Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Blaðsíða 40
flotið getur, skríður af stað til þess að sækja björgina. 1 innfjarðarstillunni halda bátarnir að landi, oft með hlaðning og tvíróa á sólarhring, ef tök eru á. — Seinni hluta vetrar kemur hin geisilega steinbítsganga með þorskinum á grunnmiðin. Á sjómannamáli hefur hákarlinn oft verið nefndur „sá grái“, þorskurinn er kall- aður ,,sá guli“, en steinbíturinn „sá bláí“. Þeg- Frá Súgandnfiröi. Vélbátarnir á legunni. ar sá blái er skriðinn á miðin, gengur hann svo gírugur til fæðunnar, sem fram er borin á lóð- unum, að þorskurinn kemst tæplega að. Honum nægir ekki að bryðja skeljar og brytja krabba og kuðunga eða gleypa steina, — hann hendir sér með græðgi á önglana. Þegar lóð eða lína er dregin og sér á þorsk í kafinu, er kallað að lýsi á lóðinni. Sjáist 2 — 3 — 4 fiskar í röð er það tvíhvítt þríhvítt eða fjórhvítt. Sé þorskur á hverjum öngli, svo langt sem augað eygir í golgrænan sjóinn er það „stagur“. Ef straumur er vægur, er þá oft létt að draga línuna, því að þorskurinn fær loft í sundmagann og flýtur upp. öðru máli er að gegna um þann bláa, steinbít- inn. Hann er þungur sem blý, streitist á móti í drættinum og býst til harðvítugrar varnar með tannhvössum kjaptinum. Komist hann lifandi í lóðastamp er hann á augabragði búinn að vöndla lóðinni saman í eina flækju, finni hann fyrir stígvélatá, klemmir hann tönnunum sam- an og snýr upp á, — nái hann taki í borðstokk, nístir hann sig fast á tréð og stælist svo að bol- urinn stendur eins og spýta út í loftið. Svo undrakraftmikill er sá blái í hausnum. Þegar lóðin stagar af þeim bláa, má vænta stórorr- ustu á þilfari. Einn skipverja hefur barefli í hönd og býður steinbítinn velkominn með því að slá í haus hans heljarhöggi. Oft þarf snör handtök og mörg högg áður yfir lýkur og hin stórfenglega bardagahetja liggur yfirunnin. Sennilegt má telja, að væri steinbíturinn eins stór og hákarl, þá mundi hann fljótlega drepa allar aði’ar sjávai'skepnur sér til matar og síð- an berjast innbyrðis, þar til yfir lyki. — Það má ekki vera nein lydda, sem tekur á móti 800 —1000 steinbítum og yfirvinnur í einum róðri, og stundum fá bátar á annað þúsund í einni legu. — Sú saga hefur verið sögð, að fyrr á tímum hafi steinbítur verið talinn óæt skepna. Þá var það í hallæri undir Jökli, að sveitanómög- um var gefinn soðinn steinbítur svona til reynslu. Þeir voru þá dauðir hvort eð var. En svo brá við, að ómagarnir tóku að hjarna við af steinbítsátinu, og þótti þá öðrum óhætt að leggja sér hann til munns. Og nú er steinbítur- inn orðinn gómsæt markaðsvara í höfuðstaðn- um, vafinn innan í pappír, og biður um að borða sig meira en efni standa til á mörgum heim- ilum. — Eins og áður getur eru veiðar stundaðar mest á vélbátum, bæði stórum og smáum. 4—8 menn eru á hverj um bát; lóðir eru notaðar meiri hluta árs, þó hafa handfæraveiðar oft verið stund- aðar vor og sumar og gefið drjúgar tekjur. Nokkrir stærri bátar stunda dragnótaveiðar og 1— 2 bátar síldveiðar fyrir Norðurlandi. Við allar veiðar fá hásetar á hverjum bát jafnan hlut frá borði, að undanteknum handfæraveið- um. Þar ber hver einstakur úr býtum eftir fiskisæld sinni. Oft er um það rætt, hvort litlu kauptúnin víðsvegar á ströndum landsins eigi framtíð fyr- ir sér og þá jafnframt, hvort það svari kostn- aði hjá hinu opinbera að styðja framfaravið- leitni þar sem baráttan er átakamikil og oft tvísýn. En vafalaust má fullyrða, að þar sem maðurinn trúir á framtíð sína, þar opnast Sesam. — Framfarir, og framkvæmdir í Súg- andafirði tala sínu máli í þessa átt. Á síðustu árum hafa verið lagðir vegir um sveitina og á vori komanda verður opnað bílvegasamband til ísafjarðar. Þarna hefur verið byggð sundlaug ásamt sundskýli, falleg steinkirkja, hafnargarð- ur og hraðfrystihús. Sundlaugin er byggð við sjó fram nokkru fyrir innan kauptúnið. Er hægt um flæðar að veita í liana sjó, sem síðan er blandaður með heitu laugavatninu. Þetta er því ein af ágætustu sundlaugum landsins. — Kirkjan sú hin nýja er byggð á heimajörðinni Suðureyri. Prestur þeirra er Halldór Kolbeins, vaskur maður og frjálslyndur, og prestur, að ég hygg, í góðri merkingu þess orðs. Hafnargarður Súgfirðinga, sem jafnframt á að vei’ða hafskipabryggja í framtíðinni, er enn í smíðum. Unnið hefur verið að byggingu hans 2— 3 síðustu sumur. Er ætlast til að við hann fáist gott bátalagi. Stofnun hraðfrystihússins hefur ýtt mjög undir vonir manna um, að líf- vænlegt verði þarna í framtíðinni. Ég hef með erindi þessu viljað vekja athygli á að fábýlir staðir standa oft til jafns við aðra stærri um sjálfbjargarviðleitni og menningu. 1D4 V I K I N □ U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.