Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Blaðsíða 25
þessa ræktun er að ræða, þá er jörðin þakin með götuðum lengjum af þakpappa, frjójurt- inni er svo sáð í þessi göt. Þakpappinn hindrar uppgufun og heldur jörðinni rakri. Sömuleiðis stemmir hann stigu fyrir að annar gróður þroskist í sáðlandinu. Eftir nálega 18—20 mán- uði byrjar svo fyrsta uppskera. Alls staðar á eyjunum, einkum Oahu, gefur að líta geysi- stórar ananasmerkur. Árið 1925 var ananas- framleiðslan yfir 7 milljón kassar. Auk áðurnefndra jurta, er ræktað þarna kaffi og hrísgrjón handa Japönum og Kínverj- um. Hin votu hrísgrjónaengi eru plægð með uxaplógum. Myndir af þeirri jarðræktaraðferð eru táknrænar fyrir Hawajibúa. Svo er taro ræktaður, líka votlendisjurt, og á síðustu árum hefur verið byrjað á að rækta Agave, sem notað er til sisal-hampiðju. Tækist maður á hendur ferð í kringum eyj- una Oahu, og legði leið sína í gegnum Pali- skarðið og svo í kring til Pearl Harbour, mundi maður ekki aðeins fá hugmynd um ræktun og útflutning eyjanna, heldur einnig landslag og gróðurlíf. Eyjan er mynduð af tveim samsíða fjallgörðum frá norðvestri til suðausturs. Báðir hafa þeir myndazt á tertiar jarðöldinni af- eld- gosum, og eru hömróttir og giljóttir. Pali- skarðið, 400 metra yfir sjávarmál, myndar samgönguleið yfir norðurfjallgarðinn milli norður- og suðurlandsins. Hæsti tindur eyjar- innar er 1300 m. hár, og er á suður-fjallgarð- inum. Klettadrangarnir eru aðallega myndaðir af basalti og hér og hvar sér maður móbergs- dranga. Til dæmis má taka hin einstæðu björg eins og „Punchkolluna" handan við Honolulu, „Diamond Head“ hið dásamlega leiðarmerki inn á höfnina í Oahu og „Koko Head“, lengra aust- ur frá. Þau standa öll á gömlum kóralrifum, fyrir löngu risnum úr sæ. Eitt er það, sem setur áberandi svip á landið, en það eru hin ótal mörgu jarðboruðu brunnar. Þeir hafa ákaflega mikla þýðingu vegna jurtavökvunarinnar á skrælnuð- um gróðursvæðum sunnanvert í fjöllunum. Vatnsforði þessara brunna byggist á því, að vætan uppi í fjöllunum seitlar niðureftir í gegn- um hið eldmyndaða hraun, og kemur fram á láglendinu eins og uppsprettuvatn þegar borað hefur verið niður á eldhraunsjarðlögin, sem hulin eru þykkum, blönduðum, gljúpum jarð- vegi. Jarðvegurinn er ekki sérstaklega gróðursæll, hvorki á Oahu eða öðrum eyjum, að undantek- inni Kaui,1) sem þess vegna er nefnd „Aldin- 1) Þar hafa eldgosin fyrst dvínað og hraunið moln- að og breytzt í jarðveg, V í K I N G U R garður Hawajieyja". Dalirnir eru gróðursælir, en gróðurlendið mjög takmarkað. Þó hefur gerfivökvun gert mögulegt að rækta svæði, sem engum hefði getað dottið í hug að yrðu til nytja. Hinn villti láglendisgróður, sem nær um 300 m. upp til fjallanna, samanstendur af grasi, trjám og runnum hér og þar. Ásamt þessu er ástæða til að nefna engiferplöntuna og „Hau“- plöntuna, með skínandi rauðum og gulum blómstrum. Af stofni hennar eru gerðir kanoar (þ. e. bátar), úr berkinum er búið til klæði, en blómin notuð sem meðul. Hærra uppi í fjöllun- um eru skógar; vaxa þar margar trjátegund- ir. Þar má nefna koatréð (Acacia Koa) sér- staklega. Stofn þessa trés var í gamla daga not- aður til að gera úr stóra báta handa höfðingj- unum. Úr viðnum voru gerðir vatnskútar, en nú á dögum er hann notaður í hið þjóðlega hawajiska strengjahljóðfæri, ukuléle. Margar aðrar akaciategundir, encalyptus og furutré fyrirfinnast í skógunum. Þótt maður ferðist um alla eyjuna Oahu, verður maður ekki mikið var við dýralíf, að undanskildum fjölda spörfugla. Það er í stuttu máli sagt fátæklegt. Sérstaklega einkennandi eru nokkrar tegundir landsnigla, sem sanna, að eyjarnar hafa verið óralengi einangraðar. Þeg- ar upp er talinn hinn mikli fuglasægur í fjalla- skógunum er ekki mikið um dýralíf að ræða í landi, en aftur á móti er það í sjónum fjöl- breytt í ríkum mæli. Ef við komum í sjávardýrasafnið í Honolulu, sem nú tilheyrir háskólanum, sjáum við fyrst og fremst kolkrabba og sjóskjaldbökur og svo feikn af fiskategundum, með hinum ótrúleg- ustu litum. Maður verður næstum að segja við sjálfan sig þegar maður sér þetta: „Þetta getur ekki verið virkileiki". Og ef maður svo færi yfir til Haleiwa, við norðurströndina, og sigldi á báti með gegnsæjum botni yfir kóralrifið, mundi maður aftur verða yfir sig gagntekinn, bæði af litskrauti og fjölbréytni sjávardýranna. Við leggjum upp í aðra ferð og leggjum mí leið okkar meðfram hinni heimsfrægu „Waikiki Beach“ og sjáum þar geysifjölda af skemmti- legum dýraafbrigðum, sem sjávarföllin bera á land frá kóralrifinu, sem liggur frá Honolulu höfninni til Diamond Head, hins gamla út- slokknaða eldgígs á suðurodda eyjarinnar. Þessi strönd er reglulegur baðstaður. Þar er iðkuð hin þjóðlega íþrótt, brimreiðin, „Surf- riding“. Eyjaskeggjar hafa alltaf verið miklir sundgarpar, og í höfninni getur maður séð hvar hálfvaxnir drengir klífa upp á björgunar- báta stórskipanna og stinga sér til sunds úr 20—25 m. hæð, en fyrst og fremst hafa þeir 161
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.