Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Blaðsíða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Blaðsíða 46
anhalds, þegar væntanleg orusta hæfist. „Enginn ein- asti af þeim þrjótum skal sleppa", sagði borgarstjór- inn. Og hver fylkingin eftir aðra sást koma út úr borg- inni og taka sér stöðu úti fyrir hliðum hennar. Alla nóttina skutu Spánverjar af fallbyssum sínum, og þó kúlur þeirra næðu ekki árásai’hernum, sýndu þær þó að verjendur borgarinnar voru viðbúnir. En hinir fífldjörfu ævintýramenn létu slíkt sig engu skipta. „Við eigum aðeins tvo kosti“, sagði Morgan. „Sigur og auðævi eða svívirðingu og dauða. Og við kjósum hinn fyrri“. Næsta morgun, hinn 18. janúar 1671, hófu víking- arnir sóknina. Morgan hafði látið njósnara rannsaka landslagið, og Spánverjum til skelfingar yfirgáfu vík- ingarnir þjóðveginn og brutust í gegnum hið þétta kjarr. Hin rammgerðu skotvígi reyndust því gagnlaus, því tími vannst ekki til þess að flytja fallbyssurnar. Árangurslaust reyndi borgarstjórinn að tala kjark í borgarbúa og sameina þá til varnar, sem auðveldlega hefði getað hindrað sókn sjóræningjanna. En hver og einn hugsaði um það eitt að flýja og bjarga eignum sínum. Morgan notaði sér uppnámið, hélt inn um borg- arhliðin og villt rán og gripdeildir hófust í borginni. Gráðugir í fé, og óðir af grimmd og morðfýsn, fóru sjóræningjarnir um borgina, brutust inn í húsin, rændu gulli og gimsteinum, en myrtu hvern mann sem þeir náðu. Sjóræningjarnir, sem ánægðir voru með ránsfeng sinn, drukku frá sér vit og rænu og kveiktu elda víða í borginni. Innan tveggja daga var hin fagra borg rústir einar. Aðeins hús borgarstjórans, sem stóð af- síðis í borginni, og þar sem Morgan hafði setzt að, og tvö klaustur sluppu við eyðileggingu. Margir hinna ógæfusömu borgarbúa björguðust til eyjarinnar Targo í Kyrrahafi, en skiprúm var þó ekki til fyrir alla flóttamennina. Morgan lofaði mönnum sínum að ræna, en tryggði jafnframt sjálfum sér feikna auðævi. En þegar hann heyrði að stórt seglskip hefði sloppið burtu með alla kirkjugripina og tignustu konur borgarinnar varð hann óður af reiði. Aldrei hafði skip með svo dýrum farmi flotið á hafinu, og sloppið hafði það aðeins vegna þess að einn af foringjum Morgans hafði drukkið sig ölv- aðan og gleymt skyldu sinni. Sjóræningjarnir bjuggu nú skip til að elta hið burt- sloppna, en því hafði gefizt of langur tími til undan- komu. Annað skip sem kom frá Cartagena, og hafði innan borðs fullar kistur af smarögðum og öðrum ó- slípuöum steinum, náðist. 1 mánuð óðu víkingarnir um hina eyðilögðu borg. Sér til skemmtunar notuðu þeir píslartæki rannsóknar- réttarins til að kvélja með hina ógæfusömu fanga svo þeir segðu til um það hvar meiri fjársjóðir væru fald- ir. Eftir mánuð hófst burtförin úr borginni. Eitt hundr- að sjötíu og fimm múldýr báru þungar klyfjar af gulli, silfri og gimsteinum, en auk þess bar hver sjóræningi sjálfur sinn eigin ránsfeng. Sex hundruð háttsettir menn í borginni höfðu verið teknir til fanga og skyldi síðan heimta geysi fjárhæðir í lausnargjald fyrir þá. Með svipuhöggum og hrind- ingum voru þessir menn reknir áfram í gegnum fenin og kjarrið. Á hverri nóttu héldu ræningjarnir villtar og óhófslegar drykkjuveizlur. Að lokum slapp þessi herskari rángjarnra morðingja og brennuvarga yfir versta torleiðið og fangarnir voru leystir út. Við það tækifæri hafði Morgan í frammi fantabragð, sem var honum fyllilega samboðið. Hann stofnaði til mikillar drykkjuveizlu, og tókst þá hinum tryggu lífvörðum hans að skjóta undan vopn- um hinna sjóræningjanna. Því næst neyddi Morgan þá til þess að láta af hendi alla fjármuni, sem þeir höfðu meðferðis, undir því yfirskyni að síðar skyldu fara fram opinber skipti á herfanginu. Eftir samningi bar honum einn fjórði hluti af öllu herfangi. En þegar til Chagres kom hafði Morgan og nokkrir af trúnaðar- mönnum hans dregið undan mest af gimsteinunum og dýrustu gripunum. Taldi hann að allt herfangið væri nákvæmlega 443,200 pund í silfurvigt Þó það væri að vísu geysi há fjárfúlga var nú sjó- ræningjunum samt nóg boðið, er þeir heyrðu þessa til- kynningu. Þeir sameinuðust nú til uppreisnar og Morg- an varð að lofa því að næsta morgun skyldi hann skipta milli þeirra miklu fé úr eigin vasa, til að launa þeim fyrir hreysti þeirra. Næstu nótt fór hann ásamt nokkrum fylgismönnum sínum um borð í þrjú beztu skipin, þar sem hann hafði falið mestan hluta herfangsins. Vistir þeirra skipa, sem eftir voru, hafði hann verið svo kænn að láta eyðileggja. Þegar uppvíst varð um flótta hans þurfti því að afla nýrra vista handa þeim áður en eftirförin gæti hafist. Litlu síðar lét þó flotinn úr höfn, en ægilegt stórviðri eyðilagði flest skipin, svo aðeins örfá þeirra komust til Jamaica. Þá hafði Morgan tryggt sér vernd landstjórans þar, með því að gefa honum mikinn hluta dýrgripanha. Vikingarnir máttu því þakka fyrir að sleppa við það að landstjórinn léti taka þá fasta og hengja. Morgan keypti miklar jarðeignir á eyjunni og var um skeið stærsti plantekrueigandi á Jamaica. Land- stjórinn Thomas Modyford og Morgan héldu þar uppi miklum veizlum og lifðu í svalli og ólifnaði. Þegar fregnirnar um ránin í Panama bárust til Evrópu, vöktu þær geysilega reiði. Þó að skip Spán- verja og Englendinga lægju í stöðugum ófriði sín á milli við Vestur-Indíur, þótti mönnum í London grimmd- arárásin á Panama helzt til mikið af því góða. Spánski sendiherrann í London bar fram mótmæli, svo Englendingar urðu að skerast í leikinn. Nýr lands- stjóri, Sir Thomas Lynch var sendur til Jamaica, en Thomas Modyford og Morgan voru báðir sendir til London og settir í Towerfangelsið. En Morgan hafði flutt með sér margar kistur fullar af gulli og gim- steinum. 1 fangelsinu hélt hann svo miklar veizlur, þar sem vínið flóði og gullpeningarnir ultu. Morgan varð á þann hátt maður dagsins, hirðmennirnir heim- sóttu hann og þágu af honum mútur. Með gullinu tókst honum að smyrja þá svo að þeir fengu talið konung- inn á að láta hann lausan. Englendingar á Jamaica höfðu haft stórfelldan hagn- að af gripdeildum sjóræningjanna frá Spánverjum, því þeir seldu jafnan ránsfeng sinn á eyjunni. Nýji lands- stjórinn, sem var strangur maður og réttlátur, hóf 1B2 V í K I N G U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.