Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Blaðsíða 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Blaðsíða 49
hokkrum árum byrjað fonnennsku og vakið athyg-lí sem mjög duglegur maður. Næstu 8 ár var milli okkar allnáin samvinna, þar eð ég sá um útgerð á bátum þeim, er hann stýrði. Þeirrar samvinnu er mér ljúft að minnast. Það leið ekki langt þar til Guðmundur Júní skipaði sér óumdeilanlega í fremstu röð hinna eldri garpa, og þurfti þó talsvert til. Það var ekki heiglum hent að keppa við menn eins og Guðmund Þorlák, Guðmund frá Tungu, Þorstein Eyfirðing o. fl., og það að vera talinn jafnoki þessara manna, var ekki svo lítill sigur fyrir yngri mann. Eins og fyrr segir, var Guðmundur Júní foi-maður á m.b. Sóley þegar ég tók við útgerð hennar. Sóley var aðeins 22 smálestir að stærð og var með þeim allra minnstu af ísfirzku útilegubátunum. Þar var því erfitt að keppa við hina stærri. Þá var það, að félag það, sem gjörði Sóley út, festi kaup á m.b. Gissur hvíti, og tók Guðmundur Júní við stjórn hans. Gissur hvíti var einn af stærstu og beztu bátum, sem þá voru gjörðir út frá ísafirði, enda sýndi Guðmundur Júní þá, enn betur en áður, hver afburða sjósóknari og aflamaður hann var. Þá lék lánið við hann, eins og það er kallað. Hann mun og eiga í fórum sínum einn eða fleiri minja- gripi frá þeim árum, sem minna á aflamet hans. Sér- staklega minnist ég einnar Suðurlandsvertíðar. Þá var hásetahlutur á Gfssuri hvíta kr. 2000 yfir tímabilið 10. janúar til 26. marz. Það þætti sjálfsagt ekki hátt nú, en þá var slíkt óþekkt. Mér er ljúfast að minnast Guðmundar Júní eins og hann var á þessum árum, þegar hann, djarfur og hraustur, stýrði fari sínu öruggum höndum og vökul augu hans fylgdu hverri hreyfingu lofts og lagar. Minnast hinnar föðurlegu umhyggju hans fyrir skips- höfn sinni, sem ávalt var valinn maður í hverju rúmi, enda sömu úrvalsmennimir árum saman. Einn roskinn smábátaformaður, sem talinn var af- burða stjórnari, var háseti hjá Guðmundi Júní um hríð. Hann sagði eitt sinn við mig: „Ég þekki fáa, sem ég tel jafnoka Guðmundar Júní sem aflamenn, en engan, sem ég tryði betur fyrir lífi mínu á sjó, ef hætta væri á ferðum". Enda þótt Guðmundur Júní yndi vel hag sínum á þessum árum, leitaði þó hugur hans nýrra verkefna. Hann vildi fá stærra skip. Krafa tímans var meiri afköst. Bátarnir voru þröngir, aðbúð skipverja ekki góð og erfið vinnuskilyrði. Nokkrir gufubátar, 80—100 smálestir, höfðu þá verið keyptir til landsins, þar á meðal 3 til ísafjarðar. Guðmund Júní langaði mjög mikið til að ná í slíkan bát, en það var hvorttveggja, að ég hafði ekki tök á því, enda var ég ekki trúaður á þá tegund veiðiskipa. Ýmsir urðu til þess að bjóða Guðmundi Júní slík skip og varð það til þess, að leiðir okkar skildu, og skal ég viðurkenna, að mér var það ekki sársaukalaust. Þegar Guðmundur Júní sleppti Gissuri hvíta, gekk hann í félag við Loft Bjarnason í Hafnarfirði, sem er fyrir löngu landskunnur athafnamaður. Gerðu þeir út eimskipið „Eljan“ og var Guðmundur skipstjóri á henni. Síðar keypti Guðmundur eimskipið „Venus“, áður „Þur- íður sundafyllir", og gjörði það út frá Þingeyri í nokk- ur ár og stýrði því sjálfur. Útgerð þessari mun hann þó hafa hætt fyrír síðásta stríð óg því ekki lent í stór- gróða þeim, sem enginn komst undan, sem ráð hafði á fleytu á þeim árum. Ekki veit ég hvort hann harmar það svo mjög, en ekki trúi ég að hann hefði nokkurn- tíma lagst á gull. Eftir það var hann skipstjóri á ýms- um skipum þar vestra, meðan heilsan leyfði. Sú mynd af Guðmundi Júní, sem ég geymi í huga mér, er frá þeim tíma, þegar við höfðum mest saman að sælda. Þannig vil ég muna hann: ungan, hraustan, háan og þrekinn, drengilegan og djarfan, víkinginn í sjón og raun, hamraman, eins og Egil Skallagrímsson, þegar þreyta skyldi fangbrögð við Ægi, blíðan og hjartahlýjan, eins og Ingimund gamla, ef halda þurfti hlífiskildi yfir lítilmagna, hvassyrtan og gustmikinn þegar því var að skipta, en ávallt hreinskilinn og sátt- fúsan, þótt á milli bæri. Guðmundur Júní er kvæntur Markúsínu Franzdóttur, ágætri konu. Þau eiga ekki börn á lífi, en eina fóstur- dóttur, Sigríði, sem er gift Gunnari Proppé, fram- kvæmdastjóra á Þingeyri. Hún er þeim góð dóttir og börnin hennar litlu flytja ljós og líf inn á heimili afa og ömmu. Gjarnan hefði ég viljað hafa tækifæri til þess að taka í hönd Guðmundar Júní og árna honum heilla á þessum tímamótum ævi hans. Ekki er þó líklegt að úr því geti orðið, því vík er á milli. Hann hættur sæförum, en ég aldrei mikið fyrir þær gefinn. Hvað bíður síns tíma. Ef til vill eigum við eftir að hittast síðar, hafandi þá náð það traustum tökum á útgerðarmálunum, að við getum tekið upp þráðinn, sem slitnaði. Hver veit? En hvað sem því liður, óska ég þess, að hann, þegar ver- tíðaskiptin koma, fái þær móttökur, sem óskaskáld ís- lenzkra sjómanna ætlaði öðrum sævíking, og verði fagnað með ljóðlínunum „Kjós þér leiði, vel þér veiði, valin skeiðin bíður þín“. Reykjavík, 11. október 1951. Jón Arinbjörnsson. 0 £ntœlki Móðirin: — Kysstu hana Dísu frænku þína, hún er svo ung og falleg. Sveinn litli: — Nei, hana þori ég ekki að kyssa. Hún slær mig. Móðirin: — Hvaða vitleysa, barn, gefðu henni vænan koss. Sveinn litli (kjökrandi): — Ég þori það ekki. í £ær, þegar pabbi ætlaði að kyssa hana inni í stofu, gaf hún honum stóran löðrung. * Ungur maður, sem lítur mikið á sig, segir við stúlku, sem hann mætir á götu úti: — Við sáumst víst í gær í dýragarðinum. Stúlkan: — Það held ég varla, — ég kom aldrei að apabúrinu. VÍKINGUR 331
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.