Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Blaðsíða 26
/ þjálfað sig í brimreiðinni. Þetta er íþrótt, sem er í því fólgin, að standa á bretti og láta sig renna á því og fylgja öldunni upp að strönd- inni. Brettið er gert úr koa-við, ca. 2 m. langt og i/2 m. breitt. Frá Oahu er aðeins fárra tíma sigling til Maui,1) sem er næst stærst af byggðu eyjun- um. Austanvert á henni er eldfjallið Halea- kola, ca.-3000 m. hátt. Þar eru stærstu útkuln- uðu eldgígir í heimi. Á gígasvæðinu eru hvorki meira eða minna en 16 gígir. Aðalgígurinn er yfir 12 km. langur og 4 km. breiður, mesta dýpt hans er 880 m. Haleakola er alveg útslokknað eldfjall og hef- ur ekki bært á sér svo lengi sem sögur fara af. Eftir 12 tíma siglingu frá Honolulu kemur maður til stærstu og merkustu eyjarinnar, það er Hawaji, sem allur eyjaklasinn er nefndur eftir. Beri mann að norðausturströndinni og sigli áleiðis til höfuðstaðarins Hilo, blasa við hin háu, skýþöktu fjöll, sem eru einkennandi fyrir eyjuna. Eiginlega er eyjan sköpuð af 5 háum eldfjallatoppum og aflíðandi hlíðar þeirra mynda láglendið og strandlínuna. Við innsigl- ingaleiðina inn til Hilo (bær með nál. 12.000 íbúum) er lítil, fögur eyja, Cocohnotueyjan, og í baksýn bæjarins sjást í fjarska tindarnir á Mauna Loa og Mauna Kea. Á hverjum degi er ausandi rigning í Hilo, enda liggur bærinn al- veg opinn fyrir norðaustan staðvindinuin. Gróð- urinn í görðunum er líka alveg takmarkalaus. T námunda við bæinn er mjög fallegur foss, Regnbogafossinn. Þar hafa vindar og vatn myndað djúp gljúfur í jarðlögin. Ferðalagið með ströndinni er mjög skemmti- legt. Vegurinn liggur hátt uppi og fyrir neðan blasá við hinar þverhníptu klappir, þar sem brimið hefur sorfið holur og hella inn í hið gamla eldhraun. Við förum fram hjá fjölda af sykurreyrs- ökrum og vatnsfárvegum, sem notaðir eru til að flytja reyrinn að verksmiðjunum, sykurmyllum, kaffi- og tókbaksökrum, fram hjá mörgum sveitaþorpum, þar sem sjá má hversu ennþá eimir eftir af hinum frumlegu hawajiisku þjóð- háttum. Ennþá fyrirfinnast gamlir hofstaðir, ,,heiaus“ og ,,Puuhowoaas“, þ. e. eins konar hæli eða Tabu-svæði, umluktir steinmúrum. Þangað gátu konur 0g börn og sjúkir leitað sér skjóls og haft friðland í styrjöldum. Á vesturströndinni við Kealakakua-víkina var það, sem James Cook var drepinn árið 1) Eyjan Molokai, sem liggur milli Oaliu og Maui, er einangrunarstaður fyi'ir holdsveika menn, 1779. Þar hefur nú verið reist fagurt minnis- merki. Þegar maður ferðast um þessa eyju, undrast ferðamaðurinn hve oft hann hittir kvikfjár- hjarðir og ríðandi hjarðsveina ,alltaf klædda olíuskinnfötum með sjóhatt, til hlífðar fyrir rigningunni. Á Oahu verður maður varla var við kvikfénað, en á Hawaji er þó nokkuð um kvik- fjárbúgarða, og búpeningurinn nýtur beitar- innar á gömlum hraunflákunum, sem nú eru orðnir gróðri klæddir og hið frjóasta land. Af öllu því, sem fyrir augað ber á eyjunni, eru eldfjöllin athyglisverðust. Frá Hilo er auð- velt að komast að þeim. Álíta verður að Hawaji sé yngst af eyjunum, þar sem eldfjöll hennar eru stöðugt að gjósa. Hún er mynduð af 5 eld- fjöllum. Á norðuroddanum er Kohala, 1700 m. hátt. Það er elzt og lengst síðan það hefur kulnað út sem eldfjall. Sundurmalað hraunið myndar nú gróðursælasta land eyjarinnar með stórum ekrum og bithögum. Mauna Kea, 4200 m. hátt, myndar hér um bil alveg norðaustur- hluta eyjarinnar. Það er útkulnað fyrir mörg- um öldum. Vesturhliðina myndar Hualalai, 2500 m. hátt. Það gaus síðast árið 1801. Einn af fyrstu trúboðum, sem til eyjanna kom, hefur árið 1823, skrifað skýrslu um þetta eldgos eftir frásögn sjónarvotts. Þar segir, að gosið hafi ekki hætt fyrr en send voru boð eftir Kamehameha I. konungþog er hann kom í fylgd með miklum skara af prestum, skar hann lokk úr hári sínu og fleygði honum inn á glóandi hraunleðjuna. Næsta dag stöðvaðist gosið. Guðunum hafði þóknazt fórnin. Allur suðvesturhluti Hawaji er að miklu leyti myndaður af Mauna Loa, sem er nál. 4300 m. hátt. Efst uppi er stór gígur, um 6 km. langur og 3 km. 'breiður. Gígurinn er umgirtur hraunveggjum, sem eru frá 30—1300 m. háir. Mauna Loa hefur frá því 1779 (er fjallið var fyrst klifið) og þar til nú, alltaf gosið með stuttu millibili, og hefur þá þunnt hraunflóð fallið í stríðum straumum yfir suðurhluta eyj- arinnar og eyðilagt stór svæði. Mjög einkenn- andi fyrir eldfjall Hawaji er hið mikla hraun- magn, sem er mjög þunnt og yfirstígur í rík- um mæli það magn, sem kemur af ösku og grjóti. Þess vegna myndast ekki öskupýramíd- ar, eins og t. d. á Vesuvius, heldur verða eld- fjöllin skjaldmynduð. Eldgosin hafa orðið á eftirtöldum árum: 1780, 1803, 1832, 1843, 1851, 1852, 1855 (mest gos á þeirri öld), 1859, 1868, því eldgosi fylgdi mikill jarðskjálfti, 1880, 1887, 1889, 1907, 1914, 1919 og 1926. Um nóttina hinn 10. apríl 1926, fannst stór jarðskjálftakippur á Hawaji kl. 01,10 og ann- 162 V I K I N G U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.