Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Blaðsíða 32
unz klukkan klingir honum líka. Nýr maður sparkar til hliðar öllu, sem um hann vitnar. Líf og örlög reika út og inn um klefadyrnar, en skipið breytist ekki. Það er hið eilífa.— Hann býr um kojuna og fer úr fötunum, bláu fötunum, sem virðast svo hrein og falleg í þessari rotnu kompu. Hann brýtur þau varlega saman, eins og með viðkvæmri alúð og leggur þau niður í kistuna. Það er eins og hann sé að grafa eitthvað af sínu eigin lífi. Fyrir aðeins tveimur tímum síðan sat hann í þessum fötum við hlið Evu. Það er svo ótrúlegt, eins og heiður fagur draumur, sem einhvern annan hefir líklega dreymt. Og minn- ingarnar vitja hans með ljúfum unaði, angan, stjörnum og kossi undir bláum sýrenum. Hinn nítján ára unglingur hefir mætt ástinni í fyrsta sinni, og það er aðeins þrír dagar síðan, aðeins þrjá daga hefir hann lifað, en þeir eru ár unaðar. Augu hennar blika eins og bláar stjörn- ur, hún heitir Eva og er yndisleg. Nú er skipið að skilja þau. Hann tekur upp vinnufötin sín og hengir þau á tjaldsnúruna, eins og allir hinir hafa gert. Síðan leggst hann upp í. Honum finnst sem hann liggi niðri í dimmum, daunillum brunni, en hátt uppi sér hann stjörnu tindra svo blítt og rótt. Hann vaknar við, að dyrnar eru opnaðar. — Ó, nei, ég þori ekki, ég þori ekki, hvíslar skelfd norðlenzk rödd úti í myrkrinu. — Hvaða helvítis vitleysa! svarar ruddaleg karlmannsrödd, láttu ekki ganga á eftir þér. Hár og sterklegur maður kemur inn og næst- um dregur unga stúlku á eftir sér. Hann er óvenju laglegur, en harður og ljótur á svip. Hún er lítil og grönn, með eirbrúnt hár og stór grá augu, sem flökta óttaslegin í fríðu freknóttu andlitinu. Það er eitthvað hrærandi og varnar- laust við þessar freknur, þær eiga einmitt heima á andliti lítillar stúlku. Ég er svo hrædd, hvíslar hún. þetta er í fyrsta skipti, sem ég fer um borð í skip. Ég hefi aldrei gert þetta áður, skilurðu. — Einu sinni er allt fyrst, segir hann og brosir, hér er ekki verra að vera en annars staðar. — Ó, nei, nei, hér er ljós og hér eru menn. Hún lítur feimin á Benjamín. — Vertu ekki með þessa andskotans uppgerð, en hypjaðu þig heldur upp í, skipar vinur hennar. — Já, rétt strax, en gerðu það fyrir mig að slökkva ljósið fyrst. Ég er svo hrædd, segir hún, og röddin skelfur. 166 1 sömu andrá heyrist háreysti frammi á gang- inum, tvær þrumandi raddir, og dyrunum er hrundið upp með háum skelli. Tveir kyndarar koma slagandi inn. Annar þeirra er dauðadrukkinn. — Nú skulum við jafna um helvítis hásetana, muldrar hann og slampast áfram. Allt í einu réttir hann úr sér og stendur graf- kyrr sem líkneski. Blóðhlaupin augun ætla út úr höfðinu, og munnurinn opnast og titrar. Hand- leggirnir falla máttlausir niður með síðunni, — hann er eins og maður, sem sér í glæður helvítis, en trúir ekki sínum eigin augum. Hann rekur upp hást hljóð og slyttist fálm- andi í áttina til ungu stúlkunnar. Hún sér hið dökka ferlíki koma ógnandi á móti sér, klifrar í dauðans ofboði upp í kojuna og felur sig bak við hengið. Benjamín heyrir hana kjökra lágt. — Hvað ætlarðu þér með hana, öskrar kynd- arinn og slagar áfram, láttu hana í friði. — Hvern andskotann varðar þig um stelpuna mína, spyr hinn rólegur og ertinn. — Láttu hana fara, segi ég! — Fjandinn fjarri mér, svarar hásetinn. Drattastu inn í kyndaraklefann, Anton, og vertu ekki að þvælast hér og ónáða almennilegt fólk. Þá lyftir kyndarinn grannri titrandi hendinni og slær hásetann bylmingshögg í andlitið. — Djöfullinn þinn, hvíslar hann. Feiknalegt hnefahögg ríður á Anton, svo að hann hendist á borðið og fellur síðan fram yfir sig á gólfið. 1 sömu svifum þrífur hásetinn til hans og dregur hann út úr klefanum. Hinn kyndarinn fer á eftir þeim. Litlu síðar kemur hásetinn inn aftur. — Hvern fjandann varðar hann um stelpuna mína, segir hann eins og til þeirra, sem sofa. Hann var skítfullur. Nú liggur hann úti á dekki og öskrar og ælir. Hvern djöfulinn þurfti hann að vera að skipta sér af henni, segðu mér það. Hann lítur spurnaraugum á Benjamín, en fær ekkert svar. Hann sárskammast sín fyrir sjálfan sig, en hvað veit ég um þetta, hvað get ég svo sem gert? afsakar hann sig. — Nú er ég alveg að koma, segir hásetinn við stúlkuna bak við tjaldið. — En slökktu ljósið fyrst, gerðu það, kjökrar hún. — Haltu þér saman svolitla stund, rymur hann og kastar axlaböndunum aftur af öxlunum. I því birtist félagi Antons í dyrunum. — Sjá þig, bölvaður ræfillinn þinn, æpti hann. V í K I N □ U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.