Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Blaðsíða 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Blaðsíða 48
Þanng var þeim innanbrjósts, er þeir sigldu lengra og lengra út ó hafið í tuttugu daga, þrjátíu daga, fjöru- tíu daga, fimmtíu daga og sextíu, ón þess að sæist til lands eða nokkur merki gæfu til kynna, að þeir væru að nálgast land. Hver vikan leið af annarri, þar til hundrað dagar voru liðnir frá því þeir yfirgáfu Pata- góníuströnd — þrisvar sinnum lengri tími en för Kol- umbusar tók vestur um haf. Þúsundir og enn þúsundir klukkustunda hélt floti Magellans áfram út í endalausa víðáttuna. Frá því 28. nóvember, þegar Cabo Deseado hvarf niður fyrir sjónhringinn, höfðu þeir hvorki haft kort né tök á að gera nauðsynlegar mælingar. Fjar- lægðarreikningar Faleiros höfðu reynzt rangir. Magell- an áleit, að hann ætti að vera löngu kominn frá Japan, Zipangu (eins og Marco Polo nefndi það), Dai Nippon, landi sólaruppkomunnar. En þegar hann komst á þá skoðun, hafði hann ekki enn farið þriðjung leiðarinnar yfir hið geysivíða haf, sem hann nefndi Kyrrahafið sökum þess, hve sjór var sléttur. En þótt hafið væri kyrrt, var kyrrð þess miskunar- laus, því að hin stöðuga friðsæld varð að kvalræði. Hinn azúrblái spegill hafsins var alltaf samur, sífellt brenn- andi sól á skafheiðum himni, loftið hljómlaust og þögult, sjónröndin óendanlega fjarlæg og alltaf jafnnákvæm- lega hringmynduð, skýr reglubundin lína, sem aðgreindi himin og haf. Alltaf fylgdi sami endalausi og tóm- legi bláminn hinum litlu skipum, sem voru hið eina, er hreyfðist í þessum kyrrstæða heimi. Alltaf lýsti sama miskunarlausa birtan hið sama sjónarsvið, og um nætur störðu af himni sömu köldu, þöglu etjörnurnar, sem árangurslaust voru spurðar til vegar. Alltaf bar hið sama fyrir augað, sömu seglin, sömu siglurnar, sömu akkerin og stefnin, sömu hlaupin í fallbyssugötunum, sömu festarnar. Alltaf lagði sama væmna rotnunar- þefinn upp úr kasheitum skipunum. Alltaf sömu óum- flýjanlegu félagarnir, morguns, kvölds og miðs dags, sömu andlitin, stirðnandi af örvæntingu, sem aðeins breytti um blæ eftir því sem hungur og sjúkdómar tærðu hold af beinum. Augun sukku dýpra og dýpra, urðu daufari og fjörminni með degi hverjum. Andlitin urðu horaðri, göngulagið óstyrkara. Þessir menn, sem fáum mánuðum áður höfðu klifrað frískir og fimir um rár og reiða, þegar fella þurfti segl í stormi, reikuðu nú um eins og vofur, kinnfiskasognir og fölir. Þeir skjögruðu eða lágu fyrir á þiljunum eins og sjúkir menn. Hin þrjú skip, sem'lagt höfðu af stað í einhvern djarflegasta leiðangur sögunnar, voru nú mönnuð aftur- göngum, sem naumast gátu kaliazt mannlegar, þau voru orðin fljótandi spítalar, færanleg sjúkraskýli. í þessari ferð, sem var orðin lengri en ráð hafði verið fyrir gert, gengu vistir allar til þurrðar, svo að skortur var orðinn alvarlegur. Það, sem fram var reitt, var fremur skarn en matur. Vínið, sem hafði vætt varirnar og hresst hugann lítils háttar, meðan það entist, var nú algerlega þrotið. Sólin hafði hitað drykkjarvatnið, það var orðið salt á bragðið, og lagði slíkan banvænan ó- daun af því, að vesalings mennirnir urðu að halda fyrir vitin, meðan þeir svolgruðu hinn litla dagskammt til að reyna að draga úr skrælnuninni í hálsinum. Og kexið, sem var eina fæðan auk þess fiskjar, er þeir veiddu, var orðið að óhreinni, grárri mylsnu, morandi af korn- maðki og auk þsss atað saurindum eftir rottur, sem sjálfar voru orðnar trylltar af sulti og réðust með græðgi á síðustu aumlegu matarleifarnar. Þessi ógeðs- legu dýr urðu hins vegar eftirsótt kostafæða, því að þegar þær höfðu rænt síðustu vistaleifunum, voru þær eltar uppi og drepnar, ekki í því skyni að útrýma þeim, heldur til að hirða af þeim skrokkana og matreiða úr þeim dýrmætar kræsingar. „Svo mikil eftirspurn var eftir rottum", ritar Pigafetta, „að við greiddum hálfan dúkat fyrir hverja". Sá, sem var svo heppinn að veiða rottu, steikti þessa viðbjóðslegu veiði og reif hana í sig. Til að friða innantóm iðrin og leggja sér eitthvað til munns, sem iíktist mat, tuggðu leiðangursmenn sag blandað örlitlu af hinu óæta kexi. Loks varð skortur- inn svo sár, að spádómur Magellans rættist og „hinir hungruðu menn nöguðu leðrið, sem var utan um stór- rárnar til að verja þær núningi“ (Pigafetta), „þessi skinn“, ritar hann, „höfðu verið óvarin fyrir sólskini, regni og vindi og voru orðin svo hörð, að við urðum að láta þau liggja fjóra eða fimm daga £ sjó til að mýkja þau, áður en við steiktum þau á glóð og átum“. Engan þarf að undra, að jafnvel þeir, sem harðgerð- astir voru þessara harðgerðu manna, gátu ekki þolað slíkan kost til lengdar, þó að þeir væru misjöfnu vanir. Skyrbjúgur brauzt út sökum skorts á nýmeti (sökum vítamínskorts, eins og nú er sagt). Tanngarðarnir bólgnuðu og spilltust, það blæddi úr þeim, tennurnar losnuðu og duttu, og sár mynduðust í munninum, svo að sjúklingarnir gátu ekki nærzt vegna sársauka í gómn- um, en sumir þeirra tærðust upp úr sulti og dóu, þeir, sem eftir lifðu, voru máttfarnir af hungri. Limir þeirra voru lamaðir og þaktir kýlum, og þeir drógust áfram við starfið eða lágu fyrir í afviknum skotum. Nítján manns biðu þannig kvalafullan dauða á þessari hræði- legu ferð yfir Kyrrahafið. Meðal þeirra, er fyrstir dóu, var Patagóníumaðurinn brottnumdi, sem þeir höfðu nefnt Juan Gigante (Jón risa), sá hinn sami, sem haföi getið sér orðstír fáum mánuðum áður fyrir að éta hálfa körfu af kexi í eina máltíð og drekka fulla vatnsfötu með. Hinir hraustu sjómenn týndu tölunni með degi hverjum, og Pigafetta hefur rétt fyrir sér, er hann fullyrðir, að með svo lasburða áhöfnum hefðu skipin ekki getað staðizt hvassviðri. „Ef drottinn og Heilög Jómfrú hefðu ekki haldið yfir okkur verndarhendi og látið slíka veðurblíðu fylgja okkur, myndum við hafa farizt á þessu óravíða hafi“. Hinn einmanalegi floti virtist vera heila öld að þok- ast yfir eyðilegt hafið, og leiðangursmenn urðu að þola allar hugsanlegar þjáningar, jafnvel þá, sem sárust er allra, örvæntingu vonbrigðanna. Magellan og félagar hans urðu fyrir sömu sáru vonbrigðunum og ferðamenn í eyðimörk, sem sjá framundan sér vinjar með blakt- andi pálmakrónum og fara að hlakka til forsælunnar, sem muni veita þeim langþráða svölun eftir brennandi sólarhita margra daga, ímynda sér, að þeir heyri hress- andi lækjarnið og neyta síðustu orku til að hraða för sinni sem mest en uppgötva þá, að það, sem þeir sáu, voru hillingar einar, því að pálmalundurinn var horf- inn, og endalaus sandauðnin liggur aftur framundan þeim eins langt og augað eygir. Morgun einn heyrðist varðmaðurinn í siglutoppinum hrópa hásum rómi: „Land! Land!“ f fyrsta sinn sást land eftir margar vikur. Hinir dauðþyrstu og hungruðu sjómenn þustu 1B4 V í K I N B U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.