Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Blaðsíða 19
Segðu ekki með hvaða hættí, því að hún gæti þá haldið, að við gætum komizt hjá því, láttu þig bara dreyma, að við séum drepin. Bill hefur alltaf hjátrúarfullur verið, og síðan þig di’eymdi um fótinn á honum, trúir hann hverju sem er; og hann er svo hrifinn af Emily, að hann myndi koma í veg fyrir giftinguna". Það tók hann þrjá daga og silfurfesti að telja kokkinn á þetta, en honum tókst það að lokum; og einn dag, þegar Bill gamli, sem hresstist, lá í rekkju sinni, kom kokkurinn niður til að fá sér blund. I tíu mínútur lá hann öldungis rólegur, og Bill gamli var í þann veginn að loka augunum, þegar kokkurinn byrjaði að tala í svefni, og fyrstu orðin komu Bill til að setjast upp eins og hann hefði verið bitinn, „Þarna fara þau“, segir kokkurinn, „Emely Foster og Jósef Meek — og þarna er Bill gamli — góði gamli Bill, sem ætlar að blessa brúðurina. En hvað þau virðast öll hamingjusöm, einkum Jósef!“ Bill gamli bar höndina upp að eyranu og hall- aði sér fram úr rekkjunni. „Þarna fara þau“, segir kokkurinn aftur, „en hvaða ægilega, svarta ófreskja er þetta með klærnar, sem vofir yfir Bill ?“ Aumingja Bill datt næstum fram úr rekkjunni, en hann bjargaði sér á síðasta andai'taki og lá þarna náfölur og hlustandi „Það hlýtur að vera ætlað Bill“, segir kokkur- inn. „Jæja, vesalings Bill; hann veit ekkert um það, það er bót í máli. Við skulum vona, að það taki fljótt af“. Hann þagði um stund, svo hélt hann áfram. Nei, það er ekki Bill; það eru Jósef og Emily, köld og stirðnuð, og þau eru ekki búin að vera gift nema í viku. Hvað það er hræðilegt að sjá þau! Vesalingarnir. Ó! ó! ó! — ó!“ Hann hrökk upp með hrolli og tók að stynja, og svo settist hann upp og sá Bill teygja sig fram úr rekkjunni og stara á sig. „Þig hefur dreymt, kokksi“, segir Bill skjáíf- andi röddu; „þú talar upp úr svefninum“. „Þú hefðir ekki átt að hlusta“, segir kokkur- inn, fer fram úr og færir sig til hans. „Ég vona, að þú hafir ekki heyrt allt, sem mig dreymdi. Hvað heyrðirðu?“ Bill sagði honum það , og kokkurinn sat og og hristi höfuðið. „Þakkaðu hamingjunni fyrir, að þú skyldir ekki heyra það versta“, segir hann. Versta! segir Bill. „Hvað, var eitthvað meira?“ „Heilmikið meira“ segir kokkurinn. „En lof- aðu mér því, að minnast ekki á þetta við Jósef, Bill. Láttu hann njóta hamingjunnar meðan hann getur; það myndi einungis gera hann hug- sjúkan og kæmi ekki að neinu gagni“. „Ekki er ég viss um það“, segir Bill og hugsar til Feds og bjórflöskunnar. „Var það eftir að þau giftust, kokksi, að það skeði? Ertu viss?“ „Alveg viss. Það var viku seinna“, segir kokksi. „Gott og vel“, segir Bill og slær á veika fótinn af misgáningi; „ef þau giftast ekki, gæti það ekki komið fyrir, eða hvað?“ „Talaðu ekki eins og bjáni“, segir kokkurinn, „þau hljóta að giftast. Ég sá það í draumnum“. „Jæja, við sjáum til“, segir Bill. „Ég ætla að tala um það í næði við Jósef, og vita hvað hann segir. Ég ætla ekki að láta myrða frænku mína til að þóknast þér og láta drauma þína rætast". Hann talaði við Jósef, en Jósef vildi ekki heyra það nefnt fyrst í stað. Hann sagði, að þetta væri eintóm vitleysa úr kokknum, þó hann viður- kenndi, að það væri skrítið, að kokkurinn skyldi vita um giftinguna og nafn Emily, og að lokum sagði hann, að þeir skyldu bera málið undir hana og láta hana ráða. Þetta var um það bil síðasti draumur kokksins í þessari ferð, þó hann segði Bill gamla nokkru síðar, að sig hefði dreymt sama drauminn aftur um Jósef og Emily svo að hann væri öldungis viss um, að þau hlytu að giftast og verða drepin. Hann vildi ekki segja Bill, hvernig þau yrðu drepin, af því, sagði hann, að það myndi gera hann gráhærðan fyrir aldur fram; en auðvitað varð hann að segja, að ef þau giftust ekki, gæti hitt ekki rætzt. Hann sagði, að þar eð hann hefði aldrei sagt drauma sína áður, að undanskildu fótbroti Bills, væri hann ekki alveg viss um nema hægt væri að koma í veg fyrir, að þeir rættust með því að fara varlega, og Bill benti honum á, hversu þarfur maður hann gæti orðið með því að dreyma og vara fólk við í tíma. Þegar við komum í höfn í London, var fótur- inn á Bill orðinn stórum betri og honum tókst prýðilega að hökta um við hækjur, sem timbur- maðurinn smíðaði handa honum. Hann, Jósef og kokkurinn höfðu rætt mikið um drauminn, og gamli maðurinn hafði boðið kokknum heim með þeim til að staðfesta söguna, er hann sagði hana. „Ég skal segja henni nærgætnislega frá þessu“, segir hann. „Þegar ég tala til þín, tekur þú til máls, en fyrr ekki. Skilurðu það?“ „Það var einstaklega fagurt veður um kvöld- ið, allir voru ólmir í að komast sem fyrst í land og unnu af kappi rétt eins og þeir hefðu ánægju af því. Það var slangur af fólki á bryggjunni og þar á meðal nokkrar álitlegar, ungar stúlkur. V í K I N □ U R 155
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.