hefur allt of oft
orðið sú raunin á, að menn hafa aldrei náð til
bæja, heldur orðið úti á endalausri víðáttu sand-
anna, eftir að í land var komið.
í júnímánuði síðastliðnum varð loks úr því,
að ég ferðaðist austur í sýslur. Ég fékk mér
sæti í áætlunarbíl að Kirkjubæjarklaustri og
komst um kveldið alla leið að Fossi á Síðu til
míns gamla háseta, Helga Eiríkssonar, sem er
einn af búendum þar. Helgi tók mér mjög vel.
Ég sagði honum hver væri meðal annars til-
gangur ferðarinnar, að sjá sandana. Hann kvað
þar hittast vel á, því að verið væri að reisa
skipbrotsmannaskýli á Fossfjöru fyrir Slysa-
varnafélag íslands. Væri stór herbíll, nú í eigu
pósts og síma, í förum þangað að flytja bygg-
ingarefni.
Daginn eftir var svo farið af stað niður í
fjörur. Stikur eru reknar niður í sandinn með
vissu millibili til að vísa leiðina. Sagði bíl-
stjórinn, sem er Skaftfellingur og þess vegna
vel kunnugur, að hann mætti helzt aldrei missa
sjónar á stikunum, ella ætti hann á hættu að
lenda í sandbleytu.
Mér þótti leiðin löng og tilbreytingarlítil.
Frekar dimmt var yfir, og landslagið eyðilegt.
Datt mér í hug, að eitthvað þessu líkt hlyti að
vera umhorfs í eyðimörkinni Sahara. Ég hafði
orð á því við Helga, að leiðin væri löng. Hann
sagði, að frá Fossi og niður að sjó væru 18
km. í beina línu, en þar sem við yrðum að fara
ýmsa króka, lengdist leiðin enn við það. Bíllinn
spólaði oft í sandinum, og sagði bílstjórinn mér,
að ekki þyrfti að reyna að komast þetta nema
v í K l N □ U R
á þessari tegund bíla (með drif bæði að aftan
og framan).
Þegar niður á fjöruna kom, var stanzað þar,
sem verið var að byggja skipbrotsmannaskýlið.
Var búið að steypa helminginn af stöplum þeim,
sem húsið á að hvíla á, því að ekki má láta
það standa á sandinum vegna sandfoksins, —
þá mundi það ,,fenna“ í kaf, — en með þessari
aðferð er sandinum ætlað að fjúka á milli
stöplanna.
Mennirnir, sem að smíðinni unnu, höfðu reist
sér skýli úr tómum tunnum og rekavið og reft
yfir, því að ekkert viðlit er að vinna þarna
vesrna sandfoks, ef nokkuð hvessir.
Ég fór nú að litast um og gekk niður að sjó
ásamt Helga bónda. Það hafði verið álandsvind-
ur undanfarið, og mátti þar sjá margt rekagóss,
bæði nýtt og gamalt, og skammt frá, úti í brim-
garðinum, stóðu möstur togara upp úr. Sagði
Helgi mér, að reykháfurinn væri nýlega fallinn,
en togarinn væri Louis Botha, einn þeirra
briggja, sem strönduðu þarna í fyrra vetur.
Hinir tveir (War Grey og Limeslade) náðust
út. Louis Botha var síðastur, og urðu þeir, sem
þar voru á verði, varir við, að hinir voru strand-
aðir. Gerðu þeir þá tilraun til að snúa frá landi,
en festu sig þá. Þess vegna hafði hann orðið
verr úti enn hinir, enda drukknaði einn maður
af honum. Hinir komust allir lifandi í land, en
þrír dóu á leiðinni til bæja, gáfust upp af þreytu
og vosbúð.
Það var ætlunin hjá Helga að láta aka okkur
meðfram sjónum, því að hér er sandurinn svo
harður, að hægt er að fara hart. En nú var
farið að hvessa, og ef hann herti vindinn meir
en þetta, fer sandurinn að fjúka. En bílstjórinn
vildi ekki, sem vonlegt var, eiga á hættu að
geta ekki séð stikurnar á heimleiðinni.
Hér dálítið vestar sést á stefni brezks tog-
ara, sem strandaði árið 1910. Helgi mundi nafn
hans, en það var Japan. Skipsmenn höfðu gist
hjá Eiríki á Fossi, föður Helga, meðan þeir voru
að hressast. Skammt frá togaranum er frönsk
skonnorta, sem strandaði um 1880 og hafði
79