Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Blaðsíða 16
í SOKSÍNUM SKIPUM Frásögn þessi er þýdd úr desemberhefti ameriska blaðsins The Saturday Evening Post, 1950, og heitir: „The secret of the sunken ships“. —■ M. Jensson. Útifyrir strönd Suður-Californíu lig-gnr óreglulegt belti af smáeyjum, sem mynda 25 til 100 mílna breitt sund meðfram strönd meginlandsins. Sund þetta er siglingaleið frá Kyrrahafinu til hinna stóru hafnar- borga, San Diego og Los Angeles við San Pedro, og um það fer óslitin röð allskonar skipa. í björtu veðri sjást eyjar þessar af strönd megin- landsins, eins og léttir skýhnoðrar við sjóndeildar- hringinn. Þær ei*u 35 að tölu og í samræmi við feg- urðina bera þær stærstu dýrlinganöfn: San Miguel, Santa Rosa, Santa Cruz, San Nicholas, Santa Barbara, Santa Catalina og San Clemente. En allur þessi heilag- leiki er villandi fyrir sjófarendur, því eyjar þessar eru stórhættulegar. Stundum mynda þær nokkurskonar skjólgarð gegn stormum, sem æða óhindrað 7000 mílur yfir stærsta úthaf heimsins. En það er eins og þetta sé aðeins til að svæfa árvekni sjófarenda, því að á hinn bóginn eiga þær til að hleypa um sundin öllum styrkleika stormsins, sem stundum nær fárviðris vindhraða, þannig, að sundið verður hættulegra sjómönnum, heldur en rúmsjór Kyrrahafsins, þegar það er í sínum versta ham. Þessvegna er strönd þessi skipakirkjugarður, þar sem beinum hinna mörgu skipa, sem endað hafa síðustu ferðina þarna, er stráð á klettana og skerin. Þessar slóðir hafa því lengstum verið gullnáma fyrir björgun- arstarfsemi. Hér geturðu hitt björgunarstjóra, en að- Eftir Þaul I Wellman eins fáa þó, kannske fjóra eða fimm, því það eru ekki margir slíkir í heiminum. Björgunarstjóri —■ hinn reglulegi djúphafs-björgun- arstjóri, er frábrugðinn hinum, sem rifa skip í höfnum og þurrkvíum. Hann leitar ekki aðstoðar annara, heldur vinnur sjálfstætt og í kyrrþey. Hann er mótaður af hinu sérkennilega umhverfi — leyndardómsfullu djúp- inu og draugalegri birtu þess. Umhverfi, sem er eins frábrugðið landjörðinni, eins og yfirborð annarrar stjörnu. Svo kynntist ég Artur W. Ellis, skipstjóra og björgun- arstjóra. Það var hrein tilviljun. Nokkrar myndir í glugga fornverzlunar einnar niður við höfnina vöktu athygli mína. Þær voru af skipsflökum og niðurrifs- starfi. Það kom á daginn, að eigandi verzlunarinnar, dr. A. J. Dix, var varaformaður ameríska sjóbjörgunar- félagsins. Sumar þessara mynda eru af störfum Ellis skipstjóra, sagði dr. Dix. Hann er í raun og veru ameríska sjó- björgunarfélagið, og þér ættuð að hitta hann. Nokkru síðar kynntumst við Ellis og brátt fór ég að fá nokkra innsýn í leyndardóma þessa hættulega lífs- starfs. Ellis skipstjóri þekkir hafið betur en flestir aðrir. Hann þekkir þúsundir skerja og kletta við strendur margra landa. Hann hefur barizt gegn stormi og stórsjó við hornhöfða Afríku, írlands, Skotlands, Vestur-Indía, Filipseyja, Japans, Alaska og beggja strandlengja Ameríku. Náð upp nokkrum hluta spænska flotans, sem Dewey aðmíráll sökkti í Manillaflóa. í síðari heimstyrjöldinni náði hann ómetanlegum upplýs- ingum fyrir herstjórnina, við hættuleg björgunarstörf á sokknum skipum óvinanna, þar á meðal japönskum tæki, sem þar til heyra nú á dögum. Eru vélarn- ar hinar fegurstu. Þær eru framleiddar af Crossley brothers Ltd. í Englandi. Ganghraði skipsins í reynsluför var rúmar 18 mílur. Þór reyndist ágætlega á ferðinni heim. Hreppti skipið hið versta veður, en skipverjum ber saman um það, að það hafi farið ágætlega í sjó. Virðist því giftusamlega hafa tekizt að leysa hið erfiða viðfangsefni, að smíða skip, sem hefði hvorttveggja í senn, góða sjóhæfni og mikinn ganghraða. Hefur Pálmi Loftsson, forstjóri, haft aðalfyrirsögn um gerð og fyrir- komulag skipsins. Virðist hann þar, ásamt ráðu- nautum sínum og skipasmíðastöðinni, hafa leyst erfiða þraut með sóma. Skipherra á Þór er Eiríkur Kristófersson, og yfirvélstjóri Aðalsteinn Björnsson. Um leið og Sjómannablaðið Víkingur fagnar af alhug komu hins nýja og fagra varðskips, sem þjóðin hefur nú eignazt, vill hann bera fram þá ósk, að það megi verða gæfuskip, er gegni vel og lengi hinu tvíþætta og göfuga hlut- verki sínu, að bjarga dýrmætum mannslífum og vernda fjöregg þjóðarinnar, fiskimiðin við strendur landsins. Z9B VIKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.