Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Blaðsíða 18
Mynd þessi er frá skipasmíðastöð einni í Bandaríkjunum. A stríðsárunum fleygði slcipasmíðum ákaflega fram
vestan hafs. Með styrk nýjustu tsekni tókst að smíða skip í fjöldaframleiðslu á ótrúlega skömmum tíma.
Jón er stöðvaður af brezku herskipi, sem tekur
hann inn til Hjaltlands, en þar sem móttakand-
inn var á svarta listanum, var skipi Jóns ekki
sleppt, en hann og skipshöfnin öll send heim til
Danmerkur.
Fyrst í febrúar 1922 fær Jón skip sitt laust
úr haldinu, þá mjög úr sér gengið, sem að lík-
um lætur, þar sem það sem það hafði þá legið
í full fjögur ár hirðulaust í skozkri fiskihöfn.
Jón sækir samt skip sitt og ræstir það upp, og
siglir því enn um skeið, síðan selur hann það og
hættir siglingum.
Á meðan Jón var í landi árin 1917—1922,
stundaði hann skipasmíðar við skipasmíðastöð
í Marstal, því Jón er þjóðhagasmiður bæði á tré,
járn og kopar. Jón var giftur konu frá Marstal
og eignuðust þau einn son, sem nú er rafmagns-
stjóri í smábæ á Ærö, en 1940 missti Jón konu
sína, bjó eftir það einsetumaður í húsi sínu,
þar sem þau hjónin höfðu búið í mörg ár, en
eftir það flutti hann á elliheimilið, þar sem hann
dvelur núna.
Ef einhver ættingi Jóns eða velunnari óskaði
að komast í samband við liann er heimilisfang
hans „De gamles Hjem“, Gasværksvej 8, Mars-
tal, Danmark.
Myndin, sem fylgir þessum línum er af Jóni
á 87. aldursári.
Einar Stefánsson.
B2
VÍKINGUR