Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Qupperneq 64

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Qupperneq 64
lengd 230 fet, breidd 98 fet og 196 fet, þar sem hún er breiðust. Eyjan liggur á 67° 06' norður- breiddar og 18° 36' vestlægrar lengdar. Hún er frá vestur-norðvestur til austur-suðaustur. Frá Grímsey í norð-norðvestur 35 sjómilur. (Það, sem skrifað hefur verið um Kolbeinsey, má finna í: Árbókum Espólíns, V. bindi, bls. 35; Þjóðsögum Jóns Árnasonar, II. bindi, bls. 125—127; Landafræðissögu íslands eftir Þor- vald Thoroddsen, I. bindi, bls. 215—217; Lýsing íslands eftir Þorvald Thoroddsen, I. bindi, bls. 131—132; Eimreiðinni 1933 og Sagnaþáttum eftir Gísla Konráðsson). * Um liöfundinn. Þó að hin eldri kynslóð Islendinga vestan hafs hnígi nú óðfluga að velli, eru enn í hennar hópi ofan moldar eigi allfáir fróðleiksmenn í alþýðustétt. Einn þeirra er Bergur Jónsson Hornfjörð í Arborg, Manitoba. Eftir hann hafa komið á prent í vestur-íslenzkum blöðum og tímaritum bæði' frumsamin kvæði og greinar um söguleg og þjóðleg efni, meðal annars hér í Almanakinu. Nýlega sendi hann undirrituðum tvær all- stórar bækur (handrit) með sögulegum fróð- leik, er hann hefur viðað að sér úr ýmsum átt- um, og bera fagran vott fróðleiksást hans og fræðilegri viðleitni. I safni þessu er, auk margs annars, grein sú um Kolbeinsey, sem prentuð er hér að framan. Fannst mér vel fara á því, að hún kæmi fyrir sjónir almennings í Alman- akinu, bæði sem dæmi þess, að enn fyrirfinnast íslenzkir fróðleiksmenn í alþýðustétt vestan hafs, og einnig vegna hins, að ýmsum mun þykja nokkur fengur að þeim fróðleik, sem þar er færður á einn stað, þó eftir prentuðum heim- ildum sé. Lesendum til athugunar skal á það bent, að þess ósamræmis, er gætir í greininni um hnattstöðu og stærð eyjarinnar er því að kenna, að í upphafi og meginmáli greinarinnar fer höfundur eftir eldri mælingum og áætlun- um um það efni, en hinum nýjustu og nákvæm- ustu í greinarlok. Bergur Jónsson Hornfjörð, sem nú stendur á sjötugu, er fæddur 22. sept. 1878 að Hafnanesi í Nesjum í Hornafirði, sonur þeirra hjónanna Jóns bónda Einarssonar og Guðrúnar Ófeigs- dóttur. Kom vestur um haf til Canada árið 1902. Fluttist sama ár til Nýja-íslands, settist að í hinni svokölluðu Framnesbyggð, tók þar heim- ilisréttarland, og hefur síðan verið búsettur þar. Vann 26 sumur og 28 vetur á Winnipegvatni og er því gagnkunnugur lífi og starfi Islend- inga á þeim slóðum, bæði til sveita og sjávar, ef svo mætti að orði kveða. Að fræðilegum iðk- unum sínum hefur hann unnið í tómstundum frá tímafrekum skyldustörfum, eins og títt er um íslenzka fróðleiksmenn í alþýðustétt beggja megin hafsins. Richard Beck. £mœlki Við borðuðum saman hádegisverð á veitingahúsi ný- lega. Kjóllinn, sem hún var í byrjaði undir höndunum og endaði nokkru fyrir ofan hnén. Hún sagði: — Ó, ég hálf skammast mín, mér finnst ég vera hálf nakin, ég hef gleymt að púðra mig á nefbroddinum. ★ Faðir var að ásaka son sinn fyrir það, hvað hann færi seint á fætur, og sagði honum að viss maður, sem nann tiltók, hefði fundið peningapyngju einn morgun- inn, bara af því að hann hafði farið svo snemma á fætur. — Það kann að vera, sagði strákur. — En sá, sem týndi pyndi pyngjunni, hefur nú samt verið á fótum á undan honum. ★ Það var verið að spila bridge og komið mikið í borð. Ein frúin var spurð að því, hvað mörg börn hún ætti. — Tvo gosa og eina spaðadrottningu, svaraði hún utan við sig. ★ Drukkinn maður stöðvaði leigubíl, opnaði hurðina, steig inn, féll út úr bifreiðinni hinum megin, komst á lappir aftur, sneri sér að bílstjóranum og sagði: — Hvað kostar það? ★ Húsmóðirin: — Hvernig stendur á því, að þú vilt endilega fara, María mín, við sem förum með þig eins og þú sért ein af fjölskyldunni? María: — Já, og það er það, sem mér er ómögulegt að þola lengur. ★ Það var siður í sveitinni hér áður við brúðkaup, að brúðinni var óskað til hamingju með kossi og varð brúðguminn að láta sér það lynda, hvort sem honum þótti betur eða verr. í brúðkaupsveizlu sat einn af brúðkaupsgestunum af- síðis og var daufur í bragði. Vinur hans gekk til hans og sagði: — Hefirðu kysst brúðina — Ekki nýlega, svaraði maðurinn. 200 V I K I N G U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.