Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Blaðsíða 13
annari eins ófreskju. En það reyndist ekki vera, og þar eð óhugnanlegan þef lagði af skrímslinu, létu menn það eiga sig. Landstjórinn í héraðinu hafði nú frétt um fundinn, hann gerði boð eftir prófessor Adomovich frá Moskva og prófessor- inn gerði ferð sína til þessa fjarlæga fiskiþorps á íshafsströndinni. Þegar hann kom, var ekki mikið eftir af skinni og kjöti dýrsins, birnir og úlfar höfðu gætt sér á því. En beinagrindin lá næstum hreinsleikt í vatninu, og hana flutti Adamovich með sér 10.000 kílómetra leið til Moskva. Þaðan var hún send til Pétursborgar og sett upp í dýrafræðisafninu þar. Nú var sú staðhæfing Cuviers sönnuð, að fornaldarfílarn- ir, mammúturinn og mastodætinn, hefðu lifað, jafnvel í mjög köldum löndum. Af beinagi’indinni mátti sjá stærð mamm- útsins, hann hafði verið, samanborið við nútíma Asíufíl, álíka og belgiskur hestur í sambandi við íslenzkan hest, en hvernig hann hafði litið út að öðru leyti, gátu menn ekki gert sér glögga hugmynd um. ímyndunaraflið hljóp í gönur með síberísku fiskimennina og þeir lýstu dýrinu sem fjalli að stærð og tönnunum sem trjástofn- um. Það eina, sem eftir var, fyrir utan beina- grindina, voru nokkrar hár- og ullartjásur, sem úlfarnir höfðu leift. Fyrst um fjörutíu árum seinna fengu menn nokkurnveginn rétta mynd af fornaldardýrinu. Árið 1846 kom ungur rússneskur verkfræðin- gr, Benchendorff, sem var í þjónustu ríkisstjórn- arinnar, til ósa Lenafljótsins í Síberíu. Sum- arið var óvenju heitt og miklar rigningar höfðu ásamt hitanum brætt ísinn á stórum svæðum eða skolað honum burtu. Þar sem Indigirkáin fellur í Lena, sá Benckendorff, sem var í fylgd nokkurra Síberíumanna, að ný kvísl hafði mynd - azt milli fljótanna og hún var afar straum- hörð. Á einum stað í kvíslinni sást í dökkan hlut, sem öðru hvoru kom í ljós upp úr straumn- um. Fyrst héldu þeir, að það væri klettur, og fóru nær til að skoða það nánar. Síberíumenn- irnir ráku upp skelfingaröskur: upp úr vatninu stóð geysistórt, loðið höfuð með tveimur löng- um, gulum vígtönnum. Augun virtust stara á þá af slíkri grimmd og blóðþorsta, að manngarm- arnir tóku til fótanna og hlupu nokkra kíló- metra, áður en Benchendorff gat sansað þá. En þegar hann fór út á hausinn, urðu þeir nokkurn- veginn rólegir. Nú tóku þeir kaðla og brugðu lykkju um hálsinn á mammútnum. En það reyndist ógerlegt að draga dýrið á land, því afturfætur þess voru blýfastir í frosnum ár- botninum. Þeir létu sér því nægja að tjóðra það, svo straumurinn bæri það ekki burt, þó það losnaði. Benckendorff skildi strax, hvað hér hafði gerzt fyrir þúsundum ára. Þetta stóra dýr hefur þá komið labbandi eftir hálffrosinni mýri, frost- skorpan hefur látið undan, og það hefur sokkið dýpra og dýpra, því ákafara sem það hefur brotizt um til að losa sig. Að lokum hefur það sokkið alveg, frostið hefur breytt feninu í grjót- harðan ís, þar sem mammúturinn hefur geymzt óskaddaður til þessa dags, er kvíslin myndaðist á þessum stað. Benckendorff tók fyrst tennurnar úr mamm- útnum, þær voru 2,7 metra langar og alveg óskemmdar. Þar næst mældi hann hæð dýrsins, er reyndist 4,2 metrar og lengdin 5 metrar. Raninn var 2 metra langur og 20 sentimetra í þvermál fremst. Allur skrokkurinn var þakinn þykku, gráu skinni, sem var hart eins og sútað leður og vaxið þéttu, 70 sentimetra löngu, brúnu hári. Ilausinn var svo hrukkóttur og loðinn, að hann minnti á börk á gamalli eik. Dýrið hefur verið vel varið gegn kuldanum með þenn- an brúna loðfeld, sem líktist faxi, á bakinu, og það hefur verið fullþroskað og í fullu fjöri, Dýriö hefur sokkið dýpra og dýpra, þrátt fyrir ofsar leg umbrot til að losa sig. V I K I N G U R 295
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.