Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Blaðsíða 27
ar kl. 02,04. Þetta var fyrirboði stórfejiglegs eldgoss frá Mauna Loa, sem þá hafði legið niðri í 7 ár. Þegar klukkan var þrjú um nóttina, sást alls staðar frá á eyjunni stór gufustrókur upp af Mauna Loa og glóandi hraunflóð vall niður hlíðarhar. Birtan var svo mikil, að á rann- sóknarstöðinni á Kilaauea, sem er 38 km. frá eldsumbrotunum, var lesbjart við birtuna frá eldstróknum. Dr. Jagger jarðfræðingur og pró- fessor frá rannsóknarstöðinni á Kileaua, fóru strax til gosstöðvanna, og með aðstoð herflug- vélar gerðu þeir margar athuganir og tóku fjölda ljósmynda. Hraunflóðið braust aðallega út úr rauf á suðvesturhlið eldfjallsins í ca. 3300 m. hæð. Á næstu dögum rann hraunflóðið svo ört fram, að hinn 17. apríl náði það alveg fast að fiski- þorpinu Hoopuloa á suðvesturströndinni. Kl. 4 e. h. daginn eftir, sem var sunnudagur, flæddi hraunið yfir bæinn. Húsin brunnu og þorpið og höfnin eyðilögðust. Um kl. 7 þetta kvöld, var flóðið komið út í sjó og þúsundir fiska hlutu bana af. Frambrotið var 500 m. breitt og fór með tveggja metra hraða á mínútu í miðjunni, en í jöðrunum með eins meter hraða á mínútu. Frá hraunflóðinu sprungu vikurbombur, og rauð blómkálsmynduð ský þyrluðust upp með dunum og dynkjum. Þetta líktist eimpípu- blástri og lyktaði eins og saltsýra. Hraunbann- urinn var 10 m. hár, og frá efri brún hans var stöðugt hrun af glóandi stórgrýti. 1 þessu litla þorpi voru fáein hús og ein kirkja. Alls voru íbúarnir 125. Þeir fórnuðu svínum, jurtum og rótum til að blíðka Pele, en allt reyndist árangurslaust. Kl. 11 á sunnudags- morgun kom skipun um það, að allir skyldu flýja þorpið. Ibúarnir söfnuðu þá saman fögg- um sínum og húsdýrum, hlóðu báta sína og leituðu hælis í nærliggjandi byggðarlögum. Engum manni varð þetta að fjörtjóni, og svo lengi sem menn muna, hafa eldgos á Hawaji aldrei valdið slysi, að undanteknu því, er einn ferðamaður rotaðist á Kilauea vegna sinnar eig- in óvarkárni.1) í ágústmánuði 1926 var hraunflóðið við Hoopuloa ennþá svo heitt, að ferðamenn höfðu það að leik að stinga póstkortum niður í sprung- urnar og láta þau brenna á röndunum. Skömmu eftir gosið, varð vart við væga jarð- skjálftakippi á jarðskjálftamælinn við rann- sóknarstöðina, en eftir 9. maí vai-ð allt með kyrrum kjörum. 1) Frá því eyjan var byggð af hvítum mönnum, hefur eldleðjan aldrei náð því að brjótast yfir gíg- barmana. Og nú eigum við eftir að minnast á, ef til vill allra markverðasta fyrirbrigðið á Hawaji, fímmta eldfjallið, Kilauea, sem er starfsamasta eldfjall í heiminum. Það er sjálfstætt eldfjall, en ekki eins og fyrr var álitið, aðeins auka- gígur frá Mauna Loa, af því að hraun þessara tveggja eldfjalla hafa áður fyrr runnið sam- an. Kilauea er á suðausturhluta eyjarinnar og er auðvelt að komast þangað frá Hilo. Þaðan liggur ágætur bílvegur alla leið upp á fjallið og vegalengdin er aðeins 50 km. Strax og komið er kippkorn frá Hilo, liðast vegurinn, fyrst milli sykurmarkanna, síðan gegnum fagran hitabeltisskóg, sem myndast af trjám og runn- um. Hér vaxa síðustu afkomendur burknans frá kolaöldinni, tréburkni 10—15 m. hár, og inn á milli þeirra frjósamur gróður, vafnings- burkni, engiferplanta, banantré og pálmar. Eftir því sem hærra kemur, kólnar í veðri, og óðar erum við á leiðarenda. ,,The Volcan House“ er ágætlega útbúið hótel við röndina á Kilauea. Þar erum við í 1300 m. hæð yfir sjáv- arfleti. Fyrir framan hótelið er hin stóra gíg- skál, á stærð við Vestmannaeyjar, áður full glóandi hx-aunleðju, og frá því 1924 hefur þarna verið stórt storknað hraunsvæði. Til þess að komast út á hraunið, verður að fara eftir vissum stíg, sem liggur niður bratta brekku, gígröndina til hraunbreiðunnar fyrir ofan þetta hraun, sem er 200 m. undir „Volcan House“. Þetta er mjög áhrifaríkt ferðalag. Maður fer fram hjá jai’ðföllum og sprungum, og alla leið- ina er á vegi manns hinn fegursti gróður; tré- burkni, sandeltré1) og oheloplötur, sem boða nálægð Pele. Og nú erum við komin á hraun- svæðið, sem lítur út eins og hafið hafi stirðnað í ölduróti. Eldgígurinn er 5 km. langur og 3 km. breiður. Áður var hann barmafullur af glóandi hraunleðju, sem átti upptök sín suð- austan megin í gígnum. Síðan 1924 hefur hún ekki leitað útrásar. Nú, 1926, er þegar farinn að sjást örlítill gróður festa rætur og niðri í sprunguniun má víða líta bæði burkna og körfu- blóm. Vegurinn yfir eldvarpið til gosstöðvanna er varðaður, og á þessari leið er gott tækifæri til að athuga hinar mismunandi hraunmyndir. Sprungur eftir jarðskjálfta má víða sjá og sums staðar stígur upp úr þeim eimur. Stingi maður hendinni niður í þær, finnur maður 1) Sandeltréð (Santalum paniculatum) var fyrst fundið af Vancouver, og var afar eftirsótt útflutnings- vera, einkum til Kanton. Þessari trjátegund var sópað i burtu með ránhendi, svo að nú eru aðeins fá eftir, aðal- lega kringum Kilauea, auk þess við Hawaji, National Park, Þau eru nú friðuð. V I K I N G U R 163
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.