Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Blaðsíða 36
„Hardimont“, sagði greifinn og sleppti titl- inum. „Og þú?“ „Jean-Victor . . . ég er nýkominn úr spítala; ég særðist við Chatillon. Þeir gerðu vel við okk- ur í spítalanum — hrossakjötsúpan var ágæt. En ég fékk bara skrámu, svo ég var þar ekki lengi; og nú býst ég við að verða að svelta aft- ur. Því, ég skal segja þér, ég hef verið svangur alla ævi“. Þetta voru hræðileg tíðindi að heyra fyrir sælkera, sem saknaði kræsinganna í Café Angl- ais, og Hardimont greifi horfði orðlaus af undr- un á félaga sinn. Maðurinn brosti, hann vissi, að Hardimont bjóst við skýringu á þessu sí- fellda hungri. „Sjáðu nú til“, sagði hann, „við skulum labba hérna niður veginn og hita okkur á fótunum, og ég skal segja þér hluti, sem þú hefur líklega aldrei heyrt aðra eins á ævi þinni . . .“. „Ég heiti Jean-Victor — bara það. Ég hef ekkert ættarnafn, af því ég var óskilabarn. Eini ánægjulegi tíminn, sem ég man eftir, var þegar ég var lítill á barnahælinu. Litlu rúmin í svefn- húsinu voru með hvítum lökum og við lékum okkur í garði með stórum trjám. Ein af nunn- unum var kornung, og föl eins og vax, það var eitthvað að henni í brjóstinu — ég var eftirlæti hennar, og.mér þótti meira gaman að ganga með henni um garðinn en að leika mér með hin- um börnunum. Hún var góð við mig eins og engill“. „En þegar ég var orðinn tólf ára, varð ég að fara, og síðan hef ég aldrei vitað hvað ham- ingja er. Hælisráðsmaðurinn kom mér fyrir sem nemanda hjá manni, sem fléttaði strástóla — hann bjó í Saint-Jacqueshverfinu. Þetta er lélegt starf, eins og þú veizt, það er ekki hægt að lifa af því. Bezta sönnun þess er, að einu nemendurnir, sem meistari minn vildi taka, voru lítil börn af blindrahælinu". „Jæja — þar var það, sem ég byrjaði að þjást af hungri. Meistarinn og kona hans — þau voru bæði frá Limousin og voru seinna myrt — voru hræðilega nísk; þau voru vön að skera ofurlít- inn enda af brauðhleifnum við hverja máltíð og læsa svo hleifinn niður þess á milli. Þú hefð- ir átt að sjá konuna með svörtu skupluna sína gefa okkur súpuna á kvöldin. 1 hvert sinn, er hún dýfði sleifinni í pottinn, stundi hún þungan. Hinir tveir nemendurnir, börn af blindrahæl- inu, voru betur settir en ég. Þau fengu ekki meira að borða, en þau sáu þó að minnsta kosti ekki eftirtölu- og ásökunarsvipinn á þessari vondu konu, þegar hún rétti mér diskinn“. „Já, það var meinið mitt, jafnvel á þessum árum; lyst mín var of mikil, þó það væri ekki mér að kenna, eða hvað? Ég vann mín þrjú ár sem nemandi, og var svangur á hverjum ein- asta degi. Þrjú ár! — og ég kunni iðnina eftir mánuð. Þú varst hissa að sjá mig taka upp brauðbitann úr forinni, var það ekki? En ég er vanur því, marga molana hef ég tínt upp af skarnhaugunum, og þegar þeir voru of harðir, lagði ég þá í bleyti yfir nóttina. Auðvitað fann ég stundum góða bita, máske snúð, sem rétt var búið að bíta í endann á og skólakrakkar hafa fleygt frá sér á heimleiðinni. „Og svo, þegar námstími minn var liðinn, sá ég að ég myndi ekki geta lifað á þessari vinnu. Ég hef gert margt annað — ég er afar vinnu- gefinn, það er ég. Ég hef hlaðið múrsteina, verið búðardrengur, þvegið gólf — gert allt mögulegt. En aldrei á ævi minni hef ég haft nóg að borða. Ég gekk í herinn átján ára, og þú veizt eins vel og ég, að óbreyttur hermaður hefur rétt nóg að eta, og ekki snefil meir. Og nú er umsát og hungursneyð! „Svo þú sérð, að ég var ekki að skrökva áðan, þegar ég sagðist hafa verið svangur alla ævi!“ * * * Ungi greifinn var hjartagóður náungi, og varð djúpt snortinn af þessari átakanlegu sögu. „Jean-Victor“, sagði hann, „ef við komumst báðir lifandi úr þessu stríði, skulum við hittast aftur, og ef til vill get ég hjálpað þér. En eins og nú er, er brauðskammturinn að minnsta kosti tvisvar sinnum of stór fyrir mína litlu lyst, og við skulum því skipta honum með okkur eins og góðir félagar". Þeir tókust innilega í hendur, og þar sem liðið var að nóttu, fóru þeir aftur inn í krána, þar sem nokkrir menn sváfu á hálmi. Þeir fleygðu sér niður hlið við hlið og sofnuðu vært. Um miðnætti vaknaði Jean-Victor, sennilega af hungri. Stormurinn hafði sópað burt skýjunum og tunglið skein inn um rofið þakið beint á höfuð- ið á Hardimont sofandi. Jean-Victor horfði á hann með aðdáun. I þessari svipan lauk undir- foringi upp dyrunum og kallaði nöfn fimm manna, sem áttu að leysa framverðina af verði. Greifinn var þeirra á meðal, en hann vaknaði ekki, þegar nafn hans var kallað. „Vaknið, Hardimont!“ sagði undirforinginn aftur. „Ef yður er sama, undirforingi", sagði Jean- Victor, „skal ég fara í hans stað. Hann sefur svo vært . . . og hann er félagi minn“. Undirforinginn hafði ekkert á móti því, og mennirnir fimm fóru út. Hálftíma seinna heyrðist skothríð mjög nærri. VÍKINGUR 31B
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.