Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Blaðsíða 7
— Það er ekki gott að átta sig á henni, segir Margrét. — Hún er stundum lokuð og samanklemmd eins og öðuskel, og mér kæmi ekki á óvart, þótt hún liti á pipardós sína sem eins konar aðalsmerki. Hvað heldur þú, Britta? — Ég segi bara: Til hvers er að eiga hund en verða svo sjálf að gelta. — Hver á nú svo sem hund? — Ég, barnið mitt. — Hver, ef mér leyfist að spyrja? — Þú, ástin mín. Þetta var merkiskotið, orustan var hafin. Sjó- mannskonurnar ásamt svæflum og öðrum laus- legum smáhlutum flugu sem skæðadrífa, og þegar stúlkurnar lágu örþreyttar að nokkurri stundu liðinni — tvær á legubekknum og Lillý á gólfinu, tók Britta þráðinn upp að nýju: — Já, það er alveg satt. Það er ekki gott að átta sig á henni. Ég hef aldrei getað gert mér ljóst, hvort hún er í rauninni óhamingjusöm manneskja eða hefir sífellt fló í eyranu. Það er ekki gott að sjá, hvað hefur meinað henni að gifta sig meðan tími var til. — Gaman væri að geta gert eitthvað fyrir hana, sagði Lillý. — Minnizt þess, hve við erum hamingjusamar í æsku okkar og teljum alla vegi færa — en samt er engin okkar trúlofuð. — Ja, trúlofuð og trúlofuð ekki, sagði Mar- grét íbyggin. — Hvað finnst þér annars hægt að gera? — Það er auðvitað ákaflega takmarkað, sem manneskjurnar geta gert hver fyrir aðra í þess- um táradal, miðlaði Britta af heimspeki sinni. — Ef hún er alltaf með flóna í eyranu, getur hún talizt sæmilega á vegi stödd, en sé svo ekki, er grauturinn brunninn við og ónýtur. — Æ, blessuð hlífðu okkur við þessum sam- líkingum þínum, bað Margrét. — Hvað erum við búnar með margar sjómannskonur? — Þetta er sú 99. sagði Britta. — Þá er bara ein eftir. Húrra, svo fáum við te og líðum inn í ríki draumanna. Ég verð að fara á fætur klukkan átta í fyrramálið. En Lillý var allt í einu orðin brosljúf og dreymandi á svip. Hún sagði: — Mér hefir komið snjallræði í hug. — Hugkvæmni er náðargjöf þín, elskan mín, sagði Margrét. — Já, og svefninn, bætti Britta við. — En mér finnst þú þurfir ekki að sitja eins og grís, sem ferðazt hefur gegnum kjötkvörn, þótt þér hafi komið snjallræði í hug. Og hvert er svo snjallræðið? Lillý teiknaði vangamynd af sjálfri sér og lauk við sjómannskonuna með því að stinga myndinni undir öskjulokið áður en hún svaraði. — Ég held við ættum að vanda dálítið til hundr- uðustu sjómannskonunnar og leggja nafn og heimilisfang Önnu Lindén í hana. Ég er alveg viss um að hún sendir engar sjómannskonur. Það getur að minnsta kosti ekki sakað hana á neinn hátt. Haldið þið það? — Þú ert engill, sagði Margrét. — Ekki aðeins venjulegur engill, heldur engill á tveim fótum, sagði Britta. — Hvernig ætti það að saka hana? Eða gera henni gagn? En sleppum því. Við skulum senda síðustu sjómannskonuna með nafni og heimilis- fangi Önnu Lindén. Það er snjallræði. Ég skal skrifa bréfið meðan þið gangið frá konunni. Bíð- um nú við. Ávarpið verður að vera ákaflega siðfágað — frá hefðarmey til óþekkts sjómanns — fjarri heimili og foreldrum — ofurlítið við- kvæmt en þó glaðlegt. Ég kem eftir andartak. Fimm mínútum síðar las hún svohljóðandi bréf fyrir stallsystur sínar: Kæri, óþekkti sjómaður. Veitið þessu lítilræói viðtöku sem vott þess, að þér eruö elcki ölbmn gleymdur, þótt þér séuö fjarri og einmana. Við erum margar hér í Svíþjóð (jafnvel aðeins í Norkröping) sem sendum vinum okkar á hafinu innilegar lcveöjur i kvöld og hugsum oft til þeirra allan ársins hring. Ég býst viö því, að yður þyki þessi kveðja mín dálítið óljós og ó- persónuleg, en ég. bið yður aö vera þess fullviss, aö ég hefði komið sjálf með hana til yðar, ef ég hefði vitað hvar þér eruð staddur. Gleðileg jól Yðar Anna Lindén. — Er kæri ekki heldur sterkt að orði kveðið? spurði Margrét. —Ekki þegar svona stendur á, stgði Lillý. — Mér finnst bréfið afbragð. Við stingum ein- taki af Fröding með. — Já, og pípu, sagði Margrét. — Það er mikil áhætta að gefa karlmanni pípu, nema maður sé ástfanginn af honum, og þá er nú líka sama, hvað maður gefur. — Þetta er afbragðspípa, sagði Margrét. — Tobbi gamli frændi keypti hana handa sjálfum sér rétt áður en hann dó. — Jæja, fyrir nokkrum dögum sagðir þú þó, að þú hefðir sjálf keypt hana fyrir tíu krónur, sagði Lillý ásakandi. — Æi, var það. Ég var alveg búin að gleyma því. — Þegar svona stendur á, segi ég ætíð níu V I K i N □ U R 2B9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.