Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Blaðsíða 52
lí í
— VaknaSu, maður! Þíi átt eftir að talca svefn-
meðalið.
Sigfús Sigfússon frá Eyv^ndará var einhver eljur
mesti og merkasti þjóðsagnasafnari okkar. Eft-
ir hann liggur geysimikið safn hvers konar alþýðu-
fræða. Var útgáfa þess hafin fyrir allmörgum árum,
en féll niður um skeið. Nú hefur Víkingsútgáfan keypt
útgáfuréttinn og eru þegar komin frá hennar hálfu
þrjú bindi, V., VI. og VII. bindi. Sjötta bindi safns
þessa hefur að geyma svonefndar náttúrusögur. Er þar
allmikið sagt frá lagardýrwm margs konar, og kennir
í þeim þætti ýmissa grasa, sumra næsta furðulegra.
Hér á eftir verður birt lítið eitt af því, sem Sigfús
Sigfússon segir um seli. Koma þar glögglega fram til-
raunir alþýðu til skýringa á margvíslegum fyrirbærum
náttúrunnar.
★
Sagt er, að selir séu hefnigjarnir, og ærið eru þeir
grimmir og gráðugir, og er trú manna, að þeir sæki
mjög á óléttar konur, einkum ef þær ganga með svein-
börnum, og það sjá þeir að sögn. — Þeir eru vitrir og
afar forvitnir, einkum ef þeir sjá rauðan lit á bát,
þá nálægjast þeir. Margar sagnir eru af grimmd þeirra
og slægð.
★
Einu sinni var ólétt stúlka að þvo við sjó. Sér hún þá
mjög stóran sel þar nærri. Hann syndir í land og hleyp-
ur uppréttur á hreifunum að henni, því að hann hafði
hreifafylli. Hún hefur undan á rás eftir sandinum. En
svo var hann fljótur, að hann var alltaf á hælum
hennar og smáhrifsaði til hennar með fi'amhreifunum.
Hún þykist sjá, að hún hefur eigi undan honum á sand-
inum og beygir af stefnu upp á gróna jörð. En þar
fór selsa að síga larður, svo að stúlkan slapp heim
og sýndi þar rifin föt sín máli sínu til sönnunar. Kvað
hún hann hafa verið engu líkari en manni, þegar hann
hljóp á afturhreifunum.
★
Á FRÍVA
Sagt er, að selir sækist svo gráðugt eftir sveinbörn-
um, að þeir hlaupi á land, þegar kona, sem gengur með
sveinbarni, kemur svo nærri, að hún verður í sjónhæfi
þeirra, og ráðist á konuna. Bóndi einn á Mýrum í
Skaftafellssýslu hafði þann sið, að ginna seli á land
með konu sinni til að drepa þá. Einu sinni fer hann
til sævar og kallaði hátt að vana:
Kópur, kópur, kom þú hér.
Kona mín er á gangi,
með sveinbarn í fangi!“
eða
Kona mín liggur á sandi.
Hún ætlar að ala þér
fríðan svein á landi.“
í sömu andrá kom stór selur á land og skyggndist
um. En bóndi drap hann. Hafði bóndi aldrei þurft
annað en kalla svo, því að selir skilja mannamál.
★
Bóndi í næsta hreppi, Suðui'sveitinni, hafði líkan
sið, að kalla með sér konu sína til sævar, þegar hún
var ólétt, og sýna hana selunum og drepa þá svo
hrönnum saman. „En kennir hver sín, þótt klækjóttur
sé“. Selsar skildu bragð hans og hugðu á hefndir, svo
að einu sinni, er konan fór með bónda, vissu þau eigi
fyrri til en fjöidi seia umkringdi þau af ýmsum teg-
undum, stórir og smáir, og helrifu konuna. En bóndi
komst nauðulega undan.
★
Bóndi nokkur var á róðri heim til'sín með konu sína
ólétta í skutnum. Allt í einu óð uppi stór selur og fór
að ásækja konuna. Konan reyndi að verjast, en bóndi
reri lífróður, unz hann var nærri kominn að landi. En
þá kippti selurinn konunni útbyrðis. Sá bóndi í gegn-
um glæran sjóinn, hvar selsi reif hana á hol og bruddi
fóstrið. Varð bóndi aldrei samur maður.
★
Ég er kominn að raun um það, að hattarnir eru
orsök þess, hvað hárið gránar fljótt á okkur karlmönn-
unum.
— Hattarnir? — Hvaða vitleysa er þetta.
— Ekki hattamir okkar, heldur hattarnir sem sitja
á kollinum á kvenfólkinu.
— Geturðu verið án hundrað króna til morguns?
— Ég ei' víst neyddur til þess. Eg á ekki túskilding
með gati.
★
Nikulás frændi: Hvers vegna ertu svona þögull,
Grímsi litli.
Grímsi (sex ára) : Mamma ætlar að gefa mér krónu
ef ég minnist ekkert á skallann á þér og rauða brenni-
vínsnefið.
★
116
V í K I N G U R