Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Blaðsíða 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Blaðsíða 52
Olíujafnvœgi. Freon-12 og olía blandast í hvaða hlutföllum sem vera vill, eins og t. d. sykur og vatn, og blandan er algerlega efniskennd. Af þessu leiðir, að olía flytzt með Freoninu um allt kælikerfið. Eini staðurinn, sem Freon og olía eru aðskiljanleg án sérstakra tækja, er í yfir- hitaða afrásargasinu er streymir frá þjöppunni. Það er og venja, einkum á öllum stórum kælikerfum, að koma fyrir olíuskiljurum á þessum stað. Að innan- verðu eru þessir olíuskiljarar með stórum flötum, sem olíugufan lendir á og loðir við, en sigur svo niður að botninum. Það er og venja, að einangra afrásarpípuna ásamt olíuskiljaranum, til þess að halda nauðsynlegum hita svo að olían skiljist. Jafnvel þó notaður sé olíuskiljari, fer nokkur olía með inn í sogleiðninguna, svo að í öllum kælikerfum, sem nota Freon, verður að gera ráð fyrir olíu í eim- inum og sogleiðningunni. Það er sagt, að komið sé á olíujafnvægi, þegar sama magn kemur með kæligas- inu frá eiminum og olíuskiljaranum f þrýstilinn eins og gasið frá þjöppunni tekur með sér. Þegar svona er ástatt, jafnvel þó nokkur olía sé í hringrás, helzt olíu- borðið í sveifarhúsinu óbreytt. Aðalskilyrðið til þess, að þetta olíujafnvægi haldizt, er að kælivökvinn sé fæddur jafnt inn í eimana. feérhver vel gerður eimir, sem er ætlað að halda 15—20° yfirhitun í soggasinu, mun stöðugt gefa frá sér aftur þá ögn af olíu, sem kann að berast með kælivökvanum. Það eru að vísu atriði í gerð eimisins, sem hafa áhrif á þetta, en megin- atriðið er að halda jafnri eimingu og hraða í eiminum, og mun olían þá ekki valda neinum truflunum. Ef vélstjórinn verður var við tap á olíunni úr sveif- arhúsinu, ber honum samstundis að hefja leit að trufl- un í þenslulokunum. Jafnskjótt og eimirinn fær ekki það magn af kælivökva, sem hann þarf með, raskast eimingin í pípuslöngunum og olían verður eftir, hið minnkaða vökvamagn eimist gjörsamlega frá. Af því eimirinn hefur nú ekki nóg að gera, safnast olían fyrir, og vélstjórinn verður að leggja áherzlu á, að stilla rétt vökvagjöf þenslulokanna. Þegar það er komið í lag, mun olían koma aftur til þjöppunnar. Hvernig rakinn hagar sér. Tvær eru aðalástæður fyrir raka í kælikerfinu. 1 fyrsta lagi er raki, sem kemst inn í kerfið með lofti, ýmist þegar kerfið er í notkun eða þegar það er opnað til viðgerðar. í öðru lagi myndast raki í leiðningunni, sem gert er við með gasloga (lóðun) o. fl. Þetta suðu- gas myndar sandreyk, sem þéttist í pípunum sem lóð- aðar eru. Af þessum ástæðum hafa sumir vélsmiðir þá reglu, að dæla köfnunarefni gegnum pípurnar eftir hverja viðgerð, til þess að hreinsa þær af þessum raka. Það er líka afar áríðandi að hvert kælikerfi, sem verið hefur í viðgerð, sé fullkomlega tæmt af raka, sem hugsanlegt er að komizt hafi í það meðan það var opið. Eins og minnst var á hér að framan, eru venjuleg kælikerfi með viðfestum þurrkara af einni eða annarri gerð á vökvaleiðn, og er honum ætlað að „þurrka“ kerfið. Til allrar óhámingju hættir vatninu við aö Iok- ast inni á ýmsum stöðum í kerfinu, svo að þurrkarinn verður þá áhrifalítill. Það er sýnilegt, að minnsta ögn af vatni, sem fer , gegnum þenslulokann, frýs samstundis. Stundum stöðv- ar þetta lokann og heldur honum opnum. Stundum fer það inn í pípuslöngurnar, sem mynda eimirinn. Hér stöðvast það sem klaki, en einungis skamma stund. Hefur það verið sannprófað, að klakinn eimist fljót- lega og flytzt til baka aftur til þjöppunnar með kæli- gasinu sem gufa. Þaðan fer það til þéttarans, þar sem það breytist í vatn og kemst nú í móttakarann með kælivökvanum. Ef vér nú lítum á venjulegan vökvamóttakara, sjá- um vér, að hann er gerður eins og gildra til þess að halda vatninu eftir. Þessar tvær tegundir af vökva, blandast ekki saman, og eru misþungar. Greinileg skipting á sér stað; vatnið flýtur ofan á. Kælivökvinn, sem veitt er út í leiðninguna til eimisins, er alltaf tek- inn neðarlega úr móttakaranum, í þeim tilgangi að mynda „vökvalás", og helst með því yfirborð vökvans í móttakaranum ótruflað. Þarna getur vatnið haldizt ótakmarkaðan tíma. I rauninni helst það þarna ótrufl- að, nema að kælivökvinn í kerfinu lækki svo mjög, að yfirborð hans nemi við afrásarpípuna og vatnið fleyt- ist þannig ofan af og komist inn í vökvaleiðninguna á ný. Venjulega er þessu veitt athygli í tíma og vökva bætt á. Vatnið í vökvaleiðningunni veldur nú auðvitað aftur truflun með því að frjósa í þenslulokunum, og venjulega er hinu nýábætta Freon kennt um, og álitið, að það hafi verið rakt. Þetta er að sjálfsögðu ekki rétt, því vatnið í kerfinu hefur verið innilokað, ef til vill í marga mánuði, og ekki losnað um það fyrr en hleðslan í kerfinu minnkaði um of. Lokaorð. Að lokum þetta: Því er ekki að leyna, að vér höfum engan veginn tæmt þetta efni, eða sagt allt er segja mætti um gang og gæzlu á kælikerfi og tilhneigingum þess. Aðalatriðin hafa þó hér að framan verið dregin fram í dagsljósið. Séu þau höfð í huga, ættu þau að koma vélstjórum, er gæta kælivéla, að nokkru gagni við að uppgötva algengustu truflanir, sem eiga sér stað. Skipið, sein fiskar og afhleður ura leið Hér eru birtar myndir af nýrri uppfyndingu, sem Norðmaðurinn Thor Kringstad hefur nýlega fengið al- heimseinkaleyfi fyrir. Skipið, eða öllu heldur „veiðarfærið", á að geta veitt fisk á svo að segja hvaða dýpi sem er, frá yfirborði til botns. Eins og menn sjá af myndinni líkist veiðarfærið all- mikið pokalausri botnvörpu, þar sem belgurinn hefur verið lengdur með sívalning úr segldúk, innan á honum eru gjarðir úr ryðfríu stáli. Þessi sívalningur liggur beint upp um stefni móðurskipsins, þar sem fiskurinn er annað hvort verkaður eða, ef um síld er að ræða, þá geymdur á viðeigandi hátt, þar til hann er losaður í IBG V í K I N □ U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.