Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Blaðsíða 44
heilann um það, hvernig áraröðum þessum hefur verið fyrir komið. Hvar voru sætin? Sátu ræðararnir beint hver yfir öðrum? Voru þiljur á milli efri og neðri ræðara? Ekkert af þessu er fullvíst. Napóleon þriðji Frakkakon- ungur, sem hafði mikinn áhuga á fornmennt- um Grikkja, lét smíða galeiðu með öllum þeim sérkennum, sem fundizt hafa á forngrískum galeiðumyndum. Galeiða þessi hljóp af stokk- * unum árið 1860. Hún virtist fara vel í sjó, en hins vegar reyndist ókleift að róa henni með þreföldum áraröðum. Gekk nógu erfiðlega að koma tveimur áraröðum fyrir, en til þess að bæta þriðju árinni við, yfir hinum báðum, varð hún að vera 11 metrar á lengd og óstjórnlega þung. Voru fimm menn fullhertir við að róa með henni á lygnum polli, en engin leið að valda henni, þegar sjór tók að ókyrrast að ráði. — Verður að skýra þetta fyrirbæri á þá leið, að fornþjóðirnar hafi kunnað einhverja hentuga aðferð til að mjókka bilið milli efri og neðri ræðaranna og getað skipað þeim hag- anlega niður. Galeiðurnar fornu voru yfirfullar af mönn- um, allt frá hlekkjuðum þrælum, er sátu í neðstu áraröðunum og til vopnaðra hermanna, sem spókuðu sig um þiljurnar meðan ræðar- arnir sveittust við árarnar. Hafa ræðarar á meðalstórri galeiðu sennilega verið 80—100. Hins vegar voru iangtum fleiri ræðarar á stærstu orustuskipum Rómverja, sem notuðu þá gjarnan marga menn á sömu árina. Þegar á leið rómverska stórveldistimabilið, hurfu menn smám saman frá hinum borðháu, þrí- rónu skipum, sem kröfðust mjög vel þjálfaðra ræðara, og tóku að nvju upp löng og rennileg skip, með einfaldri áraröð. Þótt galeiðurnar væru einkum knúðar áfram með árum, höfðu þær allmikinn seglaútbúnað og gátu notað hann, þegar byr var hagstæður. Galeiðurnar höfðu svonefnda kastala, bæði að framan og aftan. Það voru skotvirki, þar sem áhöfnin hafði skjól fyrir árásum og gat at- hafnað sig, er til orrustu kom. Löng trjóna var á herskipunum flestum, og gat hún orðið skeinuhætt óvinaskipum, ef hægt var að beita henni vel. Skipastóll þarf á góðum höfnum að halda. Því stærri, sem skipin eru, þeim mun betri þurfa hafnirnar að vera. Skorti mjög á, að Grikkir og Rómverjar gerðu svo mikið að hafnarbótum sem þurft hefði að vera, til þess að geta komið sér upp verulegum stórskipa- flota. Hefur skortur á góðum og öruggum höfnum vafalaust átt sinn þátt í því, að skip þessara siglingaþjóða urðu aldrei mjög stór. Kaupförin voru einatt fremur lítil, enda sigldu þau yfirleitt ekki út úr Miðjarðarhafi. Glöggt dæmi þess, hve skortur góðra hafna var mikill þröskuldur í vegi fyrir þróun skipa- gerðar, var Ostía, hafnarborg Rómar. Þessi mikilvægasta hafnarborg veraldar á þeim tím- um, hafði ekki betri né öruggari höfn en svo, að eitt árið týndust þar á þriðja hundrað skip, sem lágu við akkeri innan við hafnar- garðinn. Um langan aldur var Miðjarðarhafið mið- stöð siglinga og framþróunar í skipagerð. En hér fór sem oftar; eftir uppgangs- og blóms- tíma kom kyrrstaða og síðan hrörnun. En um sömu mundir tóku nýjar þjóðir forystu í sigl- ingum. Barbararnir í norðri, sem Rómverjar fyrirlitu, gerðu hið fræga Miðjarðarhaf þeirra að hálfgerðu stöðuvatni, en Atlantshafið að vettvangi stórfelldra siglinga. „Lagiö tekiö“ meöan beöiö er eftir síldinni. 1BD V I K I N G U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.